Vera - 01.02.2004, Side 12
/ VIÐTAL
Sárt að þurfa að fórna svona miklu
rætt við Valgerði H. Bjarnadóttur fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu )
» Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem Leikfélag Akureyrar var sýknað af þeirri
ákæru að hafa brotið jafnréttislög með ráðningu leikhússtjóra árið 2002. Leikfélagið
réð Þorstein Bachmann til starfsins en þá ráðningu kærði annar umsækjandi, Hrafnhild-
ur Hafberg, til kærunefndar jafnréttismála og fékk þann úrskurð að ráðningin væri brot
á jafnréttislögum. Héraðsdómur Norðurlands staðfesti þann úrskurð en nú hefur Hæsti-
réttur sem sé hnekkt þeim dómi.
Valgerður H. Bjarnadóttir var framkvæmdastýra Jafnréttis-
stofu þegar þetta mál kom upp og jafnframt formaður
Leikfélags Akureyrar. Hún gegndi áfram starfi sínu á Jafn-
réttisstofu eftir að kærunefndin birti sitt álit, en eftir að
héraðsdómur hafði úrskurðað á sama veg síðsumars
ákvað hún að láta af starfi sínu í samráði við nýráðinn fé-
lagsmálaráðherra, Árna Magnússon. VERU lék forvitni á að
heyra sjónarmið Valgerðar, nú þegar Hæstiréttur hefur
fellt dóm sinn og ástæðan fyrir starfslokum hennar þar
með úr sögunni.
Hvernig finnst þér að fá þennan dóm núna þegar
þú hefur í raun fórnað starfi þínu á Jafnréttisstofu?
Þessi niðurstaða Hæstaréttar er vissulega ánægjuleg.
Það er þungu fargi af mér létt því ég var alltaf svo viss um
að við hefðum ekki brotið jafnréttislög í þessu máli. Það er
gott að fá það staðfest. Á hinn bóginn er það sárt að hafa
þurft að fórna svona miklu að ósekju, og ekki bara starfinu
á Jafnréttisstofu, þetta mál hefur haft áhrif mun víðar. Það
hefur gert mér og samstarfsfólki mínu erfitt fyrir á Jafnrétt-
isstofu, hjá Leikfélaginu og í bæjarmálapólitíkinni á Akur-
eyri. Og það hefur svo áhrif á daglega líðan. Að lokum
ferðu að efast um dómgreind þína í flestu þegar þér er
sagt að þú hafir brugðist í því sem þú kannt best og er þér
hugsjón. Auðvitað velti ég því fyrir mér hvort ég hafi gert
rétt í að hlýða svona Ijúflega þegar farið var fram á að ég
viki úr starfi, en á þeim tímapunkti hafði ég ekki staðfestu
til að standa með sjálfri mér lengur.
Nú hvatti fyrrverandi jafnéttisráðherra, Páll Péturs-
son, þig til að starfa áfram þrátt fyrir niðurstöðu kæru-
nefndar. Hvaða breyting varð á afstöðu ráðherra þeg-
ar nýr maður tók við því starfi?
Það varð einfaldlega grundvallarbreyting með nýjum
ráðherra. Páll Pétursson valdi og skipaði mig í starf fram-
kvæmdastýru, svo eflaust hefur hann talið sig standa mér
nær en sá ráðherra sem tók við. Páll gerði sér held ég líka
grein fyrir því að jafnréttislögin eru vandmeðfarin, hafði
sjálfur lent í því að kærunefnd taldi hann hafa brotið þau.
ÉG ER EKKI í RÉTTUM FLOKKI FYRIR ÞESSA RÍKISSTJÓRN OG
VAR EKKI VINSÆL MEÐAL ALLRA RÁÐHERRA. KANNSKI VAR
ÞETTA BARA KJÖRIÐ TÆKIFÆRI TIL A0 LOSNA VIÐ ÓHLÝÐNA
OG ÓÞÆGILEGA KONU... SEM KANN EKKI AÐ ÞEGJA
Við vorum ekki alltaf sammála, og ég var kannski ekki jafn
hlýðin og ég átti að vera samkvæmt skipunarbréfinu. í því
stendur nefnilega að ég eigi að sýna ráðherra hlýðni. Ég
gerði grín að því á sínum tíma, og ég held að Páll hafi
húmor fyrir slíku. Árni var á þessum tíma nýtekinn við
embætti og hefur eflaust þótt mikilvægt að vera dálítið
töff og afgerandi.
Þegar héraðsdómurinn lá fyrir 14. júlí, hafði ég sam-
band við ráðuneytið samdægurs en ráðherra var í fríi.
Hann mætti til vinnu viku síðar og boðaði mig til fundar
þann dag. Þá viku sem ég beið eftir að fá að ræða við hann
n '.ti ég til að skoða málið frá öllum hliðum, leita ráðgjafar
þeirra sem ég treysti best og ekki síst ræða við mitt sam-
starfsfólk. Þau voru einróma á þeirri skoðun að það væri i
verra fyrir stofuna að ég hætti en að halda áfram og vinna
okkur í gegnum þetta. Auk þess álitu flest þau sem ég
ræddi við að Hæstiréttur hlyti að snúa niðurstöðunni. Ég
fór svo suður 21. júlí með bréf þar sem ég fór yfir málið frá
mínum sjónarhóli og lýsti þeim vilja mínum að starfa
áfram, en var jafnframt tilbúin að víkja ef ég ætti ekki
traust ráðherra. Ráðherra las reyndar ekki bréfið og án
nokkurra málalenginga lagði hann til að við semdum um
starfslok og að ég hætti samstundis. Ég sagði honum að
án hans trausts væri erfitt fyrir mig að sinna þessu starfi. Ég
hafði í bréfinu lagt til að við tækjum okkur tíma til að
hugsa málið en hann taldi ekki þörf á því og ég tók í sjálfu
sér undir það eftir að hafa heyrt hversu afdráttarlaus hann
var.
Ég hafði verið svo græn að halda að fundurinn yrði til
að fara yfir stöðu mála, að ráðherra vildi heyra hvernig ég
liti á málið og við ræddum svo ýmsa möguleika í framhaldi
af því. En svo varekki. Eftirá hef ég spurt mig hvernig á því
standi. Icelandair málið hafði verið ofarlega á baugi þarna
á undan og á ýmsum efri stöðum þótti mönnum ég hafa
sagt of mikið. Ég er ekki í réttum flokki fyrir þessa ríkis-
stjórn og var ekki vinsæl meðal allra ráðherra. Kannski var ^
þetta bara kjörið tækifæri til að losna við óhlýðna og
óþægilega konu... sem kann ekki að þegja. Ég veit ekki....
Hann hefur eflaust trúað því að þetta væri Jafnréttisstofu
fyrir bestu.
Hvernig finnst þér að geta ekki lengur tekið þátt í
því uppbyggingarstarfi sem þú tókst að þér þegar
ákveðið var að færa aðalstöðvar jafnréttismála til Ak-
ureyrar og stofna þar Jafnréttisstofu?