Vera


Vera - 01.12.2001, Side 50

Vera - 01.12.2001, Side 50
Kynjakvóti í stjórnmálum sigur eða ósigur fyrir konur? Sigrún Björk Jakobsdóttir Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna snertir öll svið þjóðlífsins og finnst mörgum að hægt hafi miðað. Stjórnmál eru einn vettvangur þar sem þessi barátta er greinilegust og í gegnum tíðina hafa konur átt frekar erfitt uppdráttar í stjórnmálum. Ástæður fyrir því hafa verið nefndar til dæmis að stjórnmál séu sniðin að þörfum karla, áhugaleysi kvenna við að koma sér á framfæri, uppbygging flokkstarfs og valdapýramída innan flokka. Ein lausn sem nefnd hefur verið til að virkja konur betur er jákvæð mis- munun kvenna eða kynjakvóti. Saga fléttulista og kynjakvóta Kynjakvótar í stjórnmálum er norræn hugmynd sem fyrst var hrint í fram- kvæmd á áttunda áratugnum í sveitar- stjórnum í Noregi. Með kynjakvóta er átt við að hvort kyn eigi að minnsta kosti 40% fulltrúa í nefndum og ráðum og öðrum stofnunum flokka. Yfirleitt hafa það verið vinstri og miðjuflokkar sem hafa sett reglur um kynjakvóta. Stefnurnar hafa verið misjafnar, allt frá loðnum fyrirheitum um að leitast verði við að hafa hlut kynjanna sem jafnastan á framboðslistum, til fastmótaðrar stefnu um að hlutur hvors kyns verði aldrei minni en 40% í öllum stofnunum flokksins. Fléttulistar eru þannig upp- byggðir að konur eru settar í annaðhvert sæti á lista. Eina vandamálið sem upp getur komið er að ákveða hver á að vera f efsta sætinu, kona eða karl. ísland sker sig úr meðal Norðurlandaþjóðanna fyrir slakan hlut kvenna í stjórnmálum og er þá sérstaklega horft til ríkisstjórnarþátt- töku þeirra í gegnum árin. Nú eru 37% alþingismanna konur og komust konur fyrst í gegnum hið svokallaða „glerþak" við alþingiskosningarnar 1999. Glerþakið hefur verið miðað við 30%. í núverandi ríkisstjórn voru 4 konur af 9 ráðherrum, þar til Ingibjörg Pálmadóttir lét af ráð- herradómi, og verður það að teljast góð- ur árangur. í opinberum ráðum og nefndum árið 1998 var hlutur kvenna að- eins 22% og kannanir sýna að hefðbund- in verkaskipting karla og kvenna ræður þar enn ríkjum. Karlarnireru í „hörðu" nefndunum og konur í þeim „mjúku". í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar 1993 um aðgerðirtil að ná fram jafnrétti kynjanna var sett fram eftirfar- andi markmið: „Ríkisstjórninni erfalið að ná því markmiði að hlutur kvenna f nefndum á vegum ríkisins verði 30% í lok gildistíma áætlunarinnar. Hér er átt við heildarþátttöku í nefndum á vegum hvers ráðuneytis, en ekki miðað við 30% í hverri nefnd. Þegar leitað er eftir til- nefningu við skipan í opinbera nefnd verði framvegis óskað eftir nafni karls og konu þannig að markmiði þessu verði náð". Við lestur áætlunarinnar vakna óneitanlega spurningar. Af hverju er markið aðeins sett við 30%? Af hverju ekki 50% strax í upphafi? Af hverju er ekki miðað við hlut í hverri nefnd f stað heildarfjölda nefndarmanna á vegum hvers ráðuneytis? I bókinni I gegnum glerþafiið segir Gerd Engman að þetta sé valdatafl. „Það er ekki hættulegt að konur verði 30 prósent ... en þegar þær verða 40 pró- sent eru þær orðnar ógnun." í hefð- bundnum karlanefndum, s.s. landbún- aðarnefnd og hafnarnefnd, er oft sett inn ein kona sem „skrautfjöður" það sama á við í hefðbundnum kvenna- nefndum, s.s. leikskólanefndum, jafn- réttisnefndum o.s.frv., þá er settur inn einn karl sem „skraut". En einn einstak- lingur af hvoru kyni hlýtur að vera ein- angraður og nýtur ekki stuðnings í sín- um baráttumálum. í Gegnum glerþakið kemur einnig fram sú athyglisverða skoðun að það þurfi miklu meira til en að konur verði rúmlega 40% kjörinna fulltrúa. Þær verða líka að vinna saman. Þær verða að sjá sameiginlega hags- muni sína og vinna að þeim þvert á flokkslínur. Þá fyrst verður hægt að tala um konur sem stjórnmálaafl. En vel- gengni í stjórnmálum getur verið kon- um dýrkeypt. Hætta er á að þær tapi eðlislægu kvenlegu mótstöðuafli sfnu. Fléttulistar koma fjölda kvenna inn í pólitíken bjóða líka þeirri hættu heim að konurnar festist í rfkjandi karlveldis- kerfi og verði hluti af þvf, vel tamdar og allar eins. Oft hefur verið gert lítið úr mjúku málunum en þegar konur komust til valda þá urðu þessi mál, sem snúast um að ala upp nýta þjóðfélagsþegna og kynslóðirnar sem erfa landið, að hita- máli. Þannig komu konur af stað samfé- lagslegum umbótum. Eitt besta dæmið um áhrifaríka notkun kynjakvóta var önnur ríkisstjórn Gro Harlem Brundt- land. Hún var mynduð eftir kosningarn- ar í Noregi 1986 og fylgdi reglum um kynjakvóta. Af 18 ráðherrum ríkisstjórn- arinnar voru 8 konur eða 44%. Annað dæmi í þveröfuga átt var fyrsta ríkis- stjórn Margaret Thatcher þegar íhalds- flokkurinn í Bretlandi sigraði í kosning- unum 1979 þar sem hún var eina konan. Kvenforsætisráðherra í stjórn með 22 karlmenn innanborðs. Kynjakvótar ó Islandi íslenskir stjórnmálaflokkar hafa mjög misjöfn markmið um jafnrétti kynjanna. Samfylkingin hefur sett sér þær reglur að hlutfall annars kynsins skuli ekki vera minna en 40% við val í stjórnir og

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.