Vera - 01.08.2001, Qupperneq 61

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 61
íMarkaðsstjórar í mörgum fyrirtækjum eru konur ráðnar í störf markaðsstjóra. Hvaða konur skyldu þetta vera? Vera náði tali af fjórum markaðsstjórum og ræddi við þær um starfið og þær sjálfar. Sem markaðsstjóri hjá Línu.Neti hefur Ingibjörg Valdi- marsdóttir það hlutverk að kynna þjónustu fyrirtækisins sem er að þróa nýjungar við gagnaflutning í fjar- skiptaþjónustu m.a. með því að nýta rafmagnslínur. Lína.Net er m.a. fremst í heiminum í þróun þessarar aðferðar ásamt þýska fyrirtækinu RWE. Kynningar- starfið er því sérlega skemmtilegt að mati Ingibjargar þar sem viðskipti við Línu.Net opnar fólki marga nýja möguleika á sviði gagnaflutninga. Ingibjörg er 28 ára. Hún varð stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskóla Vesturlands 1992 og lauk BS prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands 1997. Eftir það vann hún f tvö ár við ráðgjöf og verðbréfa- miðlun hjá Landsbréfum en gerðist svo markaðsstjóri innanlandssviðs Eimskipa og vann þar þangað til hún tók við starfi markaðsstjóra hjá Línu.Neti í mars sl. Framsækið gagnaflutningsfyrirtæki „Markaðsmál, kynningarstarf, auglýsingar og verðskrár- mál eru á minni könnu," segir lngibjörg. „Lína.Net er ungt og framsækið fyrirtæki, stofnað 1999. Hér vinna 26 manns, mikið af góðu tæknifólki sem er að þróa spenn- andi hluti með IP tækni, bæði í gegnum ljósleiðara, raf- línur, loftlínur og símalínur. Það tekur auðvitað tíma að útskýra flóknar tækninýjungar fyrir fólki, sérstaklega þar sem þróunarstarfinu er ekki lokið og íslendingar eiga erfitt með að bíða. Skólanetið, sem tengir alla grunn- skóla borgarinnar með þessari tækni, hefur þegar sannað gildi sitt og á sama hátt mun allur gagnaflutn- ingur á milli Háskóla fslands og Háskólans á Akureyri fara fram í gegnum Rannsókna- og háskólanetið sem er byggt upp á ljósleiðarakerfi Línu.Nets. Eitt af stærstu verkefnum okkar núna er að innleiða 1P tækni í síma- og tölvukerfi Landspítalans. Það sem fyrirtækjum og al- menningi mun standa til boða er að tengjast lP-Borgar- netinu sem er í stöðugri þróun. Fólk á höfuðborgar- svæðinu mun geta keypt alla gagnaflutningsþjónustu þar í gegn, þ.e. síma, internet, stafrænt gagnvirkt sjón- varp, fjarkennslu, myndfundi og margt fleira. Við bjóð- um þegar millilanda símaþjónustu yfir IP og á næstu mánuðum mun fyrirtækjum verða boðin samskonar símaþjónusta innanlands. Þannig kemur þetta skref fyr- ir skref eftir því sem tæknin þróast," segir Ingibjörg. Að vera í góðu líkamlegu formi Ingibjörg er í sambúð með Eggert Herbertssyni, sölu- og markaðsmanni hjá Nýherja, og þau eiga eins og hálfs árs gamlan son. „Mér finnst mikilvægt að geta ferðast. Ég bjó í Frakklandi í eitt ár að loknu stúdents- prófi og vil gjarnan kynnast öðrum þjóðum. Ég var mik- ið í íþróttum á yngri árum og finn að orkan dvín ef ég held mér ekki í góðu líkamlegu formi. Mín aðferð til þess að hreyfa mig er að fara í líkamsrækt, stundum skrepp ég í hádeginu og stundum á kvöldin. Frítíminn fer að öðru leyti mest í að hugsa um soninn og svo býr fjölskylda mín á Akranesi og ég held góðu sambandi þangað," segir Ingibjörg. Ingibjörg Val
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.