Vera - 01.08.2001, Qupperneq 46

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 46
Kroppadýrkun í poppi Rósa Æ ,LW VI 1 brýst þetta einnig út í átröskunarsjúkdómum og það hjá strákum alveg niður í ellefu eða tólf ára. Auk þess er að koma upp nýr sjúkdómur sem hlotið hefur heitið bigorexía en sá sjúkdómur herjar aðallega á karla sem eru að lyfta lóðum. Þeir lyfta og lyfta en sjá sig þrátt fyr- ir það alltaf sem mjög horaða. Strákarnir eru þannig að reyna að gera sig vöðvastæltari en stelpurnar að reyna að verða æ grennri. Hversu ungir krakkar eru að horfa á tónlislarmyndbönd? Hildlur: Sex ára og jafnvel yngri. Teljið þið að tónlistarmyndböndin hafi einhver áhrif á svo unga krakka? að ræða samskipti fólks innan Bandaríkjanna eða sam- skipti Bandaríkjanna við heimsbyggðina. Þar er það harkan sem blífur. Hérna heima myndi maður kannski leysa málið með öðrum hætti. Rósa: í myndbandi Kelis er konan greinilega mjög reið og er með því verið að reyna að höfða til reiðra kvenna. Þegar ég heyrði þetta lag kom hins vegar upp sú hugsun að ég nennti ekki að vera reið. Allir eiga sína fortíð og eru endalaust að eiga við hana en einhvern tíma kemur að þeim tímapunkti að maður nennir ekki lengur að vera reiður. Ása: Myndböndin ýta auðvitað undir ákveðna hegðun eins og annað í samfélaginu. Litla frænka mín var til dæmis mikill Spice Girls aðdáandi þegar hún var fimm til sex ára. Hún gekk alltaf um í háhæluðum skóm og þegar hún kom heim til ömmu þurfti hún að fá lánaða skó til að geta farið út að ieika. Það má þó ekki gleyma því að samfélagið tekur allt þátt í skapa þessa hegðun. Það býr til þessa litlu háhæluðu skó og Spice Girls fyrir þessar ungu stelpur. Júlíus: Þarna er auðvitað verið að stíla inn á nýjan markhóp. Hildur: Dóttir mín er tíu ára og dáir þessar konur sem koma fram í PoppTíví. Yfirleitt er henni nokkuð sama um útlit sitt en stundum stendur hún fyrir framan spegilinn oghermir eftir tóniistarmyndþöndunum. Þaðeinasem ég get get gert til að sporna við því að þessar ímyndir hafi áhrif á hana er að styrkja hana sem einstakling. Ása: Þetta er aðeins of mikil reiði fyrir mig... Eiginlega fannst mér umrætt myndþand bara þrælfyndið þegar ég sá það. Það breytir því þó ekki að mér finnst að svona myndbönd megi vera til í bland við hin sykursætu. Hljómsveitin TLC mótmælir lýtaaðgerðum í einu laga sinna en sjálfar eru þær svo óaðfinnanlegar í útliti að það mætti ætla að einn eða fleiri slcurðhnífar hafi komist í kroppana á þeim. Og nú hefur kryddpían Geri Halliwall viðurkennt að eiga við átröskun að stríða en er samt að stæra sig af þvengmjóum líkama eftir stranga megrun. Það má heldur ekki gleyma fyrr- verandi vinkonum hennar Victoriu og Mel C sem eru líka grunaðar um að eiga við átraskanir að stríða. Er það ekki kaldhæðnislegt í Ijósi þess að aðalkjörorð Spice Girls var „Girl Power"? Og eru þessar söngkon- ur ekki með þessu að koma með tvöföld skilaboð? Nokkrar tónlistarkonur hafa í lögum sínum fjallað um stöðu kvenna í heiminum mörgum til sárrar gremju. Til dæmis sagði Liam Gallhager, söngvari Oasis, eitt sinn að Tori Amos, P.J. Harvey og Björk væru bara óþekk- ar stelpur sem ætti að flengja. I dag þykja tónlistar- konur sem syngja eða semja lög sem fjalla um jafn- rétti hafa gengið nokkuð langt í að koma boðskap sín- um á framfæri. Til að mynda rústar söngkonan Pink íbúð kærasta síns í einu myndbandi og Kelis syngur: „I really hate you so much right now" um ótrúan kærasta og í meðfylgjandi myndbandi fer hópur kvenna með mótmælaskilti sem úthrópa karlmenn. Haldið þið að þetta sé rétta leiðin til að koma á fram- færi boðskap um jafnrétti? Hvaða áhrif haldið þið að þetta hafi á konur og unglingsstúlkur? Hildur: Þessi myndbönd sýna að mínu mati nokkuð einfalda mynd af uppreisn. Auk þess er sú uppreisn sem þar kemur fram dæmigerð fyrir Bandaríkin. Þar í landi virðist allt leyst með hnefanum; hvort sem um er Rósa: Mikilvægt atriði í þessu er að ungar óöruggar stúlkur, sem eru til dæmis með anorexíu og búlemíu, geta samsamað sig þessum söngkonum, Geri Halliwall, Mel C. og fleirum. Það er nefnilega svo mikilvægt fyrir fóik, til dæmis anorexíusjúklinga, að sjá að það eru aðr- ir að ganga í gegnum það sama... Allar þessar stjörnur eru jafn mannlegar og við sem sitjum hérna og eru jafnvel í þúsund sinnum meiri tilvistarkreppu. Híief1. já maður fær stöðugt fréttir af átröskun fræga fólksins. Þessar konur eru undir miklu álagi og ég býst við að átröskun sé ein afleiðing þess. Hún leiðir síðan til annarra öfga. Nýjasta dæmið sem ég hef heyrt er að fólk sprautar sig með vítamíni. Geri Halliwall segist gera það... Þá sýnist mér Christina Aquilera vera orðin alveg eins og títuprjónn greyið. Rósa: Þetta er atvinnusjúkdómur. Hildur: Já, ég er sammála því. Ása: |á, þetta er kannski atvinnusjúkdómur hjá þess- 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.