Vera


Vera - 01.12.2001, Síða 71

Vera - 01.12.2001, Síða 71
Tricia Kreitwan Stelpa é Bók fyrir stelpur sem vilja láta að sér kveða 0T.5, Þörf bók og holl lesning % i Stelpa, stattu á þínu! Tricia Kreitman þýðing: Ragna Sigurðardóttir Salka, 2001 Stelpa, stattu á þínu! er bók fyrir stelpur sem vilja láta að sér kveða, segir á bókar- kápu. Höfundur bókarinnar, Tricia Kreitman, segir f upphafsorðum: „Þessi bók fjallar um raunverulegt fólk sem fæst við raunveruleg vandamál. Það á eitt sameigin- legt: Að vera fast í aðstæðum sem virðast hvorki réttar, þægilegar né öruggar - og engin lausn er í sjónmáli." Bókin spannar vítt svið og segja má að hún eigi erindi til allra kvenna en ekki aðeins unglingsstúlkna og foreldra þeirra, eins og gefið er til kynna á bókarkápu. Hér er komið víða við, fjallað er um samskipti milli unglinga, vinahópinn, þrýsting frá vinum, m.a. varðandi áfengi og kynferðis- mál, muninn á ást og losta, ótímabæra þungun, tilfinningalega kúgun, misnotkun og ofbeldi og í lokin eru tekin saman hag- nýt ráð sem gott er að hafa í huga þegar bregðast þarf við erfiðleikum og taka þarf afdrifaríkar ákvarðanir. Auk þess er aftast í bókinni listi yfir aðila á íslandi sem hægt er að leita til varðandi vandamál sem koma upp. Bókin er byggð upp á raunverulegum reynslusögum sem höfundur bað lesendur nokkurra unglingatímarita að senda sér. Þær eiga það sammerkt að fjalla um van- damál sem eru í eðli sínu öll mjög erfið fyrir þann sem takast þarf á við þau. Höfundurinn fjallar síðan um sögurnar hverja fyrir sig og veltir fyrir sér hvað viðko- mandi söguhetja gerði rangt eða rétt og hversvegna hún brást svona við og leiðir til að bjarga málunum. Kosturinn við byggingu bókarinnar er að lesandinn sér aðstæður frá mismunandi sjónarhornum. Þetta gerir það einnig að verkum að sögurnar eru lifandi og spenn- andi og því auðvelt að halda sér við efnið við lestur bókarinnar. Á það jafnt við unga lesendur og eldri. Lesandi hefur ekki á til- finningunni að verið sé að predika einhliða, heldur er hann sjálfur látinn um að álykta hvaða viðbrögð séu rétt eða röng, hann verður sjálfur þátttakandi með sjálfstæðri hugsun sinni. Stelpa, stattu á þínu! er þörf bók og öllum holl lesning. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar óskar landsmönnum öllum friðsœllar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar um leið og hann kynnir námskeið skólans sem haldin verða í Háskóla íslands á vorönn 2002. Fullorðinsfræðsla kirkjunnar: Viltu læra um lífið? Fjölbreytni Engin heimavinna Engin próf 1 Námskeið um það sem skiptir máli Vald og réttlæti: Námskeið um konur fyrir konur Feminisk guðfræði og siðfræði hefur lengi beint augum að kúgun kvenna og hvernig má berjast gegn henni. Á námskeiðinu er hin feminiska guðfræðiumræða notuð til að varpa Ijósi á hinar kvenlegu dyggðir og hvaða þýðingu þær hafa fyrir konur í okkar þjóðfélagi. Kennari: dr. Sófve/g Anna Bóasdóttir guðfrœóingur Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Upplýsingar á skrifstofu Leikmannaskólans Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavik Heimasíða: http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/ Simi: 535 1500 Bréfsími: 511 1501 Netfang: frd@biskup.is Siðferðileg álitamái samtímans Visindi efla alla dáð eða hvað? Stórstigum framförum i vísindum fylgja oft áleitnar spurningar. þessari námskeiðaröð verður tekið á nokkrum þeim siðferðilegu álitamálum sem mæta okkur í samtimanum. Kennari: dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur. Trúarstef i kvikmyndum Rannsóknir á trúarstefjum i kvikmyndum hafa aukist verulega á síðustu árum. Á námskeiðinu verður þessi nýja fræðigrein kynnt og helstu trúarstef í kvikmyndum tekin fyrir. Kennarar: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor, Bjarni Randver Sigurvinsson guðfrœðingur, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Porkell Ágúst Óttarsson BA í guðfrœði. Hjónin í Saurbæ Á síðustu áratugum hefur hugmyndin um mótandi áhrif Guðríðar Simonardóttur ' á skáldskap eiginmanns hennar, séra Hallgrims Péturssonar, átt vaxandi fylgi að fag'na námskeiðinu verður saga beggja skoðuð og kannað með hvaða hætti áhrif Guðriðar ki birtast i skáldskap Hallgrims. Umsjón: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Við hlökkum til að heyra frá þér! Helgistaðir og helgifarir (pílagrimsgöngur) í kristni og ýmsum öðrum trúarbrögðum hafa helgir staðir skipað veigamikinn sess í huga fólks. Þangað er m.a. farið í pílagrímsferðir eða til að leita andlegrar styrktar og uppbyggingar. Hluti námskeiðsins er gönguferð (pilagrímsganga) Umsjón: dr. Hjalti Hugason prófessor og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.