Vera


Vera - 01.12.2001, Page 8

Vera - 01.12.2001, Page 8
Anna Guðlaugsdóftir Ingibjörg Guðlaugsdóttir „Ég valdi ekki básúnuna, af tilviljun var hún eina hljóðfærið sem mér bauðst að spila á í Skólahljómsveit Kópavogs", segir lngibjörg aðspurð um hvers vegna hún hafi valið að læra á einmitt þetta hljóð- færi. „Eins og flestar aðrar stelpur vildi ég spila á klarinett eða flautu og ætlaði að skipta seinna en mér ifkaði svo vel að læra á básúnu að ég hélt því áfram og hef svo sannarlega ekki séð eftir því." Ingibjörg hóf að læra básúnuleik 13 ára gömul og hefur nú spilað á básúnu í ein fimmtán ár. Hún byrjaði í Skólahljóm- sveit Kópavogs undir handleiðslu Björns Guðjónssonar og Össurs Geirssonar og gekk síðan í Tónskóla Sigursveins og út- skrifaðist þaðan 1995. Eftir það lá leið hennar til Svíþjóðar þar sem hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Gautaborg og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 2000. Hún var svo gestanemandi í eitt ár við Det Kongelige Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og býr nú og starfar í Gautaborg. ingibjörg er í dag eini íslenski kvenkyns básúnuleikarinn sem hefur lokið sérhæfðu framhaldsnámi í básúnuleik og er talin meðal fremstu básúnuleikara íslendinga. „Það var nokkuð óalgengt hér áður að kon- ur spiluðu á stærri blásturshljóðfæri en það virðist nokkuð vera að breytast, t.d. eru margar íslenskar stelpur sem spila á horn," segir Ingibjörg. „Oft fæ ég ég undr- unarviðbrögð frá fólki þegar ég segi því að ég sé básúnuleikari, það hefur færst í auk- ana frekar en hitt með árunum." Ingibjörg hefur leikið með hljómsveit- um og kammerhópum hér á landi, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hef- ur einnig haldið einleikstónleika hér á landi, þar má nefna Sumartónleikana seinasta haust og hún kom hingað til lands nú í sumar og hélt tónleika með Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara, bæði í Reykjavík og í Mývatnssveit. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila og einnig að sjá hvað er að gerast í klassísku tónlistarsenunni á íslandi. Ég sé þó ekki fram á að flytja heim á næst- unni þar sem það eru engar stöður á lausu fyrir mig og manninn minn, sem er hornleikari, hérna heima. Á hinn bóginn getur verið auðveldara að koma sér á framfæri hér á landi, sökum smæðar sam- félagsins," segir þessi unga og metnaðar- fulla kona að lokum. 8

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.