Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 32
Kristín Á. Guömundsdóttir
„Okkur tókst að laga hlut okkar
verulega. Ég er tiltölulega sátt en
við eigum enn eftir að fá niðurstöð-
ur úr kjararannsóknanefnd opin-
berra starfsmanna sem leggur reglu-
lega mat á kjör okkar. Nýja launa-
kerfið byggist á vinnustaðasamning-
um og við lögðum áherslu á að
skrifa ekki undir miðlæga kjara-
samninginn við fjármálaráðuneytið
fyrr en vinnustaðasamningarnir
væru í höfn. Við vissum að það gæti
tekið marga mánuði að ná samning-
um við alla vinnustaðina ef við
skrifuðum undir. Þannig nýttum við
okkur þann þrýsting sem búið var
að skapa með verkfallsaðgerðunum.
Það var því gripið til þess ráðs að fá
forstjóra allra sjúkrahúsa og heil-
brigðisstofnana að samningaborð-
inu hér í Reykjavík f stað þess að ég
þyrfti að eltast við þá út um allt
land. Við lukum því margra mánaða
vinnu á fjórum sólarhringum með
því að semja við all flestar stofnanir.
Það var mjög ánægjulegt. Kjara-
samningur okkar nær til 19 sjúkra-
húsa og heilsugæslustöðva og 17
sjálfseignarstofnana sem reka elli-
og hjúkrunarheimili."
Kristín segir að meðallaunin
komi til með að hækka veru-
lega en erfitt sé að nefna pró-
Það hlýtur að vera í verkahring heilbrigðis- og menntamálaróðuneyt-
anna að vinna að því að stéttin leggist ekki niður. Við eigum ekki að
þurfa að eyða orku okkar í það, ofan á það að verja eigin kjör.
Staðreyndin er sú að kjarninn í sjúkraliðastéttinni eru eldri konur og
margar þeirra eru orðnar öryrkjar af of miklu vinnuálagi
sentutölu því launahækkanirnar
komi misjafnt út. Ljóst er þó að það
tókst að hækka byrjunarlaunin úr
um 89.000 kr. í 119.000 kr., eða um
30.000 krónur. „Með þessum samn-
ingi voru lagðar niður allar gömlu
skilgreiningarnar á launaflokkum og
tekið upp kerfi sem byggir á starfs-
lýsingum en eftir er að raða sjúkra-
liðum inn í það. Þar verður fram-
gangskerfi þar sem hver sjúkraliði er
metinn fyrir sig og teknir inn þættir
eins og námskeið, starfsaldur, sér-
hæfing o.fl. Því er erfitt að segja á
þessu stigi hver launahækkunin
verður hjá hverri og einni."
Sjúkraliðar sem hafa sótt nám-
skeið sem boðið er upp á, t.d. í Ár-
múlaskóla, hafa bætt við sig mennt-
un sem þeim finnst oft að ekki sé
metin sem skyldi í starfi þeirra inni
á sjúkrahúsum. Kristín segir að þeg-
ar eins mikill skortur sé á sjúkralið-
um og hjúkrunarfræðingum og raun
ber vitni verði stjórnendur stofnan-
anna að hugsa málin upp á nýtt og
svara þvf hvernig nýta eigi starfs-
krafta þessara stétta. „Ég tel að
endurhugsa þurfi vinnufyrirkomu-
lagið inni á sjúkrahúsunum og finna
leiðir til að nýta fólk sem best. Það
gæti t.d. verið of dýrt að nota hjúkr-
unarfræðing með fjögurra ára há-
skólanám í ýmis störf sem sjúkra-
liðar geta unnið og hafa menntun
til. Nú mun fara af stað vinna inni á
sjúkrahúsunum þar sem ýmis mál
verða endurskoðuð og þar munum
við sjúkraliðar fá að hafa áhrif, ef
staðið verður við það sem okkur
hefur verið lofað."
Að lokum ræðum við um framtíð
sjúkraliðastéttarinnar en þar eru
mörg hættumerki á lofti. Allt of lítil
nýliðun hefur átt sér stað en Kristín
bendir réttilega á að það sé ekki
vandamál sem sjúkraliðar eigi að
semja um í kjarasamningum. „Það
hlýtur að vera í verkahring heil-
brigðis- og menntamálaráðuneyt-
anna að vinna að því að stéttin
leggist ekki niður. Við eigum ekki að
þurfa að eyða orku okkar í það, ofan
á það að verja eigin kjör. Staðreynd-
in er sú að kjarninn í sjúkraliða-
stéttinni eru eldri konur og margar
þeirra eru orðnar öryrkjar af of
miklu vinnuálagi. Afföllin eru mikil
þegar þær komast yfir ákveðinn ald-
ur. Annað, sem er líka alvarlegt um-
hugsunarefni, er að ungt fólk sem
hefur lært til sjúkraliða skilar sér illa
út á vinnumarkaðinn. Launin hafa
verið svo lág að það fer í önnur
störf að loknu námi. Öll þessi mál
hlýtur að þurfa að skoða af mikilli
alvöru ef við ætlum að geta mannað
sjúkrahúsin í framtíðinni," sagði
Kristín Á. Guðmundsdóttir að lokum.
32