Vera - 01.12.2001, Side 41
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
*
tímunum saman. Ég var að hugsa um
að fara í Háskólann, í bókasafnsfræði
eða sagnfræði, en vildi fyrst sjá hvort ég
fyndi leið innan tónlistarinnar og fór í
tónfræðideild Tónlistarskólans f Reykja-
vík, sem er nám á háskólastigi. Ég sé
ekkert eftir því, lærði nytsamleg vinnu-
brögð, t.d. í hljómfræði hjá Guðmundi
Hafsteinssyni. En það bjargaði mér al-
veg fyrsta árið að ég fór í Háskólakórinn
þar sem ég kynntist frábæru fólki og þar
söng ég í nokkur ár. Prófi í tónfræði-
deildinni lýkur annað hvort með því að
nemendur semja tónverk eða skrifa rit-
gerð. Ég ákvað að reyna að semja tón-
verk og valdi ljóð eftir rússneska ljóð-
skáldið Önnu Akmatovu, mjög drama-
tískt. En ég komst ekkert áfram með
þetta. Það er svo mikil tónlist í höfðinu
á mér að ég var alltaf hrædd um að ég
væri að stela frá öðrum, svo ekki varð ég
tónskáld. Ég fór svo að vinna á íslenskri
tónverkamiðstöð 1992 og ákvað síðan
að hætta við tónverkið og skrifa ritgerð
um dr. Victor Urbancic. Henni lauk ég
veturinn 1997 til 1998. Á Tónverkamið-
stöðinni lærði ég margt um útgáfumál,
umfang verka íslenskra tónlistarmanna
og um gagnagrunns- og upplýsingamál.
Mér datt meira að segja í hug að fara að
læra um útgáfu- og upplýsingamál í
tónlist. Ég var sem sé að velta ýmsu
fyrir mér áður en ég ákvað loks að prófa
sjálfstæða tónlistarvinnu.”
Kannski var ástæðan fyrir því að
Aðalheiði tókst ekki að semja
tónverkið sú að hún fékk næga
útrás fyrir sköpunarþörfina annars stað-
ar. Hún var alltaf að spila og í því er
mikil sköpun. Fljótlega eftir að hún kom
til Reykjavíkur rauf hún eitt karlavígið
enn með þvf að taka að sér að spila
dinnertónlist á veitingahúsum og í
veislum, spilaði m.a. á veitingahúsinu
Arnarhóli.
„Svona spilamennska er mikill karla-
heimur en ég vildi sýna öðrum stelpum
að þetta væri hægt," segir hún um
þennan hluta tónlistarferilsins og bætir
við að hún hafi lært djasshljómfræði á
Akureyri og djasspíanóleik í tónlistar-
skóla FÍH. Að spila djass byggist mikið á
því að þora að impróvísera og þar eru
strákar oft frakkari en stelpur, þær eru
harðari við að ritskoða sjálfar sig. Það
skiptir líka máli að leyfa sér að gera
mistök og aðalatriðið er að njóta þess
sem maður er að gera.
Á þessum árum kynntist Aðalheiður
Margréti Pálmadóttur, stofnanda
Kvennakórs Reykjavíkur, og þar með
hófst þátttaka hennar í tónlistarstarfi
kvenna, en eins og kunnugt er varð mik-
il sprenging í þátttöku kvenna í kóra-
starfi með brautryðjendastarfi Margrét-
ar. Kvennnakór Reykjavíkur var stofnað-
ur 1993, sama ár og Kvennakirkjan sem
hefur einnig verið starfsvettvangur Aðal-
heiðar um árabil.
„Það má segja að Magga hafi hent
mér út í 'djúpu laugina', bæði sem und-
irleikara og við að útsetja lög fyrir kór-
ana. Ég á henni mjög margt að þakka.
Aðsóknin var svo mikil að Kvennakór
Reykjavíkur að fljótlega voru stofnaðir
fleiri kórar, m.a. Léttsveitin undir stjórn
Jóhönnu Þórhallsdóttur. Þar hef ég verið
undirleikari frá byrjun og átt mjög gott
samstarf við [óhönnu. í kórnum eru 120
konur og ég hef útsett mikið af lögum
fyrir hann. Einu sinni héldum við t.d.
tónleika með íslenskum dægurlögum en
þar sem ekki voru til kórútsetningar bjó
ég þær til og hef alltaf gert þegar
Léttsveitina hefur vantað lög. Árið 1997
gaf lóhanna út sólóplötuna Flauels-
mjúkar hendur og fékk mig til liðs við
sig, ásamt fyrrum félögum sínum í
Diabolus in musica. Þar kynntist ég
Tómasi R. Einarssyni bassaleikara sem
ég hef unnið mikið með síðan og þarna
urðu fyrstu kynni mín af stúdíóvinnu,
sem mér finnst mjög skemmtileg. Þessi
hópur stofnaði svo hljómsveitina Six
Pack Latino sem lék á dansleikjum og
gaf út geisladiskinn Björt mey og
mambó árið 1999. Við spiluðum aðal-
lega kúbanska tónlist þar sem takturinn
er aðalatriðið en hann er ekki innbyggð-
ur í hausinn á mér. Ég þurfti því virki-
lega að leggja á mig vinnu og æfa mig
til að ná þessu," segir Aðalheiður og
hlær prakkaralega um leið og hún viður-
kennir að hafa ekkert alltaf þurft að gera
svo mikið af því. „Ég syng bakraddir og
spila á píanóið og þurfti að hella mér út
í að spila sóló, svona eins og González
gerir í Bueno Vista Social Club. Það tók
á en var gaman þegar út í það var kom-
ið. Áhugi fyrir tónlist af þessu tagi er
mjög mikill hér á landi og nú erum við
Að spila djass byggist mikið á
því að þora að impróvísera
og þar eru strákar oft frakkari
en stelpur, þær eru harðari við
að ritskoða sjálfar sig. Það
skiptir líka máli að leyfa sér
að gera mistök og aðalatriðið
er að njóta þess sem maður er
að gera.
þrjú saman f Trio Latino, ég, lóhanna og
Tómas R. Við hittumst hér á Ægisíðunni
á morgnana og æfum kúbönsk stef. Að
fá að vinna með Tómasi R. er á við
mörg ár í skóla. Trio Latino kemur fram
í veislum og alls kyns skemmtunum og
stundum hitum við Tómas upp áður en
dívan mætirá sviðið."
Eins og fram hefur komið hreifst
Aðalheiður af töfrum leikhússins
og segir að í starfi sínu sem tón-
listarkona sé leikhúsið henni ofarlega f
huga. Hún nýtur þess að búa til stemn-
ingu með Ijósum og hljóðum og fylla
með töfrum tónlistarinnar. Enn er óget-
ið eins liðar í starfi hennar sem er að
vera píanóleikari og kórstjóri Kvenna-
kirkjunnar. Þar nýtur hún þess að búa til
stemningu og hefur tekist einstaklega
vel, enda má segja að hver messa sé
eins og lítil leiksýning. Létt djassaður
píanóleikur hennar og sú vinna sem
hún hefur lagt af mörkum við að finna
ný lög fyrir Kvennakirkjuna, hefur haft
áhrif en nú bjóða sífellt fleiri kirkjur upp
á kvöldmessur með léttu sniði einu
sinni í mánuði.