Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 28
Elísabet Þorgeirsdóttir 0* fremdarástand skapaðist á mörgum sjúkrastofn- unum í landinu þegar langlundargeð sjúkraliða þraut og þær gripu til aðgerða í byrjun október eftir að samningar höfðu verið lausir síðan 1. nóvem- ber í fyrra. Verkfallsaðgerðirnar höfðu veruleg áhrif á starfsemi margra sjúkrastofnana og einnig kom það illa við starfsemi Landspítalans að um 100 sjúkraliðar hættu þar störfum 1. október vegna of lágra launa. Allir vissu að semja varð við sjúkraliða og því er erfitt að skilja að svona langan tíma og heiftúðugar aðgerð- ir hafi þurft til þess eins að fá viðurkenningu á því að sjúkraliðar höfðu dregist verulega aftur úr öðrum stétt- um. Þetta gerðist þrátt fyrir að vitað sé að um 1000 sjúkraliða vantar til starfa í landinu og að nýliðun í stéttinni er mjög lítil. Skyldi skýringin vera sú að þarna er um að ræða kvennastétt í umönnunarstarfi? í þessari erfiðu deilu stóð Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins fremst í flokki og vakti at- hygli fyrir skörungsskap og þrautseigju. Hún gafst ekki upp, þrátt fyrir mikinn þrýsting og erfiðar aðgerðir, og þann 21. nóvember náðist samningur við fjármálaráðu- neytið og nær allar sjúkrastofnanir landsins sem felur í sér möguleika á umtalsverðum kjarabótum. Þegar Krist- ín er beðin að rifja upp aðdraganda þessarar erfiðu kjaradeilu getur hún ekki annað en sett út á vinnubrögð ríkisins en samkvæmt lögum er samið um viðræðuá- ætlun áður en samningar renna út og er mikil vinna lögð í gerð hennar en hún er síðan marklaust plagg. Vfða erlendis er það hins vegar svo að ef ekki hefur tekist að semja áður en samningar renna út, og ekki hefur verið ákveðið að fara f verkfall, fer málið í gerðar- dóm og báðir aðilar missa samningsréttinn. „Eftir að samningarnir runnu út 1. nóvember 2000 margbáðum við um fund með samninganefnd ríkisins til að leggja fram kröfugerð okkar en því var aldrei svarað. Ég gat loks komið kröfugerðinni f hendur formanns samninga- nefndarinnar í janúar, sfðan heyrðist ekkert frá þeim, við vorum aldrei boðaðar til fundar. f apríl, þegar engin gögn höfðu borist frá samninganefndinni né önnur samningaviðleitni sýnileg, ákváðum við að vísa málinu til rfkissáttasemjara. Okkur barst sfðan tilboð frá samn- inganefndinni í ágúst en höfnuðum því, enda var þar á engan hátt reynt að koma til móts við okkar kröfur. Bilið milli grunnlauna sjúkraliða og annarra stétta hafði breikkað mikið undanfarin misseri, þau voru 80% af launum hjúkrunarfræðinga 1994 en voru komin niður í 65%. Við urðum því að ná gagngerum breytingum á okkar kjörum núna, það má segja að um framtíð stétt- arinnar hafi verið að ræða," segir Kristín. W ður en lengra er haldið biðjum við Kristínu að segja okkur svolítið af sjálfri sér. Hvaðan fékk hún þetta úthald og þessa þrautseigju? „Þann eiginleika, að gefast ekki upp, hef ég líklega fengið frá móður minni því ég fylgdist með henni berjast áfram, gefast ekki upp, þegar hún varð ekkja með sex börn, 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.