Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 25
 m ■ y* 'Wism Að fræða nýbakaðar mæður „Eins og sjá má af markmiðum félagsins er margt sem brennur á okkur og því þarf að forgangsraða. Nú þegar er komin á samvinna við Kvennaathvarfið, en þar er mikil- vægt að konur af erlendum uppruna fái aðstoð sem miðar við sérstöðu þeirra í samfélaginu. Þær séu fræddar um fé- lagsleg réttindi sín og fái aðstoð á eigin tungumáli. Einnig hefur félagið ákveðið að beita sér fyrir aukinni upplýsinga- gjöf til nýbakaðra mæðra, bæði skriflega og með stuttum námskeiðum. Því þannig háttar til að konum eru réttir ótal bæklingar sem eiga að segja þeim til um brjóstagjafir og hvar og hvenær þeirra sé vænst með börnin í skoðun og sprautur. Allir þessir bæklingar eru á íslensku og koma því konum af erlendum uppruna að litlu gagni hafi þær ekki fullt vald á tungumálinu. Ráðstefna verður haldin um íslenskunám 14. mars næstkomandi, þar verður rætt um margt sem tengist því að læra nýtt mál. Samvinnan við Kvennaathvarfið, ungbarnaeftirlitið og ráðstefnan eru þau mál sem ákveðið var að fara af stað með fyrst allra enda ekki hægt að gera allt í einu. Við höfum hlotið styrki frá Jafnréttisstofu, Jafnréttisnefnd Reykjavíkur og Eflingu til þessara verkefna og er gott til þess að vita að þar er skiln- ingur á starfsemi félagsins." Að þýða skilaboð frá grunnskólunum Anh-Dao er einnig að vinna að tveimur verkefnum í sam- vinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem tengjast mál- um félagsins, enda vakin og sofin yfir málefnum fólks af erlendum uppruna. Annað þeirra er þýðing á algengustu skilaboðum frá grunnskólanum til erlendra foreldra. Þetta eru 21 skilaboð um málefni sem varða allt frá tilkynning- um um samræmd próf til höfuðlúsar og verða þýdd á þau níu tungumál sem helst eru notuð af grunnskólabörnum. Hitt verkefnið er rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur asískra nemenda, bæði í grunn- og fram- haldsskólum. „Þær konur sem hingað til hafa frétt af félaginu hafa all- ar sýnt því mikinn áhuga og skiptir þá engu menntun, Anh-Dao og dóttir hennar Heiðrún Giao-Thi Jónasdóttir KONUM ERU RÉTTIR ÓTAL BÆKLINGAR SEM EIGA AÐ SEGJA ÞEIM TIL UM BRJÓSTAGJAFIR OG HVAR OG HVENÆR ÞEIRRA SÉ VÆNST MEÐ BÖRNIN í SKOÐUN OG SPRAUTUR. ALLIR ÞESSIR BÆKLINGAR ERU Á ÍSLENSKU OG KOMA ÞVÍ KONUM AF ERLENDUM UPPRUNA AÐ LITLU GAGNI HAFI ÞÆR EKKI FULLT VALD Á TUNGUMÁLINU starf og aldur. Þær vilja líka hitta aðrar konur til að tala við um reynslu sína. Þess vegna er líka mikilvægt að konur sem hafa búið lengi á landinu, hafa náð góðum tökum á tungumálinu og aðlagast samfélaginu, gangi líka í félagið og styðji þær sem eru e.t.v. ekki eins vel staddar eða vilja einfaldlega fá ráð frá þeim sem reyndari eru." Lesendur Veru sem eru af erlendum uppruna eða þekkja konur af erlendum uppruna eru hvattar til að hafa samband við félagið. Heimasíðan er: www.ahus.is/wo- men/, einnig er hægt að senda tölvupóst til anhdao@sim- net.is eða tatjana@li.is. X vera / 1. tbl. / 2004 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.