Vera


Vera - 01.12.2001, Síða 40

Vera - 01.12.2001, Síða 40
 Mér fannst ómöguíegf annað en að ■ stúdentasöngurinn Gaudiamus igitur væri sunginn ó máli beggja kynja og fékk því framgengt með frekju. Þegar sungið var: „Kætumst með- an kostur er / knárra sveinaflokkur" var laglínan endurtekin og sagt: „Kætumst meðan kostur er / knárra meyjaflokkur." Aðalheiður var ekki nema þriggja óra þegar hún var farin að spila stef ó píanóið. Hún er nýlega flutt í fallega íbúð við Ægisíðu og finnst að hún sé komin heim. Þaralyktin þegar hún kemur út á morgnana og sjórinn í ýmsum tilbrigðum gerir það að verkum og henni finnst gott að heyra í veðrinu eins og oft hefur gerst síðustu vikur. Svo er stutt að fara út að skokka meðfram sjónum þegar tæma þarf hugann. Þegar ég lít til Aðalheiðar einn morguninn þarf hún nokkrum sinnum að fara í sím- ann til að ræða við Svenna upptöku- mann sem er að leggja lokahönd á frá- gang fyrstu plötunnar sem kemur út með 4KLASSISKUM en Aðalheiður er ein þeirra, ásamt söngkonunum Björku (ónsdóttur, Jóhönnu Þórhallsdóttur og Signýju Sæmundsdóttur. Svo er hringt frá kvennakór Garðabæjar sem vill fá hana til að spila undir á tónleikum. Desembermánuður er annasamur, þá eru jólatónleikar og jólaskemmtanir en þegar þeirri vertíð lýkur ætlar Aðalheið- ur að stinga af til Kristjönu systur sinn- ar í Normandí í Frakklandi og vera þar yfir jólin. Hún verður þó komin heim til að spila í jólamessu Kvennakirkjunnar 29. desember og svo á að fara noður á Húsavík um áramótin. Þar er hún fædd og uppalin og þar býr Ásgerður systir hennar en bróðirinn |ón Gunnar fyrir sunnan. Móðir hennar, Lára Gunnars- dóttir, sem lést árið 1994 langt um aldur fram, var frá Flatey á Skjálfanda og faðir hennar Þorsteinn Jónsson frá Kópaskeri, en hann býr nú á Akureyri. Árið sem er að líða hefur verið við- burðaríkt í lífi Aðalheiðar. Hún og sam- býlismaður hennar til átta ára, Örn Arn- arson söngvari, slitu samvistir, hún hætti störfum á íslenskri Tónverkamið- stöð þar sem hún hafði unnið álíka lengi og ákvað loks að lifa af tónlistinni. „Standa með sjálfri sér," eins og hún segir. Og hvernig hefur það gengið? „lú, þetta hefur verið mjög skemmti- legt. Verkefnin eru svo fjölbreytt að mér dugar varla sólarhringurinn. Ég hef haft meira en nóg að gera sem píanóleikari og svo er ég að leika mér að læra á harmoniku f frístundum. Mig hefur lengi langað að ná tökum á því hljóðfæri og fæ fína æfingu með því að hitta Wilmu Young og spila með henni polka og ræla. Hún er eld- fjörugur fiðluleikari frá Hjaltlandseyjum með góða tilfinningu fyrir þjóðlagatón- list. Ég er líka að þjálfa mig f söng og syng með kammerkórnum Schola cantorum sem tengist Hallgrímskirkju. Ég sæki söngtíma hjá vinkonu minni, dr. Þórunni Guðmundsdóttur, og borga með því spila fyrir hana þegar hún þarf á að halda en hún er nú að koma á fjal- irnar óperu eftir sjálfa sig hjá áhugaleik- félaginu Hugleik. Þetta eru fín vinnu- skipti," segir Aðalheiður á sinn glettna, norðlenska hátt og bætir við að henni hafi alltaf þótt best að læra tónlist með því að spila með öðru fólki. En hvernig byrjaði allt þetta tónlistarlíf? „Þetta byrjaði í bernsku minni. For- eldrar mínir keyptu píanó fyrir systur mínar sem eru níu og fjórtán árum eldri en ég. Ég var mjög ung þegar ég klifraði upp á útsaumaða píanóstólinn til að geta komið við nóturnar og það var víst talsvert