Vera - 01.08.2001, Qupperneq 74

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 74
 OÐINSVE hotel-restaufanl Þórsgötu 1 v/ÓOinstorg, simi 511 6200 Smurbrauðs-dama hótelstarf Óskum eftir að ráða smurbrauðs-dömu til starfa, þarf að vera vön. í boði er vel launað starf á traustum vinnustað, daglegur vinnutími eftir sam- komulagi. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf fljótlega. Allar frekari upplýsingar veittar á staðn- um eða í síma. Hvað með karlmennina? Að sögn Brynju eru þær einu útlendingarnir í fyrirtækinu núna. Eigandinn, Edward Barr- era, hefur átt ísbílafyrirtæki í 27 ár og sækist hann helst eftir að fá Evrópubúa í vinnu. Þeir séu duglegri heldur en innfæddir, sem flestir séu Mexíkanar. Úr viðtali í Morgunblaðinu við íslenskar sielpur sem vinna í Texas. Goti dæmi um staðalmyndir sem móta kynþóttafordóma. „Heilbrigður" áhugi „Viðtöl við ungt fólk á uppleið, í víðlesnu mánaðarriti á borð við Mannlíf, ættu að segja lesendum sínum sitt- hvað um tíðarandann. Og hvað segja tvö stærstu viðtöl- in í nýjasta heftinu? Karlar eiga að vera ríkir (en ekki hommalegir) og hafa heilbrigðan áhuga á klámi. Konur eiga að reyna að „krækja í" ríka karla og íhuga vandlega hvort að þær vilji virkilega hafa brjóstin á sér eins og þau eru." -Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir í DV 23. júlí. Upplýsingar um vændi „í gegnum starf mitt hef ég upplýsingar um að á ein- hverjum hinna svonefndu nektardansstaða í borginni sé stundað vændi. Til mfn á læknastofuna hafa verið að leita skjólstæðingar sem þarna hafa lent í ýmiss konar hremmingum og þá er vímuefnanotkun mjög meðverk- andi þáttur. ... Þau vandamál sem skjólstæðingar hafa leitað til mín vegna heimsókna á nektarstaðina eru bæði fjárhagslegs og heilsufarslegs eðlis." -Ólafur F. Magnússon, heimilislæknir og horgarfulltrúi, i DV 25. júní. Aldrei hitt hamingjusama vændiskonu „Ég lít ekki á vændi sem vinnu heldur leið til að afla tekna. Við þurfum að breyta viðhorfi samfélagsins til vændis. í Danmörku er til dæmis varla gerð athuga- semd við það að konur noti líkama sinn til að afla tekna. ... Ég hef hitt konur sem hafa lifað af vændi en aldrei hitt hina hamingjusömu vændiskonu. Aldrei." -Dorit Otzen, danskur yfirmaður alþjóðlegra samtaka gegn vændi, í Morgunblaðinu 28. dgúst. Búllurnar burt „Ég vil tala um misskilið frelsi. Þetta er orðið tugga. Frelsi til að hafa opið til sex á morgnana, frelsi til að lögleiða hass, frelsi til að drekka sig fullan, frelsi til að berja náungann, frelsi til að fara á súlustaði ... Ég get ekki séð að það lífgi upp á miðbæinn að auka nektar- staðina. ... Ég vona bara að miðbærinn verði bara þurrkaður upp. Burtu með þessa nektarstaði. Fækkum þessum búllum." -Bubbi Morthens, tónlistarmaður, í Kastljósi Sjónvarpsins 20. júlí. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.