Vera - 01.02.2004, Side 56

Vera - 01.02.2004, Side 56
I Jafnréttisstofa A DOFINNI HJA JAFNRÉTTISSTOFU Þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum í 9. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir eftirfarandi: „Félagsmálaráðherra leggur fyrir Alþingi, eigi síðar en ári eftir alþingiskosningar, tillögur til þings- ályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum einstakra ráðuneyta og Jafn- réttisstofu. í áætluninni skulu koma fram sundurliðuð framkvæmdaáform og áætlaðar fjárveitingar til einstakra verkefna sem tengjast jafnrétttismálum. Áætlunina skal endurskoða á fjögurra ára fresti." Eitt af meginverkefnum Jafnréttisstofu undanfarið hef- urveriðað vinna við gerð þessarar áætlunar í náinni sam- vinnu við jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Silja B. Ómars- dóttir var ráðin sem verkefnisstjóri tímaþundið til að leiða þessa vinnu hjá Jafnréttisstofu. Stefnt er að því að sú fram- kvæmdaáætlun sem verið er að vinna við um þessar mundir verði með öðru sniði en fyrri áætlanir, að hún verði markvissari og með færri verkefnum sem fyrirsjáanlegt er að verði mögulegt að hefja framkvæmd á og Ijúka á kjör- tímabilinu. Leiðarljós framkvæmdaáætlunarinnar er að kynja- og jafnréttissjónarmið verði fléttuð inn í alla stefnu- mótun og aðgerðir á vegum ríkisins (Gender Mainstream- ing). í þessu samhengi er mikilvægt að undirstrika að sam- þætting kynja- og jafnréttissjónarmiða er ekki markmið í sjálfu sér heldur aðferð, eða öllu heldur verkfæri til að nota til þess að ná fram jafnrétti kynjanna og tryggja að unnið verði að því að ná þessu markmiði á markvissan og skipu- lagðan hátt. Grundvöllur aðferðarinnar er að í stað þess að nálgast kynjajafnrétti sem sértækt verkefni sem miði að því að bæta stöðu kvenna eða karla sérstaklega, þá eru þau skilgreind sem málefni samfélagsins í heild. Þingsályktunin mun verð lögð fram á Alþingi nú á vor- þinginu 2004. Árni Magnússon ráðherra jafnréttismála ásamt Sigurjóni Erni Þórssyni aðstoðarmanni ráðherra og Sigurði Egilssyni bílstjóra í heimsókn á Jafnréttisstofu í janúar síðastliðnum. Formennskuár íslands í Norrænu ráðherranefndinni Eins og kunnugt er fer (sland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2004 og mun þar með leiða nor- rænt samstarf á árinu. Þessi formennska er undir yfirskrift- inni AuðlindirNorðurlanda, sem hefur reyndar mjög breiða skírskotun. Þar er einkum átt við samfélagsgerð Norður- landanna, félagslegar aðstæður, menningararfinn og nátt- úruaðlindir. Á vettvangi jafnréttismála verður ýmislegt á döfinni sérstaklega vegna formennskuársins. Island ætlar á árinu að leggja áherslu á aðgerðir til að minnka hinn kyn- bundna launamun, sem er í samræmi við áætlun ráðherra- nefndarinnar um jafnrétti kynjanna. Samkvæmt könnun sem Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna lét framkvæma árið 2002 um launamun kvenna og karla og náði yfir allan íslenska vinnumarkaðinn, nema ríkið og Reykjavíkurborg, þá eru konur með 72% af launum karla. íslendingar stefna að því að gera á formennskuárinu samanburðarkönnun á reynslu foreldra á Norðurlöndun- um af fæðingarorlofi og einnig að skoða þær hindranir sem geta verið í veginum fyrir því að foreldrar nýti sér þann rétt. Eftir að sjálfstæður réttur feðra til töku fæðing- arorlofs var tryggður með lögum hér á landi árið 2000 er hægt að tala um byltingu hvað varðar þátt karla í umönn- un ungra barna. Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Gallup nýtur þetta nýja fyrirkomulag mikils stuðnings almenn- ings á íslandi. Jafnréttisstofa mun standa fyrir málþingum og verða þátttakandi sem samstarfsaðili í viðburðum sem tengjast formennskuárinu. Þeir eru nánar auglýstir hér í blaðinu. 56 / 1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.