Vera - 01.08.2001, Page 43

Vera - 01.08.2001, Page 43
Almenningur heldur kannski að ég hafi ekki viljað að hann tjáði sig um málið en svo er alls ekki. En hann misnotaði þá að- stöðu sem hann hafði sem verjandi, þ.e. aðgang að öllum gögnum málsins. það sem tengist konum sérstaklega, svo ekki sé talað um femínisma. Það er engu líkara en þær séu hræddar við að það komi niður á þeim. Sif tekur undir það. „Þær við- urkenna að skilgreiningarvaldið sé hjá karlmönnunum. Það eru þeir sem setja reglurnar og þær trúa ekki að hægt sé að breyta því." Sif telur ungar stúlkur skorta hvatningu og fyrirmyndir. Hvað lögmennskuna varðar bendir hún á að það sé næstum sjálfgefið að ungir karl- menn opni eigin stofur en það þurfi að hvetja konur til dáða. „Svo er það þetta klassíska með konur í atvinnu- rekstri. Þær hvorki þora né vilja taka áhættu með pen- inga.” Talandi um fyrirmyndir. Nú eru komnar tvær konur í embætti hæstaréttardómara. Rætt hefur verið um að konur hafi aðrar áherslur en karlar og túlki lög á annan hátt. Gera þær það? „Já. Það gladdi mig þess vegna mjög mikið þegar Ingi- björg Benediktsdóttir hæstaréttardómari lét hafa það eft- ir sér að þannig væri það og að það gæti skipt máli. Það er mjög ánægjulegt að kona í þessari stöðu skuli segja þetta." Sif nefnir tvö dæmi frá síðasta vetri þar sem mis- munandi túlkun karla og kvenna kom skýrt fram í dóms- niðurstöðum. „Dómstólarnir eiga auðvitað að endur- spegla samfélagið," segir Sif og það gefur okkur tilefni til þess að ræða um hlut kvenna í fjölmiðlum - hvaða raun- veruleika þeir endurspegli. „Fjölmiðlarnir skipta auðvitað mjög miklu máli og hverjir það eru sem eru beðnir um að tjá sig þar. Við konur erum kannski aðeins minna gefnar fyrir það að láta Ijós okkar skína opinberlega, vilj- um hafa allt pottþéttara. Ég fagnaði þess vegna mjög þegar eini kvenprófessorinn í lagadeild tjáði sig opinber- lega um sakamál nýlega." Ég samsinni því og reyni í hug- anum að rifja upp hvaða kvenlögmenn ég sjái oftast tjá sig um lögfræðileg efni í fjölmiðlum. Ég man bara eftir körlum. Hvílist á fjöllum En nú er kominn tími til að Ijúka viðtalinu. Sif er fjöl- skyldukona, á dóttur sem er nýorðin fjögurra ára og eig- inmann sem á þessum sólríka júlídegi var á rannsóknar- skipi að telja hvali einhvers staðar á hafi úti. Ég spyr að lokum hvað hún geri til að hvíla sig á lögmannsstörfun- um. „Ég hef óskaplega gaman af því að ferðast og geri mikið af því. Ég hef farið víða innanlands og lít á það sem algjört grundvallaratriði til þess að vinda ofan af mér að fara í gönguferð á öræfum í eina viku á hverju sumri. Það geri ég alltaf í sama hópnum. Núna er ég að fara að ganga á Snæfellsnesi, milli Búða og Amarstapa, í Dritvík og í Berserkjahrauni. Þetta er nú svona frekar létt láglendisganga en hún verður bara erfiðari næsta sumar!" Með þessum orðum kveðjumst við og Sif heldur af stað á slóðir Axlar-Bjarnar, berserkja og löngu liðinna Tvíbreiðar dúnsængur og "5<A, sængurverasett úr silkidamanski. 2 x 2.20 Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs S: 551 4050

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.