Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 23

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 23
Það sem var erfitt fyrir okkur var að gefa skít í upphafningu vinnumarkaðarins og reyna að iita á barnauppeidi sem merkilegt og göfugt starf. Þetta er enn í dag þó nokkuð erfitt vegna þess hve samfélagið er brjólæðislega vinnumiðað. vagninum. Við snerum baki við maximalisma, sem tíðkast mjög f okkar menningu, og tókum upp minimalískan lífsstíl. Ein ákvörðun, sem við tókum strax í upphafi var að setja barnið ekki f fasta pössun eða vistun af þeirri einföldu ástæðu að við töldum að enginn væri heppilegri til að annast barnið okkar en við sjálf. Þetta kann sumum að þykja gamaldags viðhorf en hvað um það. Við vildum fyrst og fremst bera ábyrgð á uppeldi hennar og velferð, allt annað, eins og vinna og áhugamál var seinna í for- gangsröðinni. Nú eru einhverjir farnir að sjá ofstæki í aðferðunum, en ég fullyrði að við höfum aldrei ætlað okkur að fórna lífi okkar algerlega fyrir fram- lenginguna af sjálfum okkur. Slfkt hlýtur að enda með ósköpum ef barnið fer einhverntíma að heiman. Það sem var erfitt fyrir okkur var að gefa skít í upphafningu vinnumarkaðarins og reyna að líta á barnauppeldi sem merkilegt og göfugt starf. Þetta er enn í dag þó nokkuð erfitt vegna þess hve samfélagið er brjálæðislega vinnumiðað. Að vera heimavinnandi er annars flokks Eftir að hafa verið í eitt ár heima með Matthildi, snerist dæmið við og við hjónin ákváðum að Óskar yrði þá heimavinnandi en ég færi aftur að vinna. Auðvitað fannst mér gott að fá hlutastarf í mínu fagi, en aðalkosturinn við þessa tilhögun var að þá kæmist Óskar í þá stöðu að vera heimavinnandi. Ekki það að hann hefði beðið þess með óþreyju, heldur var komið að tækifæri til að reyna jafnrétti í reynd. Óskar var líka alveg til í þetta, sá fyrir sér náðuga daga við ýmislegt heimilisföndur og sam- vistir við þetta yndislega barn. Fljótlega uppúr þessu fór ég að taka eftir því að samfélagið brást öðruvísi við honum, þegar hann lýsti því yfir að vera heimavinnandi, en mér þegar ég gerði það sama. Þegar ég sagðist vera bara heima, fékk ég mikinn stuðning og skilning, fólk var uppörvandi, talaði um hvað það væri mikilvægt að missa ekki af þessum dýrmæta tfma á meðan börnin eru lítil og svo sagði það allt að því hughreystandi: „Þú getur alltaf farið út á vinnumarkaðinn seinna." Þegar svo Óskar var allt í einu orðinn heima- vinnandi, var viðmótið allt annað og þá skipti ekki máli hvort um er að ræða gamla karla, jafnréttis- sinna eða afturhaldsgeggi. Allir voru slegnir yfir því að þessi maður, sem hafði átt ágætan starfsframa, hefði snúið bakinu við honum til að vera heima- vinnandi. Það spurði gjarnan hvort hann væri ekki að vinna líka og hvort hann væri bara heima af því að það væri ekkert að gera í bransanum. Þetta viðmót lýsti að mínu mati ákveðinni goggunarröð sem er svo samgróin okkar samfélagi að við erum löngu hætt að taka eftir því. Vinnan sftaI vera í fyrs- ta sæti, a.m.k. hjá karlmönnum. Það er í stuttu máli þannig að þau sem eru heimavinnandi eru annars flokks, þau taka ekki þátt í þeirri verðmætasköpun sem er mest metin í okkar samfélagi, en hún snýst um mælanleika og peninga. Þau sem eru útivinnandi eru tegund sem samfélagið samþykkir, þau eru með í hringiðunni og samþykkja það gildismat sem er ofan á í samfélag- inu. Af þessum sökum hlýst tvennt slæmt: 1. Það er alltof mikið af heimilum í þessu samfélagi sem rekast illa og eru algerlega laus við þá festu og öryggi sem ekki bara börnin þurfa, heldur líka full- orðnir. 2. Karlmenn fælast heimilið, frekar en konur, vegna viðja vanans og neikvæðs viðhorfs til heimavinnandi fólks almennt. Virðing fyrir starfi móðurinnar Ég er ekki að segja með þessu að konurnar eigi að fara aftur inná heimilin, ekki heldur að karlarnir eigi að láta konunum eftir að vinna og vera sjálfir heima. Ég vil hinsvegar að það sé borin virðing fyrir þeim sem kjósa að gera heimilið að sínum vinnu- stað. Og fyrst ég er byrjuð að tala um virðingu lan- gar mig að rifja upp orð mikilsmetins eldri ritstjóra sem varð á vegi mínum um daginn. Ég var eitthvað að spyrja hann hvort hann hefði sinnt börnum sínum mikið. Hann kvað nei við því en bætti við að samt sem áður væri sonur hans mikill pabbi og eyddi góðum tíma með börnum sínum. Ég lýsti undrun minni og sagðist halda að fyrirmyndir væru svo mikilvægar í þessu sambandi. Þá sagði hann, nei, góða mín það er virðing sem er mikilvægust í þessu sambandi.: Virðingin fyrir móðurinni og hennar starfi smitar út f allt umhverfið. Það væri bót í máli ef heimilisvinna og barna- uppeldi væru bara metin sem nauðsynleg og háleit störf. Ég er ekkert viss um að heimavinnandi fólk fengi uppreisn með því að vera á launum frá hinu opinbera. Ég held að hugarfarið skipti hér meira máli. Og til að það breytist þarf hver og einn að muna að það eru til fleiri gildi en hin efnahagslegu og mælanlegu. Líklega rúmast þessi hugsun mín best í alþekktum ljóðlínum skáldsins: Því ftvað er auður afl og fiús, ef engin jurt vex í þinni ftrús? Flutt ÍReykjavík 12. nóvember 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.