Vera - 01.08.2001, Qupperneq 70

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 70
Femínískt uppeldi Mikils metinn modur * g hef í nokkur ár verið mjög upptekin að skoða hvernig menning og umhverfi mótar kynjaða hegðun okkar. Ég hafna öll- um hugmyndum um að „eðli" kvenna og karla móti kynjaða hegð- un þar sem menningamótunin hefst strax á fyrsta degi lífs og endar við dauðann. Til að finna „eðli" konu þyrfti því að rekja alla atburði, alla lífsreynslu, samræður og allt félags- legt áreiti sem hún hefur orðið fyrir á lífsleiðinni og aðeins að því loknu væri hægt að meta eðli hennar. Þetta er auðvitað óframkvæmanlegt verk og því tilgangslaust að nota eðlisávísun kvenna og karla til að útskýra ójafna stöðu þeirra í samfé- laginu Ég lít því svo á að við lærum að verða konur eða karlar útfrá öllum þeim menningar- og umhverfisáhrif- um sem á vegi okkar verða og var staðráðin í að vera meðvituð um áhrifaþætti sem koma til með að gera dætur mínar að konum. í þeirri von um að þær samþykki ekki þá fé- lagsmótun sem skipa konum ávallt lakari sess í samfélaginu a.m.k. ekki gagnrýnislaust. Fyrir rúmu ári síðan varð ég svo heppin að ég eignaðist fimm ára gamlan stjúpson og sá strax framá kjörið tækifæri að skoða félagsmót- un stráka sem gerist auðvitað á ná- kvæmlega sama hátt og hjá stelp- um. Ég áttaði mig á því hvað ég þekkti í raun sárafáa stráka og var hæstánægð að sjá fram á úrbætur í þeim efnum. Ég tók eftir því að ég kom öðruvísi fram við hann en ég gerði við jafnöldrur hans. Við náð- um vel saman frá upphafi og mynd- uðum náin tengsl m.a. í gegnum reynslu mína af búsetu í fjarlægum heimshluta, stríði og borgarastyrj- öld sem ég hef upplifað og vegna þeirra skordýra og meindýra sem ég hafði kynnst. Með þessum sögum öðlaðist ég ákveðinn virðingarsess hjá honum og hann sömuleiðis hjá mér fyrir að vera fróðleiksfús og hafa sérlega frjótt ímyndunarafl. Þrátt fyrir augljósan „malebonding" okkar á milli reyndi ég líka eins og sönnum femínista sæmir að upp- fræða hann um misrétti og ójöfnuð í heiminum, t.a.m. þær kvaðir sem lagðar eru á stelpur og stráka að hegða sér eftir ákveðinni forskrift. Við pældum í af hverju strákar mættu ekki leika með dúkkur í friði, setja í sig tíkó eða fara í pils, klæð- ast bleiku ef þá langar. Hann áttaði sig á óréttlætinu og kom eitt sinn hneykslaður heim af leikskólanum og sagði frá því hvernig gert var grín af vini hans fyrir að leika með stelpu og við ranghvolfdum augum til skiptis til að lýsa vanþóknun á slfkri hegðun. Eftir að sinna stjúpmóður hlut- verki í næstum ár með tilheyrandi femíniskum töktum fór ég að taka eftir nokkru stórmerkilegu sem ég tel hafi veitt mér ómetanlega vit- neskju um hvernig félagsmótuninni tekst með ótrúlegum árangri að staðsetja karla ofar konum í samfé- laginu. Eftir fjölmargar heimsóknir til vina og vandamanna ásamt stjúpsyni, stjúpdóttur og dætrum mínum tók ég eftir hvað hann fékk mun meiri og öðruvísi athygli en dæturnar. Hvert sem við komum lagði fólk sig í líma við að heilsa honum með handabandi og spyrja hann í þaula um leikskólann, íþróttaiðkanir og um almenn lífsvið- horf. Ég varð steinilostin því aldrei fyrr hafði ég upplifað þetta með dæturnar, þeim var í mesta lagi hampað fyrir fegurð og yndisþokka en aldrei gefinn sá einstaklingsstat- us sem stjúpsyni mínum er veittur. Með þessum hætti fá strákar allt frá blautu barnsbeini, ólíkt stelpum, þau skilaboð úr samfélaginu að þeir séu fullgildir einstaklingar og fólki beri að virða skoðanir þeirra og með sama hætti viðhelst hið rót- gróna og ævaforna veldi feðranna. o Aukin ökuréttindi <fi) OKU ^KOLINN IMJODD Þarabakka3 109 Reykjavík Sími 567-0300 okusk.mjodd@simnet.is Kennsla til allra ökuréttinda. Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B.réttindi). Kennsla á leigu- vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga. Einnig kennsla fyrir ensku- og taílenskumælandi fólk!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.