snemma sem út úr því fikti heyrðist laglína. Mamma sagði að ég hafi verið rúmlega þriggja ára þegar hún heyrði stef frá mér. Þetta þróaðist síðan upp í leik með systrum mínum sem létu mig snúa mér við, svo ýttu þær á nótu á píanóinu og ég átti að þekkja hana og tókst það yfirleitt. Ég man sjálf ekki annað en að hafa getað spilað eftir eyr- anu þá tónlist sem ég heyrði og fannst áhugaverð í útvarpinu. Það voru yfirleitt dægurlög þess tíma. Ég hafði auðvitað svo litlar hendur að ég náði ekki áttund en ég gat pikkað stefin með fingrunum. Svo fór ég í Tónlistarskólann á Húsavík, sex eða sjö ára, og fannst það mjög spennandi og virðulegt. En á þessum árum voru gamaldags kennsluaðferðir viðhafðar og mörg þeirra sem byrjuðu með mér hættu. Ég hugsaði líka stund- um um að hætta en þorði það ekki vegna mömmu sem var ströng og hefði tekið það illa upp. Ég hélt í raun áfram að spila eftir eyranu, var ekkert mjög dugleg að læra nótur. Ég hlutsaði bara á kennarann og lærði lögin. Mér fannst mjög gaman að koma fram opinberlega og sá fyrsti sem ég kom fram með var Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Þá var hann líklega 6 ára og ég 8 ára, í síðum kjól með slaufur í hárinu." Á unglingsárunum segir hún að oft hafi verið erfitt að halda það út að vera í tónlistarnámi. Þá kom fram streita við að spila opinberlega og það var ekki f tfsku að læra á hljóðfæri, þótti létt lum- mó. Þegar hún fór svo f Menntaskólann á Akureyri valdi hún mála- og tónlistar- braut og stundaði nám við Tónlistar- skólann á Akureyri hjá Kristni Erni Krist- inssyni þar sem hún lauk sjöunda stigi í píanóleik. „Ég var fyrsta stelpan í MA sem fékk embætti konstertmeistara, þ.e. þess sem spilar undir á sal. Sjálfstæði kvenna hefur alltaf verið mér ofarlega í huga. Þeirri hugsun kom móðir mín inn hjá mér, t.d. hvað varðar möguleika á starfi. Hún brýndi fyrir mér mikilvægi þess að vera fjárhagslega sjálfstæð og taldi í starfsvali að ég ætti að geta allt það sama og strákar. Ég er stolt af að hafa rofið þá hefð f MA að aðeins strák- ar spiluðu á sal. Mér fannst ómögulegt annað en að stúdentasöngurinn Gaudi- amus igigtur væri sunginn á máli beggja kynja og fékk því framgengt með frekju. Þegar sungið var: „Kætumst meðan kostur er / knárra sveinaflokkur" var lag- línan endurtekin og sagt: „Kætumst meðan kostur er / knárra meyjaflokkur." Við útskriftarathöfn mína lék ég ásamt skólabróður mínum, Óskari Einarssyni tónlistarmanni, sem lék á saxófón. Við tókum svo að okkur að endurvekja kór Menntaskólans veturinn eftir en þá bjó ég áfram á Akureyri. Ég átti að mörgu leyti skemmtilegan tfma á Akureyri því þar kynntist ég leikhúslífi sem heillaði mig mjög mikið. Ég starfaði bæði með Leikfélagi Akureyrar og leikfélagi menntaskólans og eftirminnilegust er vinnan við Fiðlarann á þakinu hjá LA, undir stjórn Magnúsar Blöndal lóhanns- sonar, þar sem ég spilaði á pfanó og synthesizer. Ég skynjaði sterkt töfra leik- húsheimsins og var jafnvel að hugsa um að læra hljóða- og Ijósavinnu í leikhúsi. Ég lét nú reyndar ekki verða af því og það tók mig talsverðan tíma að finna mína leið þegar ég kom til Reykjavíkur 1989. Ég hélt áfram píanónámi en gerði mér grein fyrir því að einleikaranám hentaði mér ekki. Mér finnst svo miklu skemmtilegra að starfa með fólki, átti erfitt með að stija ein og æfa mig

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.