Vera - 01.08.2001, Page 36

Vera - 01.08.2001, Page 36
Konur & lýðræöi r e y k j a v í k V i l n i u s lengingu fæðingarorlofs fyrir starfsmenn okkar um allt að 38% umfram það sem almennt gerist en sú stefnubreyting var kynnt starfsmönnum í júlímánuði sl. Þá höfum við styrkt fjárhagslega verkefni tengd jafnréttisumræðunni sem horfa til heilla í samfélaginu. Það sem mér fannst vanta í ráðstefnuna var umræða um hvað fyrirtæki geta gert til að hafa áhrif á þróun þessara mála. Vettvangur sem þessi ertilvaiinn til að skiptast á hugmyndum um að- gerðir þannig að þróun yrði hraðari en ef fyrirtæki væru öll að feta sig varfærnislega áfram í þessum málum. Ég sakn- aði því fleiri fulltrúa úr atvinnulffinu til að ég gæti kynnst því hvað þeir væru að gera í þessum málum og til skoð- anaskipta við þá. Þrátt fyrir góðan félagsskap kvenþátttak- endanna þá tel ég að íslenskir karlmenn eigi að taka meiri þátt í þessari umræðu þar sem jafnréttisumræðan á ekki að vera einkamál kvenna. Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri VR Ráðstefnan nýttist mér einstaklega vel þar sem VR er að vinna að samvinnuverkefni sem fer af stað f haust við verkalýðshreyfinguna í Litháen og Lettlandi, ASÍ og sáttasemjaraembætti f Bandarfkjunum (FMSC). Þarna skapaðist tækifæri til að læra betur um aðstæður á vinnu- markaði í þessum ríkjum. Vinnustofan sem ég sat hét: Economic and Labor Policy from gender perspective. Þar kom m.a. fram að verkalýðshreyfingin er mjög veik í Eystrasaltsríkjunum og atvinnuleysi allt upp f 30%. Starfsmenn eru oft á tíðum látnir vinna mun lengur en þeir fá greitt fyrir og gera það einungis til að halda vinn- unni. í þessum ríkjum snýst baráttan fyrst og fremst um almenn kjör og réttindi meðan baráttan á vesturlöndum snýst um jafnrétti, m.a. um launamun kynjanna og hvernig hægt sé að minnka hann. Samvinnuverkefnið sem VR tek- ur þátt í miðar að þvf að styrkja og efla verkalýðshreyfing- una í Litháen og Lettlandi og mun VR miðla af reynslu sinni af rekstri frjálsra félagasamtaka. Á ráðstefnunni í Lit- háen var tíminn vel nýttur og fundað með fulltrúum frá FMSC og verkalýðshreyfingunni í Litháen og Lettlandi. Á fundinum var farið yfir stöðu mála og rætt um þá aðstoð sem ríkin þurfa einna helst á að halda. £J Þorbjörg H. Vigfúsdóttir, verkefnisstjóri Auðar í krafti kvenna Ráðstefnan í Vilnius var gott tækifæri til að kynna AUÐAR verkefnið fyrir öðrum löndum. AUÐUR hefur á sfðasta 1 1/2 ári sannað að mikil þörf er á verkefni sem þessu og gífurleg ásókn er í helstu verkefni AUÐAR (þ.m.t. FrumkvöðlaAUÐUR, FjármálaAUÐUR og Dæturnar með í vinnuna). Því fannst okkur mikilvægt að aðrir lærðu af okk- ar reynslu. í vinnuhópnum Konur og frumkvöðlar kynnti ég AUÐI fyrir viðstöddum og verkefnið fékk mikla eftirtekt. Ég gat deilt út öllum þeim gögnum sem ég hafði með mér og enn fleiri fengu upplýsingar um vefinn okkar. Því miður fannst mér yfirskrift vinnuhópsins ekki samræmast þeim umræðum og verkefnum sem fóru fram. Áhersian var á læriverkefni (mentoring) á milli einstaklinga á Balkanskag- anum og í Bandaríkjunum. Þetta voru hins vegar áhuga- verð verkefni og sum tengisin tókust vel og önnur ekki. Þar sem ver gekk virtist tungumálavandinn vera erfiður. Það væri líklega árangursríkara að vinna svona læriverkefni innanlands þar sem, auk þess að útiloka tungumálaerfið- ieika, væri hægt að leita tíðar til lærimóður. Það sem mér fannst áhugaverðast í Vilnius var að sjá öll verkefnin sem höfðu orðið að veruleika eftir Reykjavíkurráðstefnuna og að auki myndað bylgju ýmissa annara verkefna. Konurnar á ráðstefnunni voru kraftmiklar og einbeittar í þvf að bæta kjör sín og virðast vinna vel saman til að ná þessu sameig- inlega markmiði. Margrét Óskarsdóttir, Landsvirkjun Ég fór á þessa ráðstefnu sem fulltrúi Landsvirkjunar, vegna þátttöku fyrirtækis- ins í verkefninu Konur til forystu og jafnara námsval kynj- anna. Landsvirkjun hefur hug á að bjóða stúlkum frá Eystrasaltslöndunum upp á starfsnám og var markmið mitt með þátttökunni að komast í samband við aðila í Litháen sem gætu aðstoðað mig í þessu sambandi og tókst það. Þátttakendum var skipt í 12 vinnuhópa. Ég fór í hóp þar sem verið var að fjalla um ungt fólk. Stjórnandi þess hóps var ung stúlka frá Litháen og var hún mjög frambærileg og skemmtileg enda voru líflegar umræður í hópnum. Gaman var að finna hlýhug þátttakenda til ís- lands og að verða þess vör að ráðstefnan á íslandi mark- aði upphaf að framtíðarverkefnum sem vonandi verða öll- um að gagni í framtíðinni. Þetta starf verður að halda á- fram. Það eru næg verkefni framundan. Ég fann ekki betur en að allir hafi verið ánægðir með ferðina, a.m.k. gerðu flestar konurnar góð kaup í „línbúðinni". Svo megum við ekki gleyma Árna og Margréti, ræðismannshjónunum. Þau gerðu þessa ferð ógleymanlega.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.