Vera


Vera - 01.12.2001, Page 3

Vera - 01.12.2001, Page 3
Að vera jafnt með pabba og með mömmu Sameiginleg fjölskylduábyrgð - jafnvægi milli fjölskyldulffs og atvinnu. Þetta eru hugtök sem heyrast æ oftar í opinberri um- ræðu og býða að karlmenn þurfi (ætii og vilji) að taka meiri þátt í þeirri vinnu sem fylgir því að ala upp börn og sjá um heimili. Lengst af hefur fjarvera þeirra frá heimilunum verið réttlætt með fyrirvinnunni, „skaffarahlutverkinu", en eftir því sem menntun kvenna hefur aukist og þátttaka þeirra í ábyrgð- armeiri störfum, er eðlilegt að ábyrgðinni á heimilinu sé deilt sem jafnast, Að báðir foreldrar þurfi að fá skilning á því frá atvinnurekendum að heimilið og börnin skipti máli. Stundum er því meira að segja haldið fram að launamunur kynjanna geti minnkað ef feður á vinnumarkaði verða oftar heima hjá veikum börnum og fari f fæðingarorlof. Það sé sem sagt vegna þess hve konur á barneignaaldri þurfi oft að vera frá vinnu sem launamunurinn er eins mikill og raun ber vitni. Allt um það - eitt er víst að á þessu ári var stigið mikilvægt skref í átt til jafnréttis þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs og mun sá réttur aukast um helming um ára- mótin þegar sjálfstæður réttur þeira fer úr einum mánuði í tvo. Þar að auki geta foreldrar skipt með sér þremur mánuðum í fæðingarorlofi og þvf gætu feður verið í fæðingarorlofi í fimm mánuði eftir áramót ef þeir einir tækju þessa sameiginlegu mánuði. í þema þessa blaðs fjöllum við einmitt um fæðingar- orlofið, með sérstakri áherslu á feðurna. Það er fróðlegt að fá að vita hvað fer f gegnum hug þeirra þegar þeir þurfa að axla ábyrgðina á börnum og búi og bregð- ast við því sem getur komið upp á. Ekki er síður athyglisvert hver viðbrögð umhverfisins geta orðið þegar fréttist að þeir ætli að vera „bara heima". Tilfinningin að vera ekki lengur hluti af samfélaginu í þeim aðstæðum er flestum mæðrum kunn og því hollt fyrir feður að upplifa hana líka. Síðan á eftir að sjá hvernig málin þróast, hvort konur eru til í að skipta fæðingar- orlofinu jafnt, en þvf má dreifa á fyrstu 18 mánuðina í lífi barnsins. í því efni er brjóstagjöf vandamál sem þarf að leysa og sú skoðun að fyrstu mánuðina sé mikilvægara fyrir börn að vera með móður sinni heldur en föður. Ef það er látið ráða getur reynst erfitt að ná þvf jafnræði sem að er stefnt. Það er vandi að stíga ný skref í átt til jafnræðis, upp úr hjólfarinu, og þar reynir á bæði kynin. PLUS Fall Talibanastjórnarinnar í Afganistan myndun nýrrar ríkisstjórnar þar í landi þar sem greina mó viðleitini til að viðurkenna að kon- ur séu líka til, en a.m.k. ein kona mun vera meðal róðherra og ó að sjó um mólefni kvenna, meðal annars. og þau Hildur Fjóla og Gunnhildur au sem styrktu þær til að framkvæma fyrstu ítarlegu rann- sóknina hér ó landi ó viðhorfi til klóms, en sam- kvæmt íslenskum lögum er bannað að dreifa eða selja klóm. Niðurstöðurnar eru komnar út í skýrslu sem m.a. er hægt að kaupa ó Rannsóknastofu í kvennafræðum. Lykillinn að velgengni ó vinnumarkaði klingur sem gefinn er út af Jafnréttisótaki HÍ, Jafnréttisstofu, VR o.fl. Nauðsynleg lesning fyrir ungar konur sem eru að feta sig út ó atvinnubraut- ina og þurfa að læra að meta sjólfar sig og verð- ieggja vinnu sína jafn hótt og strókarnir. MINUS ■ Sjólfstæðisflokkurinn landsfum fyrir að samþykkja á haust að breyta skuli lögum um fæð- ingarorlof þannig að það sé allt millifæranlegt ó milli foreldra. Ef það yrði gert er kominn þrýstingur ó mæður um að taka allt orlofið ó meðan feðurnir eru „úti að skaffa" þar sem þeir hafa oftar hærri laun en mæðurnar. Félag íslenskra bókaútgefenda ^rir leiknar auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi um Bókatíðindi. Gott dæmi um kynlífsvæðinguna að bendla þurfi kynlíf við þó athöfn að fletta þessu ógæta riti til að fræðast um bækurnar sem gefnar hafa verið út ó uglýsingu um pakka sem inniheldur m.a. Nokia síma. Þar situr gamall karl og ung, fó- klædd stúlka dillar sér í kringum hann, af því að þau ætla að vera heima um jólin og „tala í síma". Annað dæmi um kynlífsvæðingu.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.