Vera - 01.02.2004, Page 51
Forréttindi karlmanna
»Peggy Mdntosh prófessor í Wellesley háskólanum í Bandaríkj-
unum heldur því fram að hvítt fólk í Bandaríkjunm líti á rasisma
sem eitthvað sem er gert í illu, ekki sem eitthvað ósýnilegt kerfi
sem styrki yfirráð hvítra. Til að útskýra þetta kerfi skrifaði Mdn-
tosh lista yfir ósýnileg forréttindi sem hvítir njóta.
Listinn yfir forréttindi karla er í anda lista Mcintosh og er tekinn saman af Barry
Deutsch og er birtur hér með hans leyfi. Hann er einnig með mjög pólitíska og
femíníska bloggsíðu sem kallast Alas, a blog. [ http://amptoons.com/blog/ ]
01. ef ég sæki um sama starf og kona er líklegra að ég fái starfið
02. mér hefur ekki verið innrætt að forðast að ganga einn úti í myrkri
03. ég var líklega hvattur til að vera ákveðnari en systur mínar
04. kjörnir fulltrúar mínir á þingi og í sveitarstjórnum eru yfirieitt
kynbræður mínir
05. ef ég veld óhappi í umferðinni eða mér gengur illa að leggja í stæði
er það ekki álitið vera lýsandi dæmi um ökuhæfni allra af mínu kyni
06. það er mjög líklegt að ég fái hærri laun en maki minn, sé það kona
07. kynbræður mínir eru daglega á forsíðum blaðanna
08. í fjölmiðlum er frekar talað við kynbræður mína í fréttum og frétta-
skýringaþáttum, alveg sama hvert umræðuefnið er
09. ef ég eignast ekki börn er karlmennska mín ekki dregin í efa
10. ef ég eignast börn en sinni þeim lítið eða ekkert er það ekki álitið
ónáttúrulegt
11. ef ég sinni börnunum rnmurn er mér hrósað í hástert, jafnvel þótt ég
geri það bara í meðallagi vel
12. þó ég noti aldrei getnaðarvarnir er ég ekki ásakaður um léttúð og að
nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn - sama hversu margar ég á að baki
13. ég er ekki álitinn bjóða hættunni heim ef ég fer fullur upp í bíl eða í
partýmeð ókunnugu fólki
14. líkurnar á því að mér verði einhverntíma nauðgað eru mjög litlar
15. það er ekki ætlast til þess af mér að ég sé undir kjörþyngd alla ævi
16. verði annað okkar að vera heima með börnunum finnst okkur báðum og
öllum sem við þekkjum líklega eðlilegra að það sé hún sem hætti að vinna
17. ef ég er ófríður hefur það líklega ekki afgerandi áhrif á líf mitt
18. þegar ég var í skóla fékk ég líklega meiri athygli kennaranna heldur en
stelpurnar
19. ef ég er vonlaus í fjármálum verður kynferði mínu ekki kennt um
20. ef ég steypi fyrirtæki á hausinn verður það ekki tekið sem dæmi um það
að enginn af mínu kyni ætti að stunda atvinnurekstur
21. fjöldi rekkjunauta minna hefur líklega ekki áhrif á hvernig fólk talar um
mig eða kemurfram við mig
22. ég er ekki álitinn óþolandi fyrir það eitt að vera ákveðinn eða hávær
23. ef ég er geðstirður eða geri vitleysur er ég ekki spurður hvort ég sé á túr
24. hæfni mín til að taka ákvarðanir er ekki dregin I efa út frá hormóna-
starfsemi minni
25. flestöll trúarbrögð ganga út frá því að guð sé af mínu kyni og að hitt
kyniðsémér óæðra
26. ef ég er í gagnkynhneigðri sambúð er ólíklegt að ég verði barinn heima
hjá mér
27. fjölmiðlar leggja sig fram um að höfða til mín kynferðislega
28. ég hef val um fatnað sem er ekki gildishlaðinn; fötin mín senda engin
sérstök skilaboðtil umheimsins
29. það er ekki ætlast til þess af mér að ég eyði stórum hluta tekna minna
íaðhalda mértil
20. yfirleitt er miðað við mitt kyn í skrifuðum texta - „hann"
21. starfsheiti miða við mig og kynbræður mína - „ráðherra"
22. það er ólíklegt að ég verði fyrir kynferðislegu áreiti í vinnunni
23. ef ég vinn sama verk og kona finnst fólki ég standa mig betur
24. ég hef þau forréttindi að vera ómeðvitaður um forréttindi mín
Þýðing: Bára Magnúsdóttir
Styrkir
til atvinnumála
kvenna
Vinnumálastofnun/félagsmálaráðuneyti hefur á þessu ári heimild
til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna.
Tilgangur styrkveitinga:
* Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi
meðal kvenna
* Viðhalda byggð um landið
* Auvelda aðgang kvenna að fjármagni
* Auka fjölbreytni í atvinnulífi
Hluta fjárins veröur varið í verkefni á svæðum þar sem atvinnulíf er einhæft
og hlutfall atvinnuleysis hátt. Ekki verða gerðar eins strangar kröfur um
arðsemi þeirra verkefna en engu að síður miðað við að styrkurinn sé ekki
félagslegt úrræði heldur um raunverulega atvinnusköpun að ræða. Allt að 15-
20 bestu verkefnin eru valin úr eftir ákveðnum forsendum og þeim veittur
hærri styrkur.
Við mat á verkefnum er lögð áhersla á atvinnusköpun. Allar konur hvaðanæva
af lanöinu geta sétt um styrk. Veittir eru stofnstyrkir og þrúunarstyrkir.
Stofnstyrkir eru styrkir til véla og tækjakaupa. Þróunarstyrkir eru hönnun,
þróun og markaðssetning. Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki
meir en 50% af styrkhæfum kostnaði. Lögð er áhersla á nýsköpun og hún
skilgreind út frá samkeppnisforsendum.
Ekki eru veittir styrkir til verkefna þar sem styrkveiting gæti
skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum
atvinnurekstri. Eingöngu eru styrkir veittir til verkefna í eigu
kvenna eða kvennahópa.
Eingöngu verður tekið við umsóknum á rafrænu formi. Nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðunni, www.vinnumalastofnun.is
Umsóknir
Umsúknum skal skilað á rafrænu formi á þar til gerðum eyðublöum sem
finna má á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is
Upplýsingar veitir Margrét Kr. Gunnarsdúttir, Vinnumálastofnun s - 515 4800.
/Eskilegt er að umsóknir séu unnar í samráði við atvinnu- og iðnrágjafa á
landsbyggðinni eða aðra fagaðila. Impra nýsköpunarmistöð á Iðntæknistofnun
veitir handleiðslu og upplýsingar um stofnun og rekstur fyrirtækja og upplýsingar
um gerð viðskiptaáætlana.
Umsóknarfrestur til 12. mars 2004.
Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
INNUMÁLA
STOFNUN
vera / 1. tbl. / 2004 / 51