Vera - 01.08.2001, Side 37

Vera - 01.08.2001, Side 37
Afar gagnleg ráðstefna Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Ég tel að ráðstefnan í Vilnius hafi verið afar gagnleg og nauðsynleg til þess að fylgja eftir Reykjavíkurfundinum um konur og lýðræði haustið 1999. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að mörg þeirra verkefna sem var ýtt úr vör í Reykjavík hafa orðið að veru- leika, bæði þannig að samstarf hafi tekist á milli landa um sam- vinnuverkefni og sjálfstæð verkefni hafa byrjað í hverju landi fyrir sig. Einnig var ánægjulegt að sjá þann kraft og áhuga sem ein- kennir margar konur frá Eystrasaltsríkjunum og öðrum ríkjum Austur- Evrópu um aðgerðir til þess að bæta stöðu kvenna í þessum ríkjum. Á sama tíma er dapurlegt að átta sig á því hversu erfiðar aðstæður konur búa við í mörgum þessara ríkja, ekki síst bágar efnahagsleg- ar aðstæður. Líkt og á fundinum í Reykjavík vakti sérstaka athygli mína ávarp Vaira Vike - Freiberga, forseta Lettlands, þar sem hún lýsti á opinskáan hátt þeim margháttuðu vandamálum sem blasa við konum í Eystrasaltsríkjunum. Það er margs að minnast að öðru leyti af ráðstefnunni í Vilnius. Þessi tími var mjög annasamur fyrir mig bar sem ég hafði ýmis hlutverk. í fyrsta iagi var ég formaður eins af tólf vinnu- hópum á ráðstefnunni og fjallaði minn hópur um leiðir til að efla leiðtogahæfni kvenna (Developing Leadership Skills). f vinnuhópnum voru um 40 þátttakendur, flestir frá Austur-Evrópuríkjum, en einnig frá Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Mjög áhugaverðar umræður fóru fram í hópnum og nokkrir þátttakendur fluttu er- indi sem síðan voru rædd í hópnum. Meðal annars gerðu íslenskir þátttakend- ur grein fyrir nokkrum íslenskum verkefn- um sem rekja má til Reykjavíkurráðstefn- unnar. Vil ég sérstaklega nefna Stefaníu Óskarsdóttur sem flutti almennt yfirlit um verkefni sem rekja má til Reykjavíkurráð- stefnunnar, Hansínu Einarsdóttur sem fjallaði um leiðtoganámskeið fyrir konur sem ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir Skref hefur skipulagt og Rósu Erlingsdóttur sem lýsti jafnréttisátaki á vegum Háskóla íslands. Margir aðrir þátttakendur tóku til máls, ég minnist t.d. sérstaklega þing- manns frá New Hampshire í Bandaríkjun- um, lackie Wetherspoon, sem fjallaði um leiðir til að yfirvinna helstu hindrun þess að konur byðu sig fram til kosninga, sem væri fjárhagslegar ástæður. Annað megin hlutverk mitt á ráðstefn- unni var ekki sfður mikilvægt en það var þátttaka í pallborðsumræðum um verslun tneð konur. í umræðunum tóku þátt jafn- réttisráðherrar allra þátttökurfkja, þeir lýstu viðhorfi sínu til þessa vandamáls og úrræðum til að takast á við það. Augu heimsins hafa á síðustu árum opnast fyrir þvf að hér er um að ræða óhugnanlega umfangsmikið alþjóðlegt vandamál. Skipuleg glæpastarfsemi þar sem konur eru fluttar á milli landa eða jafnvel heimsálfa, þar sem þeim er lofað atvinnu og betri lífsskilyrðum, veltir nú milljörð- um dollara árlega. Því miður sjáum við á- kveðið mynstur hér á landi sem líkist að- stöðunni í nágrannalöndum okkar, þótt f minna mæli sé. Hér hafa sprottið upp nektardansstaðir þar sem stærstur hluti dansmeyja er erlendis frá, langflestar frá Eystrasaltsríkjunum. Ég hef áhyggjur af þessari þróun og í erindi mínu f pallborð- inu lagði ég áherslu á aðgerðir til þess að bregðast við henni. í tengslum við þátt- töku mína í pallborðsumræðunum um þetta málefni sat ég fund jafnréttisráð- herra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, sem var haldinn fyrri ráðstefnudaginn. Þar var m.a. samþykkt tillaga sænska jafnrétt- isráðherrans um að Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tækju sig saman um sam- eiginlegt átak eða kynningarherferð í þessum ríkjum til að vekja athygli á vand- anum. Það hefur það tvíþætta markmið að vara ungar stúlkur í Eystrasaltsrfkjun- um sem þiggja atvinnutilboð á Vesturlöndum alvarlega við þvf hvað getur beðið þeirra í reynd en einnig að breyta afstöðu almenn- ings til vændis og þeirra sem kaupa vændisþjónustu. í tillög- unni er m.a. gert ráð fyrir stofnun vinnuhóps á vegum jafnréttisráð- herra og dómsmálaráðherra ríkj- anna til þess að undirbúa slfka kynningar- herferð. Eftir er að ræða nánar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar hvaða fjármagni verður veitt til þessa átaks. Á fundi dómsmálaráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í ágústmánuði verður eitt meginumræðuefnanna verslun með konur. Þar verður meðal annars lögð fram skýrsla um ástand þessara mála í hverju Norðurlandanna, rædd nánar tillagan um fyrrgreindan vinnuhóp og kannað hvað aðgerða á að grípa til m.a. með breytingu á refsilöggjöf og alþjóðlegri lögreglusam- vinnu á þessu sviði. Ég vil síðast en ekki síst taka fram að mér fannst sérstaklega ánægjulegt að vera í þeim stóra hópi fslenskra kvenna sem tóku þátt í ráðstefnunni, en við send- um álíka stóran hóp og hvert hinna Norð- urlandanna eða 30-40 þátttakendur. Ekki má gleyma að þrír fslenskir karlmenn voru innanborðs. Ekki má heldurgleyma því að við létum Kvennahlaupið 16. júní ekki fram hjá okkur fara, skelltum okkur í rauða boli og vöktum töluverða athygli á götum Vilnius. Ég var stolt af því að vera f þessum hópi, sem hélt vel saman og átti margar skemmtilegar stundir í þessari fal- legu borg. íslensku konumar hlupu Kvennahlaup í Vilnius 16. júní

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.