Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 8

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 8
Anna Guðlaugsdóftir Ingibjörg Guðlaugsdóttir „Ég valdi ekki básúnuna, af tilviljun var hún eina hljóðfærið sem mér bauðst að spila á í Skólahljómsveit Kópavogs", segir lngibjörg aðspurð um hvers vegna hún hafi valið að læra á einmitt þetta hljóð- færi. „Eins og flestar aðrar stelpur vildi ég spila á klarinett eða flautu og ætlaði að skipta seinna en mér ifkaði svo vel að læra á básúnu að ég hélt því áfram og hef svo sannarlega ekki séð eftir því." Ingibjörg hóf að læra básúnuleik 13 ára gömul og hefur nú spilað á básúnu í ein fimmtán ár. Hún byrjaði í Skólahljóm- sveit Kópavogs undir handleiðslu Björns Guðjónssonar og Össurs Geirssonar og gekk síðan í Tónskóla Sigursveins og út- skrifaðist þaðan 1995. Eftir það lá leið hennar til Svíþjóðar þar sem hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Gautaborg og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 2000. Hún var svo gestanemandi í eitt ár við Det Kongelige Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og býr nú og starfar í Gautaborg. ingibjörg er í dag eini íslenski kvenkyns básúnuleikarinn sem hefur lokið sérhæfðu framhaldsnámi í básúnuleik og er talin meðal fremstu básúnuleikara íslendinga. „Það var nokkuð óalgengt hér áður að kon- ur spiluðu á stærri blásturshljóðfæri en það virðist nokkuð vera að breytast, t.d. eru margar íslenskar stelpur sem spila á horn," segir Ingibjörg. „Oft fæ ég ég undr- unarviðbrögð frá fólki þegar ég segi því að ég sé básúnuleikari, það hefur færst í auk- ana frekar en hitt með árunum." Ingibjörg hefur leikið með hljómsveit- um og kammerhópum hér á landi, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hef- ur einnig haldið einleikstónleika hér á landi, þar má nefna Sumartónleikana seinasta haust og hún kom hingað til lands nú í sumar og hélt tónleika með Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara, bæði í Reykjavík og í Mývatnssveit. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila og einnig að sjá hvað er að gerast í klassísku tónlistarsenunni á íslandi. Ég sé þó ekki fram á að flytja heim á næst- unni þar sem það eru engar stöður á lausu fyrir mig og manninn minn, sem er hornleikari, hérna heima. Á hinn bóginn getur verið auðveldara að koma sér á framfæri hér á landi, sökum smæðar sam- félagsins," segir þessi unga og metnaðar- fulla kona að lokum. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.