Vera - 01.08.2001, Qupperneq 54

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 54
Anna Björg Siggeirsdóttir Einelti ó vinnustað var yfirskrift ráðstefnu sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stóð fyrir sl. haust í Iðnó. Veru lék hugur á að vita meira um þessi mál og fékk í því skyni Sigrúnu Viktorsdóttur starfsmann kjaramáladeildar og eineltisfulltrúa VR í spjall um hana sjálfa og störf hennar að þessum málum hjá VR. Aðspurð segist Sigrún vera Norðlendingur, útskrifuð úr MA 1984. Hún er gift Njáli Eiðssyni kennara og þjálfara. Börnin eru fjögur og á öllum aldri, en hún á strák á fimmt- ánda ári, stelpu á ellefta ári og aðra fimm ára auk tvítugrar fósturdóttur. Ráðgjafastarf hjá VR „Fljótlega eftir að ég útskrifaðist með BA úr mannfræði fór ég að leita mér að sumarvinnu og tók því fyrstu vinnunni sem mér bauðst, hjá Nýherja og þar ílentist ég í 8 ár," segir Sigrún. „Þetta var ágætis starf á fjármálasviði, en með tímanum fór ég að sakna þessara manniegu þátta, þó svo að f innheimtu- starfinu væri ég auðvitað í daglegum mannlegum samskiptum, oft erfiðum samskiptum. En mér fannst tími til kominn að fara að nota menntunina mína og ég sá ekki að innandyra hjá Nýherja væri áhugi á að nota sér slfka menntun." Hvernig fiefði hún getað nýst þar? „T.d. í starfsmannamálum, en það var ekki öflug starfsmannadeild í fyrir- tækinu. Ég gerðist trúnaðarmaður sem er nú kannski alveg dæmigert fyrir mig, ég þarf alltaf að koma mér í eitthvað svoleiðis. Starf trúnaðarmannsins átti mjög vel við mig og mér fannst það skemmtilegt, því þar voru allir þessir mannlegu þættir sem ég hafði áður saknað." Senniiega er mun algengara að fólk telji það leiðinlegt að vera trúnaðar- maður á vinnustað, en Sigrúnu fannst skemmtilegt. „Það er kannski vegna þess að það voru ekki nein stórvandamál á mínum vinnustað og það var mikill vilji til að leysa allt innanhúss. Þrátt fyrir það er alltaf þörf fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum," segir Sigrún og heldur áfram. „Það var svo í gegnum störf mín sem trúnaðarmaður sem ég réðist til VR en þar var mér boðin vinna í kjaramála- deildinni sem ég þáði og hef nú verið hér í rúmt ár. Mér líkar vel, starfið er fjölbreytilegt, en það felst fyrst og fremst í ráðgjöf til félags- manna. Þetta er starf sem maður er lengi að læra. Þjálfunin tekur marga mánuði. Til okkar leitar fjöldi fólks, bæði félagsmenn og at- vinnurekendur. Þannig fáum við báðar hliðar málanna. Samsvörunin við mitt fyrra starf er innheimtan, en nú er ég að innheimta laun fyrir félagsmenn." 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.