Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 45
börnunum það," segir Sigríður. Hún bendir á að auglýsing-
ar hafi áhrif á börn og að kannski gleymi hugmyndasmiðir
auglýsinga því á stundum. „Markaðurinn tekur ekki börn
með í reikninginn heldur miðar allt við fullorðna einstak-
linga og peningahyggju. Mér sýnist sem uppeldisleg gildi
séu oft látin lönd og leið þegar t.d. auglýsingar eru hann-
aðar þó auðvitað sé það ekki algilt. Það eru þó ekki aðeins
auglýsingarnar sem skipta máli heldur líka til að mynda
fréttaflutningur. Það er ekki sama hvernig þetta er gert."
Öll samfélagsumræða af hinu góða
Sigríður segir þá kennara sem hún hefur starfað með sífellt
vera að glíma við að kenna gagnrýna hugsun. „Þegar þau
eru svona ung birtist það kannski helst í leiðbeiningum
um hvernig þau geta verið gagnrýnin á sjálf sig og sam-
skipti sín við aðra og umhverfi sitt. Það er þó auðvitað
undir hverjum og einum kennara komið hvernig kennslan
fer fram og hversu markviss hún er. Ég tel þó að það sé ríkt
í kennurum að kenna þetta, jafnvel þó námsefni sé ekki
alltaf til staðar."
Hvað varðar fræðslu um femínisma og jafnréttismál
segir Sigríður ekkert sérstakt námsefni til fyrir svo unga
nemendur. Umræðan er þá einkum í tengslum við t.d.
sögukennslu þar sem þau læra meðal annars um réttinda-
leysi kvenna á árum áður. „Þau hafa ríka réttlætiskennd og
finnst auðvitað fráleitt að fólk skuli ekki hafa haft sama
rétt. Þau eru enn það ung að þau upplifa yfirleitt ekki sjálf
kynjamisrétti og hafa ekki rekið sig á neitt slíkt. Undan-
tekningin á því eru þó framangreindar auglýsingar sem
þau upplifðu á einhvern hátt sem árás gegn sakleysi sínu
HVERNIG VILJUM VIÐ HAFA NÆSTU KYNSLÓÐ? ALGERLEGA
ÓMEÐVITAÐA UM ALLT EÐA VILJUM VIÐ ALA UPP GAGNRÝN-
IÐ FÓLK SEM ER TILBÚIÐ TIL AÐ TAKA ÞÁTT í LÝÐRÆÐINU?
en ekki endilega stelpum. Öll samfélagsumræða með
börnum er auðvitað mjög af hinu góða og skilar vonandi
sínu til þeirra, þannig að þegar þau verða eldri eru þau
betur í stakk búin að rökræða slíka hluti."
Hvernig viljum við hafa næstu kynslóð?
Sigrfður segir þjóðfélagið verða að halda vöku sinni og
huga að því hvað það er sem við viljum börnunum.
„Hvernig viljum við hafa næstu kynslóð? Algerlega ómeð-
vitaða um allt eða viljum við ala upp gagnrýnið fólk sem er
tilbúið til að taka þátt í lýðræðinu? Við þurfum að huga að
börnum þessa lands og átta okkur á því að við berum öll
ábyrgð á að framfylgja ákveðnum stöðlum sem samræm-
ast réttlætiskennd okkar og dómgreind, ekki bara foreldr-
ar og kennarar heldur þjóðfélagið allt." X
FLÓAMANNA
_________)
vera / 1. tbl. / 2004 / 45