Vera - 01.02.2004, Side 44

Vera - 01.02.2004, Side 44
rætt við Sigríði Schram kennara í Laugarnesskóla Kennslustund í lýðræði » Krakkarnir í 5. bekk í Laugarnesskóla vöktu athygli á dögunum þegar þau sendu aðstandendum auglýsingar nokkurrar bréf þar sem kom fram að þeim þótti auglýs- ingin ósmekkleg. Sigríður Schram er umsjónarkennari bekkjarins. Vera tók hana tali og kannaði hvað bjó að baki hugmyndinni. * „Hugmyndin kviknaði þegar ég var með krökkunum í heimilisfræði þar sem við vorum að ræða um neyslufræði. I tengslum við það námsefni fjölluðum við um lífstíl, venj- ur, verð og þess háttar en einnig um auglýsingar og áhrif þeirra á okkur. Við veltum upp spurningum um merkja- vöru og af hverju eitt merki er talið betra en annað og þátt auglýsinga í að skapa vöru ákveðinn sess í hugum neyt- enda." Sigríður segir krakkana hafa verið sammála um að auglýsingar hefðu áhrif á þau og langanir þeirra og í kjöl- farið hafi þau farið að ræða „Draumsauglýsinguna" svokölluðu þar sem söngvarinn Jónsi keyrir um meðal nakinna kvenna í eyðimörk. „Hugmyndin kom því í raun frá börnunum sjálfum. Þetta er líflegur og skemmtilegur bekkur sem liggur ekki á skoðunum sínum og mörg þeirra höfðu veitt þessari auglýsingu athygli," segir Sigríður. Kynferðislegar tilvísanir óþægilegar „Við ræddum um auglýsinguna og þá kom í Ijós að þeim blöskraði hún og þau voru hneyksluð. Það fór fyrir brjóstið á þeim að þurfa að horfa á berar konur þegar verið var að auglýsa súkkulaði." Stúlkur eru í talsverðum meirihluta í TENGINGUNA VIÐ KYNLÍF EÐA ERÓTÍK FANNST ÞEIM ÓÞÆGILEGT AÐ ÞURFA AÐ HORFA Á OG ÞÁ EKKI AÐEINS í ÞESSARI AUGLÝSINGU HELDUR EINNIG FLEIRUM SEM ÞAU TILTÓKU. ÞAU ERU BÚIN AÐ FÁ SIG FULLSÖDD AF ÞESS- UM FULLORÐINSHEIMI SEM DYNUR YFIR ÞAU bekknum en Sigríður segir strákana líka hafa verið á þess- ari skoðun og umræðurnar því alls ekki einskorðast við stelpurnar. „Það var í raun tvennt sem stóð uppúr hjá þeim. Annars vegar tengingin við kynlíf eða erótík sem þeim fannst óþægilegt að þurfa að horfa á og þá ekki að- eins í þessari auglýsingu heldur einnig fleirum sem þau til- tóku. Þau eru búin að fá sig fullsödd af þessum fullorðins- heimi sem dynur yfir þau. Hins vegar voru það skilaboðin sem þeim fannst þessi vinsæli söngvari vera að gefa krökk- um; að það sé eðlilegt að láta sig dreyma um berar konur og það voru þau ekki sátt við. Við fjölluðum í framhaldinu um þær leiðir sem við höfum í lýðræðisþjóðfélagi til að koma skoðunum okkar á framfæri og niðurstaðan varð sú að þau fengu það heimaverkefni að skrifa bréf til aðstand- enda auglýsingarinnar." Sigríður vann svo bréf uppúr skrifum barnanna sem þau samþykktu lýðræðislega og skrifuðu undir. Uppeldisleg gildi látin lönd og leið Bréfið var sent til Freyju, Jónsa og auglýsingastofunnar sem sá um gerð auglýsingarinnar en engin svör bárust fyrr en málið komst í fjölmiðla sem ýttu á eftir viðbrögðum. „Viðbrögðin voru þó ekki mikil og einhverjir töldu þetta vera mótmæli mín en ekki barnanna og að þau væru of ung til að hafa slíkar skoðanir. Krakkarnir fengu því í raun lítil svör við athugasemdum sínum og enginn hafði séð ástæðu til að svara okkur fyrr en fjölmiðlarnir gengu í mál- ið. Þetta var auðvitað liður í því að kenna börnum hvernig lýðræðisþjóðfélag virkar og þvi hefur verið fleygt að þess- ir aðilar hafi í raun brugðist þeirri skyldu sinni að sýna 44 / 1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.