Vera - 01.02.2004, Síða 43

Vera - 01.02.2004, Síða 43
stúlkna RAUÐUR ÞRÁÐUR í GEGNUM BÓKINA ER GAGNRÝNI Á HIÐ ÓMEÐVITAÐA VIÐHORF SAMFÉLAGSINS TIL DRENGJA OG STÚLKNA SEM KYNVERA. ÞAR ER LITIÐ Á KYNHVÖT STRÁKA SEM SJÁLFSAGÐAN OG EÐLILEGAN ÞÁTT í ÞROSKA ÞEIRRA MEÐAN STÚLKUR FÁ ÞAU SKILABOÐ AÐ KYNHVÖT ÞEIRRA SÉ ÓÆSKILEG OG EIGI EKKI RÉTT Á SÉR unglinga og gagnrýna þau. Þær báru virðingu fyrir sjálf- um sér, vissu hvað þær vildu og létu ekki undan þrýstingi. i Gegn þeirri hættu að fá á sig slæmt orð fóru margar þá leið að stunda ekki kynlíf nema þær treystu og þekktu félaga sinn vel. Að fullnægja öðrum fremur en sjálfum sér Það sem flest allar stúlkurnar áttu sameiginlegt var að lítið var rætt um kynferðismál innan fjölskyldunnar og mæður þeirra brydduðu ekki upp á þessu umræðuefni, líkt og þær væru ómeðvitaðar um kynferðishugsanir dætra sinna. Einnig má sjá að stúlkurnar létu samfélagsleg gildi hafa áhrif á sig, í misjöfnum mæli þó. Þessi áhrif voru oft það mikil að þær hugsuðu mun meira um að fullnægja öðrum en sjálfum sér og hunsuðu þannig algerlega eigin langan- ir og þrár. Hjá einhverjum gekk það svo langt að þær höfðu samfarir án þess að vilja það og vissu varla hvort þeim hefði verið nauðgað. Margar þeirra höfðu heldur ekki áttað sig á hversu fáránlegt það væri að gera sér upp fullnægingu aðeins til að þóknast öðrum. Höfundi finnst slæmt hvernig það eru alltaf stelpurnar sem þurfa að segja nei og bera þannig ábyrgðina, á meðan strákunum er eðli- legt að spýtast áfram á hormónunum einum án þess að hugsa frekar út i afleiðingar. ^ Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í Ijós að talsverður munur var á viðhorfum stúlknanna eftir búsetu. ( borgar- kjarnanum bjuggu aðallega hörundsdökkar lágstéttar- stúlkur sem áttu erfiðara með að ræða kynferðismál sín og voru hræddar við margskonar afleiðingar kynlífshegðun- ar, svo sem alnæmi, þungun og að fá á sig slæmt orðspor. Stúlkurnar úr úthverfunum, langflestar hvítar millistéttar- stúlkur, voru hins vegar mun opnari og töldu sig eiga rétt á kynferðistengdum löngunum. I Nauðsynlegtað tala um málin I lok bókarinnar kemur höfundur fram með sínar skoðanir á því hvernig æskilegast sé að breyta því ástandi sem ung- lingsstúlkur búi við í sambandi við kynferðisímynd. í við- tölunum fannst stúlkunum gott að fá tækifæri til að ræða þessi mál og margar voru mjög opinskáar varðandi reynslu sína og viðhorf. Tolman telur mikilvægt að spurn- ingum þeirra sé svarað og þær fái að tala um eigin langan- ir og þrár svo þær séu ekki einangraðar í leit sinni að kyn- ferðislegu sjálfi. Að mati höfundar er það siðferðileg skylda móður eða annars fullorðins einstaklings að hefja þessa umræðu. Það er ekki nóg að vekja mæður til um- hugsunar heldur er brýn þörf á heildstæðri vitundarvakn- ingu þar sem þetta vandamál er inngrafið í stofnanir sam- félagsins. Tolman segir einnig mikilvægt að skoða stöðu drengja í þessu sambandi og heyra raddir þeirra um hvað þeim finnist um hið almenna viðhorf að þeir láti stjórnast af hvötum sínum í stað vitsmuna og skynsemi. Hér er um að ræða þarft málefni sem lítið sem ekkert hefur verið rannsakað fyrr en nú og því teljum við bókina gott tilefni til að hefja nauðsynlega umræðu. Hún er vel skrifuð, tiltölulega auðlesin og lítið er dregið undan ásamt því að talað er um viðkvæm málefni á opinskáan hátt. Okkur fannst merkilegt hvað flestar stúlkurnar voru hrein- skilnar og ófeimnar við að tala um sín kynferðismál. At- hyglisvert er að sjá þann mun á viðhorfum sem kom fram eftir búsetu og má velta fyrir sér hvers konar mun megi finna í okkar þjóðfélagi sem verður sífellt fjölmenningar- legra. Athygli vakti áhersla höfundar á að mæður og konur ættu að hefja umræðu við ungar stúlkur um kynferðismál. Mörgum finnst þetta eflaust gamaldags en ástæða höf- undar fyrir þessu er sú sameiginlega reynsla sem konur og stúlkur hafa í leit sinni að sjálfum sér sem kynverum. Efni bókarinnar er engum óviðkomandi og hægt er að mæla með henni fyrir alla sem málið varðar, fræðimenn jafnt sem uppeldisaðila. Við mælum sérstaklega með síð- asta kafla bókarinnar þar sem gefnar eru tillögur að úrbót- um og imprað á nokkrum mikilvægum aðalatriðum. Einnig er mjög skemmtilegt að lesa frásagnir stúlknanna sem eru víða um bókina og gefa skýra mynd af viðhorfum þeirra. Fróðlegt væri að sjá samskonar rannsókn um unglings- pilta til að fá fram þeirra sjónarhorn og hvort þessi hefð- bundnu gildi séu þeim í hag. Dilemmas of Desire - Teenage Girls Tatk about Sexuality er innihaldsrík og áhugaverð bók um þarft málefni og er mikilvægt innlegg til að hefja virka umræðu um kynferðis- leg málefni unglingsstúlkna á (slandi. ( stað þess að sýna konur sem söluvöru kemur hér uppbyggileg og opinská umfjöllun um stúlkursem kynverur, íjákvæðri merkingu. X vera / 1. tbl./2004 / 43

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.