Vera - 01.12.2001, Side 22
Fœdingarorlof feðra
held [sað sé hárrrétt hjá honum og tel að þessi lög séu
á undan fólkinu í landinu. Hversvegna? Ég ætla að
reyna að útskýra það með reynslusögu okkar hjóna.
Að vera óskertir foreldrar
Frá þvf að þarnið var 0-6 mánaða vann ég ekkert.
Pabþinn vann stutt verkefni og var því meira að heiman
en ég sem tók sængurleguna mjög hátíðlega og varði
hún í fimm vikur. Að þeim liðnum fór ég að klæða mig
daglega. Áður en ég varð léttari var ég þó búin að
skipuleggja eitt og annað til að gera á meðan barnið
væri svo lítið að það svæfi allan daginn. Ég sá fram á
mikinn tíma sem ég yrði að drepa. Það var misskiln-
ingur, eins og allir foreldrar vita. En vegna fyrri
ráðstafana mætti ég til dæmis alltaf í Háskólann tvo
morgna í viku. Þá fékk Óskar tækifæri til að vera einn
með dóttur okkar og bjarga sér. Einhvernveginn varð
það nefnilega þannig að væri ég nærstödd, þóttist ég
alltaf vita betur en hann. Af þeim sökum var öllum í
fjölskyldunni nauðsynlegt að upplifa stundir þar sem
móðirin var ekki heima. Ekki langaði mig alltaf út í
kaldan morguninn þegar hvítvoðungurinn lá sem helg
vera í rúminu. En ég held að innst inni hafi ég vitað að
þetta voru gagnlegar stundir. Ég komst í snertingu við
annað fólk og sá að samfélagið hélt áfram að virka, þó
minn heimur hefði umhverfst, og Óskar og Matthildur
fengu frið fyrir hinni fyrirferðarmiklu móður.
Eftir að sex mánaða fæðingarorlofi lauk tók við
tímabil sem einkenndist af því að við reyndum að
skiptast á að taka að okkur verkefni. Það var ansi mikið
púsl og stundum finnst mér eins og dagurinn hafi
hreinlega farið í að skipuleggja hver ætlaði að passa
hvenær og hver mundi svo sækja hvern hvar. Á þessum
tíma lærðum við þó mikilvæga lexíu, en við lærðum að
segja nei við atvinnutilboðum, en eins og allir vita
gengur það í þverbága við allt sem manni hafði áður
verið kennt og hugmyndir manns um vinnuna sem
hina einu sönnu íslensku dyggð. Ef tveir einstaklingar
með óskerta starfsorku ætla sér jafnframt að vera
óskertir foreldrar barns, þarf eitthvað undan að láta.
Vinnan var skorin við nögl en barnauppeldi sett í for-
grunn. Fjárhagslega gekk þetta upp því lífsstíllinn hafði
breyst töluvert eftir að Matthildur fæddist; við fórum
til dæmis minna á veitingahús og bari og svo notuðum
við bílinn minna, en gengum meira um með barnið í