Vera - 01.08.2001, Síða 41

Vera - 01.08.2001, Síða 41
Konur eru helmingur þeirra sem útskrif- ast hafa úr lagadeild síðustu tíu ár en þó eru aðeins 10% sjálfstætt starfandi lögmanna konur. Um síðustu áramót, þegar komið var að því að skipa að nýju í nefndina, sá for- sætisráðherra sig knúinn til þess að taka mig eina út úr nefndinni á þeim forsend- um að tími væri kominn til að skipa nýja í nefndina - og sendi mér bréf þar sem hann þakkar farsæl störf! andi, þ.e. aðgang að öllum gögnum málsins. Dómur féll í málinu í júlí og þar segir skýrt og skorinort að í sjö tilvikum hafi hann brot- ið mikilvæg ákvæði laga um meðferð opin- berra mála, sem eru þagnarskylda verjanda og bann við því að skýra frá því sem fram fer í lokuðu þinghaldi. Það er fortakslaust bann nema dómari leyfi. En verjandinn hafði skýrt frá atriðum sem aldrei höfðu komið fyrir al- menningssjónir heldur aðeins komið fram í lokuðum þinghöldum. Hann braut því frið- helgi hennar. í dómnum er líka talið að verj- andinn hafi í ummælum verið meiðandi og að hann hafi þannig gert á hlut stúlkunnar." Sif telur að frá upphafi hafi ýmsu verið ábótavant við meðferð máls skjólstæðings hennar og í apríl 2000 sendi hún kæru vegna málsins til mannréttindadómstólsins í Strassbourg. Kæran byggir á þvf að brotið hafi verið á þeirri grein mannréttindasáttmál- ans sem tryggir réttláta málsmeðferð og einnig því ákvæði sem tryggir friðhelgi einka- lífs. Málarekstur fyrir mannréttindadómstóln- um tekur hins vegar óratfma og Sif býst ekki við niðurstöðu um það hvort dómurinn telji málið tækt til efnismeðferðar fyrr en eftir nokkur ár. En fleira er í gangi. „Það er enn rekið stjórnsýslumál fyrir landlækni um það sem ég tel ófagleg vinnu- brögð geðlæknisins í álitsgerðinni sem unnin var fyrir verjandann. Það var farið með það fyrir siðanefnd Læknafélagsins sem taldi þetta ekkert athugavert en vísaði til þess að faglega gagnrýnin á störf geðlæknisins væri þess eðlis að eðlilegt væri að hún færi til Læknaráðs. Einstaklingur getur hins vegar ekki vísað máli til Læknaráðs heldurverða það að vera heilbrigðisyfirvöld, landlæknir eða dómstólar. Ég fékk því stjórn Læknafé- lagsins til þess að vísa þessu áfram til land- læknis og þar er það búið að vera í eitt og hálft ár." Er verið að reyna að stinga því ofan \ skúffu? „Stjórnsýslan getur ekki haft mál óaf- greidd. Fyrr eða síðar þarf að afgreiða málið." En þetta er óeðlilega langur tími. „Já, hann er óeðlilega langur." Eftirmálin hafa líka snert Sif persónulega þvf hún hefur fengið að finna fyrir því að framganga hennar hefur ekki verið öllum þóknanleg. „Ég var skipuð af forsætisráðherra árið 1996 í úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál. Ég var varamaður og skipuð á grundvelli hæfni en ekki pólitíkur. Um síðustu áramót, þegar komið var að því að skipa að nýju f nefndina, sá forsætisráðherra sig knúinn til þess að taka mig eina út úr nefndinni á þeim forsendum að tfmi væri kominn til að skipa nýja í nefndina - og sendi mér bréf þar sem hann þakkar farsæl störf! Þetta tengist engu öðru en því að ég leyfði mér að setja fram sjónarmið skjólstæðings míns og kröfur í

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.