Vera


Vera - 01.12.2001, Side 24

Vera - 01.12.2001, Side 24
Njótum þess ad vera med börnunum okkar Ég er fæddur í Stykkishólmi 1966 og er skip- stjóri hér í Hólminum. Konan mín heitir Helga Sveinsdóttir og er kennari við Grunnskólann hér í bæ. Þegar maður er beðinn að halda erindi um reynslu sína af fæðingarorlofi ó fundi fer maður óneitanlega að velta fyrir sér hvernig maður eigi nú að koma því fró sér sem móli skiptir. Eg ókvað því að tala um reynslu mína af fæðingu og uppvexti drengj- anna minna en ég er faðir þriggja drengja. Sá fyrsti er fæddur f september 1994, sá næsti í mars 1996 og sá yngsti í febrúar 2001. Þegar Benedikt, sá elsti, fæddist var ég stýrimaður á bát í dagróðrum, á skel hér í Sykkishólmi, en samhliða þvf var ég einnig í vélstjórnarnámi öllum stundum sem ég hafði aflögu þetta haust. Síðan tóku við róðrar þar sem ég var mikið úti á sjó. Það fór því svo að umönnun þess nýfædda var nánast eingöngu á herðum móðurinnar fyrst um sinn. Þetta fannst mér hafa þau áhrif að ég átti í erfið- leikum með að mynda það nána samband við barnið sem ég hefði viljað, a.m.k. fyrsta hálfa árið. Þetta gekk svo langt að einhverju sinni þegar ég var einn heima með barnið gekk mér svo illa, barnið grét og lét öllum illum látum, að á endanum setti ég barnið frá mér inn í rúm og hækkaði vel í sjónvarpinu meðan ég var að ná mér niður. Við áttum sem betur fer eftir að ná betur saman en það fannst mér þó ekki gerast af alvöru fyrr en um það leyti sem drengur tvö fæddist. Þá háttaði svo til að ég hafði nýlokið skelvertíð. Skipið sem ég var þá orðinn skipstjóri á var í slipp og ég gat því verið laus við og hafði góðan tíma. Meðan konan lá sængurleguna vorum við feðgar einir heima að dúlla okkur og einnig eftir að konan kom heim með dreng tvö gat ég gefið þeim eldri góðan tíma, sem mér fannst mjög mikilvægt því hjá honum urðu einnig miklar breytingar, sem meðal annast fólust í því að móðirin hafði nú minni tíma aflögu fyrir hann. Við dreng tvö, sem heitir Eyþór, átti ég mun auðveld- ara með að ná sambandi og vil ég meina að það helgist fyrst og fremst af því að ég hafði rýmri tíma með honum og var meira einn með honum strax eftir fæðingu . Óska skips órss í Sty Nú, síðan þegar þriðji drengurinn, sem heitir Sveinn Ágúst, fæðist er ég á miðri netavertíð og ætlaði ekki að taka fæðingarorlofið fyrr en um sumarið og hefði því ekki verið mikið heima ef forlögin hefðu ekki gripið inní en langt sjómannaverkfall skall á og síðan þar á eftir tók ég fæðingarorlofið, plús smávegis af sumarfríi. Þannig gafst mér góður tími til samvista við þann nýjasta og einnig með fjölskyldunni. Enda er það þannig í dag að hann gerir ekki mikið upp á milli okkar foreldranna. Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með hið nýja fæðingarorlof. Það var kominn tími til að breyta þessu og maður finnur fyrir hugarfarsbreytingunni sem orðin er. Til dæmis var það svo þegar systir mín fæddist að faðir okkar var vélstjóri á skipi sem Hafrannsóknastofn- un gerði út til síldarleitar norður í höfum. Hann sá ekki systur mína fyrr en hún var þriggja vikna gömul og það þótti svo sem ekkert óeðlilegt í þessari starfsstétt þá. Fyrir sjómann eins og mig og okkar börn mun það vafa- lítið skipta miklu máli að við getum verið nálægir sem mest meðan börnin eru að stíga sín fystu spor. Ég tek oft eftir því þegar ég hef verið lengi í burtu hvernig strákarnir hafa fært traust sitt yfir á móðurina þegar ég var í burtu og það tekur oft smá tíma að komast inn aft- ur. Maður er til dæmis ekki óvanur að heyra spurningar sem er beint til móðurinnar: „Mamma ætlar pabbi að koma með í sund?" þó maður sitji kannski við hlið hennar þegar spurt er!! Að síðustu vil ég lýsa andúð minni á þeim hugmyndum sem komu upp í þjóðfélags- umræðunni um daginn að gengið verði lengra í því að foreldrar geti fært sína orlofsmánuði yfir til makans þannig að fæðingarorlofið komi aðeins í hlut annars for- eldris. Feður - njótið þess að vera með börnunum ykkar.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.