Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 54

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 54
Þorgerður Þorvaldsdóttir Ég er svo óforskömmuð að ég bý Hl manneskjur Rætt við Steinunni Jóhannesdóttur um Reisubók Guðríðar Símonardóttur Reisubók Guðríðar Símonardótfur - skóldsaga byggð ó heimildum, er hetjusaga Guðríðar, hennar afreka- skró. Bókin fjallar um órin tíu í æfi Guðríðar þar sem hún er hún sjólf. Ekki kona Hallgríms Péturssonar, ekki Tyrkja-Gudda. Hún hefur lent í þessu hræðilega róni og hún hefur lagt sitt af mörkum til þess að kom- ast aftur til Islands. Um leið er þetta saga þeirra tæplega 400 Islend- inga sem hnepptir voru í þrældóm og fluttir til Norður Afríku órið 1627 í Tyrkjaróninu svokallaða. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur gefur heillandi innsýn inn í þennan horfna heim og Guðríður og aðrar persónur sögunnar birtast Ijóslif- andi. Við fylgjum þeim í gegnum hið hræðilega ófall sem rónið var, kynnumst harðræðinu í þrælavist- inni og aðlögun þeirra að nýjum siðum, trúarbrögðum, menningu, mataræði og loftslagi. Lesendur skynja söknuðinn og sorg- ina sem þrátt fyrir allt fylgdi því að yfirgefa hinn framandi heim eftri 9 ára dvöl. Vini sem þau höfðu eign- ast en þurftu að kveðja, íslendinga sem ekki voru leystir út og síðast en ekki síst börn sem ekki fengust keypt úr ánauðinni. Sjálf neyddist Guðríður til að skilja við barnið sitt en sonurinn Sölmundur varð eftir í þrælavistinni. Steinunn fullnýtir þau örfáu brot sem til eru um söguper- sónur í karaktersköpun sinni en sjálf manneskjan er á hennar ábyrgð. Hún vefur frásögn sína inn í lýsingar á vettvangi og hugmyndafræði tfma- bilsins sem hún svo tengir einstök- um samtfmaheimildum um Tyrkjaránið. í lok bókarinnar birtir Steinunn svo sína eigin reisubók en á undanförnum sex árum hefur hún ferðast um sögusviðið og á hverjum stað aflaði hún sér upplýsinga um sögu staðarins á þeim tíma sem Guðríður og hinir íslendingarnir voru þar á ferð. Ennþá gagntekin af bókinni og á valdi frásagnarinnar settist ég niður með Steinunni. Mig þyrsti í að vita meira um veröldina að baki bókinni. Hvað varð til þess að Steinunn heillaðist svo af Guðríði að hún ákvað að eyða sex árum af æfi sinni í að elta þessa konu? „Ég heillast af týndum konum. Það er svo margt falið, gleymt og týnt í sögu kvenna, það er eins og hvert annað skyldustarf að endur- lífga hana. En tilviljanirnar eru margar. Fyrst lék ég hana í Þjóðleik- húsinu, í leikriti séra Jakobs )óns- sonar Tyrkja-Guddu, 1983-84. Fram að því vissi ég ekkert um hana, ég var bara valin til þess að leika þetta hlutverk. Mér fannst þá að mér væri lögð einhver sérstök ábyrgð á herð- ar. Ég fann sterkt fyrir því að þetta var manneskja sem hafði verið til. Guðríður vakti líka forvitni mfna um Norður Afríku og ég fór að spek- úlera í hvað gerðist eiginlega þar. Nokkrum árum síðar var ég beðin um að segja nokkur orð um hana á fundi í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og í framhaldi af því flutti ég um hana opinberan fyrirlestur. Þá kom á daginn að það var undirliggjandi heilmikill áhugi á þessri konu. List- vinafélag Hallgrímskirkju hafði síð- an samband við mig og ég var beð- in að skrifa leikrit um Guðríði. í leik- ritinu Heimur Guðríðar fjallaði ég um viðbrögð konunnar við þeim miklu áföllum sem hún varð fyrir. Tyrkjaránið var hirkalegt áfall og of- beldið skelfilegt sem því var sam- fara. Það var áfall að koma aftur heim og hefja nýtt líf í örbirgð, þola barnamissi, verða fyrir fordómum. Reisubókin fjallar hinsvegar um þessi tfu ár hennar f burtu. Hvað gerðist þar, hvernig var það samfé- lag, hvað lærði hún og í hverju lentu konurnar þar? Það er svo geysilega margt sem er spennadi að rannsaka í sögu Guðrfðar Símonar- dóttur. Þetta er náttúrulega konan sem var lffsförunautur eins af okkar merkustu skáldum, Hallgríms Pét- urssonar, en sagan hefur leyft sér að lftilsvirða konuna hans með grófum hætti. Hún er uppnefnd Tyrkja- Gudda, og maður sér tvírætt glott koma á andlit fólks þegar það nefnir það nafn. Það er ekki hemja að kona sem komin er inn í sögurit og Þess vegna get ég látið Guðríði hnýta teppi við hliðina á ungri stúlku frá Síam og kynnast hol- lenskri konu sem síðar kynnir hana fyrir Rembrandt. Eg hef fullgild rök fyrir þessu. 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.