Vera - 01.12.2001, Page 53
systrum sínum fyrir vikið. Eitt nýlegt
dæmi er hinn margfrægi öryrkjadómur
þar sem hagsmunir og áherslur flokks
voru sett ofar en hið kvenlega um-
hyggjusjónarmið. Annað athyglisvert er
að konur fá bara völd fyrir kosningar -
þá eru þær merkilegar og hafnar upp ti!
skýjanna. Síðan gleymast þær. Þær
verða hluti af kerfinu og jafnvel
samdauna, því þær vantar baklandið -
sterkt bakland kvenna sem styður þær
og hvetur þær til að standa fyrir sínu.
Það sem fælir konur líka frá þátttöku í
stjórnmálum er hve þau eru tímafrek og
langar fundasetur. í Gegnum glerþakið
er orsök þess talin vera sú að stjórnmál-
unum hefur verið stjórnað af miðaldra
körlum sem hafa engar aðrar félagslegar
skyldur - eru stikkfríir á heimilunum og
ráða tfma sínum sjálfir.
Kynjafræðilega meðvitaðir
þingmenn
Að lítt athuguðu máli geta kynjakvótar
virst vera sú töfralausn sem ein getur
aukið hlut kvenna í stjórnmálum og fært
þeim völd. En við nánari athugun stenst
sú skoðun tæpast. Viljum við ekki
manneskjur, konur og menn, sem taka
fullt tillit til beggja kynja og viljum við
ekki pólitík þar sem reynslan sem konur
hafa öðlast nýtist í starfi og sú mann-
Ein kona í karlanefnd getur lítið afrekað en
konur kosnar inn sem hópur geta breytt ein-
hverju. Það hlýtur líka að vera lykilatriði að
virkja fleiri konur til starfa til þess að þær
gefist ekki upp vegna einangrunar.
þekking sem þær hafa umfram karla, al-
mennt, nýtist til góðs fyrir okkur öll?
Þorgerður Einarsdóttir sagði í viðtali
við Morgunblaðið: „Hins vegar held ég
að við séum að nálgast ansi áleitna
spurningu um hvort að ekki skipti máli
hvort þingkonurnar séu kynjafræðilega
meðvitaðar. Enginn vandi er að nefna
hvernig þingmál hafa verið afgreidd frá
þingi eins og þar sætu eintómir karlar.
Með fjölgun þingmanna með kynja-
fræðilega meðvitund ætti breytinga að
fara að verða vart."
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að
það þarf að byrja á grunninum og lfta á
félagsmótun kynjanna og gera þau
„kynjafræðilega meðvituð". Tímabundn-
ar lausnir eins og kynjakvótar leysa ekki
vandamál sem eru þjóðfélagsleg og eiga
upptök í viðhorfum fólksins í landinu.
Kynjakvótar geta tryggt jafnan hlut kynj-
anna en þeir tryggja ekki raunverulegt
jafnrétti kynjanna. f raun eru kynjakvótar
í andstöðu við grunnhugmyndir kven-
réttindabaráttunnar og ósigur fyrir kon-
ur. Konur hljóta að krefjast þess að
verða metnar að verðleikum sínum en
ekki á grundvelli kynsins. Þeirra sjónar-
mið hljóta að verða talin það mikilvæg
að þau þurfi að koma fram og hafa jafn-
vægi á öllum sviðum mannlífsins. Tak-
markið hjá stjórnmálamönnum og kon-
um getur ekki einungis verið það að ná
völdum - það hlýtur að vera takmarkið
að skapa mann- og kvenvænlegt samfé-
lag. Markmið allrar kvennabaráttu hlýtur
að vera aukið frelsi kvenna til að hafa
áhrif á það samfélag sem við lifum f. En
það þarf bæði mjög sterkar konur og
mjög réttsýna, jafnréttissinnaða karla til
að fá meira en bresti í gterþakið því að
jafnrétti er mannanna verk rétt eins og
misrétti kynjanna er mannanna verk.
Höfundur er nemi í nútímafrœðum við
Háskólann á Akureyri.