Vera - 01.08.2001, Side 69

Vera - 01.08.2001, Side 69
 Bríet mælir ITieð Bríet mælir á móti Fönkhljómsveitinni Jagúar fyrir að vera yfirlýstir jafnréttissinnar. Þeir gættu þess meðal annars að hafa nákvæmlega jafnt kynskipt töku-, leikara- og framleiðslulið við gerð stuttmyndarinnar sem þeir gerðu fyrir útgáfu nýju plötunnar Get the Funk Out. Stelpunum sem eru að moka með strákunum niðri í Pósthússtræti. Rappgeilum!!! Missy Elliott, Eve, Erykah Badu og fleiri - þær eru hrikaiega svalar og flottar, sum- ar hverjar með kjaft á við hafna- verkamann og þær eru í fötunum sínum, enda hafa þær talsvert meira fram að færa en kroppasýn- ingu! Óþolandi bókinni, eftir Önnu Jó- hannesardóttur og Ernu Guðmunds- dóttur. Kom út seinustu jól og er gefin út af höfundum sjálfum. Telur upp öll óþolandi atriði í hversdags- leikanum, líka smáatriðin sem mað- ur hugsar aldrei um, alger snilld. Popptívi fyrir að sýna myndbandið við lagið Lapdance með rapphljómsveitinni N.E.R.D. Myndbandið sýnir konur sem eru allar á brókinni, skríðandi í einni hrúgu, sleikjandi brjóstin, rassinn og klofið á hver annarri, karla sem hrinda þeim, kreista á þeim brjóstin og fara með þær eins og drasl og í viðlaginu er tönnlast á að „you can get that lapdance here for free". Myndbandið er mjög niðurlægjandi og særandi en það er sýnt þrátt fyrir að það sé líka til annað myndband við þetta lag sem er ekki eins gróft. Popptiví aftur fyrir að fá „Ijósku úr Hafnarfirðinum" til að flytja veðurfréttirnar. Ef hitnar í veðri fækkar hún fötum og ef verður verulega heitt fer hún úr að ofan og jafnvel úr öllu og vonast þeir Popptívípiltar „til að það verði til að auka áhorfið". Allt er nú hægt að selja með kvenlíkamanum, hvað verður það næst? Og halda þeir kannski að það horfi engar stelpur á Popptíví?? Plötuumslaginu á Svona er sumarið 2001, sem sýnir stelpurass með buxurnar hálfar niðrum sig. Enn og aftur sala á líkama kvenna plús einhverja voða skrýtna hugmynd um hvern- ig sumarið sé. Kannski er þessu umslagi beint til erlendra ferðamanna sem hluta af landkynningu? Öllum þeim endalausu titlum sem stelpur geta öðlast í nafni fegurðardýrkunar. Þetta sprettur upp eins og gorkúlur; Ungfrú DietCoke, Ungfrú Maybelline, Sólarstúlkan, Sumarstúlk- an, Séð og Heyrt stúlkan, Fordstúlkan, Ungfrú Island.is, Hawa- aianTropic stúlkan og guð má vita hverju þeir finna upp á næst. Gott rúm ætti að flokkast undir mannréttindi Rúm eru gegnumgangandi í evrópsku æviniýrunum sem Grimms bræður söfnuðu snemma á 19. öld. Gullbrá prófaði rúm bangsanna þriggja og prinsessunni á bauninni varð ekki svefnsamt í rúminu þótt vel færi um úlfinn í rúmi ömmu Rauð- hettu. Rúmið á auðvitað að vera griðastaður og þar eigum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur eða óttast árásir. Hinsvegar er alveg leyfilegt að láta sig dreyma um draumaprinsinn eins og Þyrnirós hlýtur að hafa gert. Ég þekki konu sem var komin á fimm- tugsaldur áður en hún eignaðist sitt eigið rúm. Sem ungabarn svaf hún f kommóðuskúffu, eftir það í rúmi með systkinum sínum. Þá á bedda með kærastanum og langt frameftir hjóna- bandinu í svefnsófa í stofunni því börn- in höfðu svefnherbergið. Það var ekki fyrr en þau fóru að heiman sem hún eignaðist almennilegt rúm í fyrsta sinn á ævinni. Alveg þykir mér þetta stór- merkileg saga í velmegunarþjóðfélaginu sem ég er alin upp í. Mér hefur alltaf fundist sjálfsagt og eðlilegt að eiga mitt eigið rúm og eftir þvf sem aldur og auraráð aukast hafa rúmin mín orðið þægilegri. Nú sef ég í prinsessu rúmi (en eingöngu vegna þess að ég hef ekki pláss fyrir queen size rúm). Og finnst að sjálfsögðu að ég eigi það skilið. Alltof margar eru þó þeirrar skoðunnar að það sé bruðl að kaupa vandað rúm. Ein- hvern vegin flokka ég það á svipaðan hátt og að segja að það sé í lagi að vera á vondum vinnustað í leiðinlegu starfi fyrir lélegt kaup. Málið er að við eyðum yfirleitt átta tímum á sólarhring í vinn- unni og átta tfmum í rúminu. Auðvitað skiptir máli hvernig okkur líður þegar við sofnum. Margar finna fyrst þegar þær eignast gott rúm hversu illa gamla rúmið fór með bakið. Gott rúm bætir þó ekki slæmt bak, til þess þarf líkamsþjálf- ^ un og jafnvel aðstoð sjúkraþjálfara, en t það styður við bakið og heldur því í -q horfinu. Starfsfólk í verslunum sem selja >3 rúm er sérfrótt um hvaða rúm henta hverjum og auðvitað eigum við að fara o’ að dæmi Gullbrár og prófa okkur áfram. S VERA þóttist því gera lesendum sín- O um greiða þegar hún þrýstiprófaði allar 'O dýnurnar í Svefni og heilsu í Engjateign- 00 um og neitaði að fara fyrr en einhver út- skýrði muninn á dýnu og dýnu. Starfs- fólkið upplýsti að gæði dýnanna fer eftir fjölda gormanna sem í þeim eru og þá hvernig þeir eru festir saman. Þumal- puttareglan við að velja dýnu er að taka mið af ábyrgðinni sem verslunin, fyrir hönd framleiðenda, býður: 20 ára á- byrgð þýðir að um bestu fáanleg gæði er að ræða, 15 ára ábyrgð mjög góða dýnu og svo framvegis. Dýna með 3ja ára ábyrgð telst því ekki sérlega góð. Svefn og heilsa flytur m.a. inn Chiropractic heilsudýnurnar sem munu vera í hæsta gæðaflokki enda hægt að fá þær með þúsund gormum sem á- byrgst er að endist í 20 ár. Munið eftir að stilla vekjaraklukkuna! 69

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.