Vera - 01.08.2001, Page 39

Vera - 01.08.2001, Page 39
„Ég er fædd á Selfossi árið 1960. Pabbi var héraðs- læknir víða um land fyrstu æviár mín en fluttist að Laugarási í Biskupstungum þegar ég var sex ára og þar bjó ég til 12 ára aldurs." Sif lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1980 en fór ekki í lögfræðina fyrr en þremur árum síðar. Þá hafði hún, auk vinnu, prófað almenna bókmenntafræði og íslensku í Háskólanum og verið einn vetur f lýðháskóla í Þýskalandi. En fivers vegna lög- fræði? „Ég tel mig alltaf hafa haft sterka réttlætiskennd," segir Sif. „Það var samt ekkert í umhverfi mínu sem bjó til áhuga á að fara í lögfræði. Ég þekkti engan í faginu og enginn í ættinni hafði farið í lögfræði. Þetta var því alveg út úr kú og mæltist misjafnlega fyrir f fjölskyld- unni þar sem önnur fög voru meira í hávegum höfð. En ég fann út að þetta hentaði mér og frá því að ég þyrjaði að stúdera þetta fag finnst mér það sífellt meira heillandi." Strax að lokinni útskrift hóf Sif störf á lögmannsstofu og vann þar sem fulltrúi þar til hún stofnaði sína eigin stofu árið 1995. Við snúum okkur að málaflokki sem talsvert hefur verið á könnu Sifjar síðustu ár, nauðgunum og mis- notkun barna. Þótt flest þessara mála komi núorðið til kasta lögreglu og dómstóla tiltölulega skömmu eftir að þau eiga sér stað gerist það einnig að gömul mál eru dregin fram í dagsljósið. Stundum heyrir maður fólk segja að betra sé að láta þau eiga sig í stað þess að ýfa upp gömul sár og sundra fjölskyldum. Hverer reynsla Sifjar- má satl stundum kyrrt liggja? „Nei. Ég tel svo ekki vera. Það er ekki mín reynsla af þessum málum. Þegar einhver í fjölskyldunni fremur kynferðisbrot gegn barni er algengt að það geti ekki sagt frá. Barnið hefur ekki forsendur til að segja frá því fyrr en það hefur náð tilteknum þroska og fjarlægð frá þessu. Það er svo einstaklingurinn sem tekur ákvörðun um að segja frá, hvort sem um er að ræða kynferðis- brot gegn barni eða nauðgun, og ég hef ekki litið á það sem mitt hlutverk að draga úr fólki sem hefur stigið þetta skref.” Hvað með þá sem brotið fiafa af sér, er ekki hætta á fleiri af- brotum? „Iú, það hefur verið vísindalega sýnt fram á að barnaníðingar eru líklegir til að halda iðju sinni áfram. Sif í dómssal Hæstaréttar. Skikkjan hennar er síðasta skikkjan sem Dýrleif heitin Árman kjólameistari saumaSi, 85 óra gömr 39

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.