Vera - 01.08.2001, Page 53

Vera - 01.08.2001, Page 53
Guðrúnlögga lUafn: Guðrún ]ack Aldur: 41 árs Menntun: Menntaskóli og Lög- regluskóli ríkisins. Starf: Lögreglumaður. Vinnustadur: Lögreglustjóra- embættið í Reykjavík. Starfsaldur: 19 ár Laun: Grunnlaun eru 141.729, ofan á þau bætast vaktaálag, hjólaálag og aukavinna. Útborgað um 170 þúsund, miðað við 50 tíma auka- vinnu. Aukavinnan er nauðsynleg til að fá eitthvað í launaumslagið. Fjölskylduhagir: Á eina stóra og eina litla prinsessu. Vinnutími: 6 morgunvaktir, 3 dagar frí, 6 kvöldvaktir. Aukavinna er óregluleg og oftast í framhaldi af vakt. Stundum aukavaktir um helgar eða í miðri viku. Ertu ánægð með launin? Nei, auð- vitað ekki. Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun? 220 - 250.000 og ríflega jóla- uppbót. Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíð- inni á vinnumarkaði? Ég vona að ég geti unnið áfram sem lögreglu- maður, með fjölskylduvænni vinnu- tíma og fá fyrir það þokkaleg laun. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Plötusnúður íTónaþæ og rallýkappi. Starfsábyrgð og skyldur: Gæta ör- yggis borgara, veita þeim þjónustu í hvívetna og koma f veg fyrir af- brot. Því er mikilvægt að lögreglu- menn séu vandaðir og valinkunnir, kunni kurteisi og þekki sín tak- mörk. Starfinu fylgir mjög mikil á- byrgð og þarf lögreglumaður að þekkja sjálfan sig og viðbrögð sín við ýmsum aðstæðum. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Fjölbreytileikinn er mjög mikill og samhliða því er starfið af- skaplega krefjandi. Ég hitti mikið af fólki og þarf að takast á við erfið verkefni. Hvað finnst þér leiðinlegast? Mér dettur helst í hug ölvað fólk. Síðan ytri aðstæður: fjárskortur, mannekla skilningsleysi stjórnvalda og al- mennings gagnvart löggæslunni f landinu. Og þá streita og álag sem fylgir starfinu. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Landsamband lögreglu- manna á sumarbústaði og ég á rétt á þeim. Niðurgreiddur matur. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hverju ég ætla að klæðast í vinnunni, því mér ber skylda til að vera í búning og er það mjög þægilegt.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.