Vera - 01.06.2004, Page 7
sé að tala við mig," segir Sverrir og
hlær. En hvað ætli sé skemmtilegast
við að taka fæðingarorlof?
„Það er svo margt. Skemmtilegast
er sennilega að sjá hvað við náum vel
saman og að fylgjast með honum
þroskast. Hann er kannski í basli með
einhvern hlut og svo sér maður hann
tveimur dögum síðar gera það eins
og ekkert sé. Það er mjög gaman. Það
er líka gaman að vera bara í fríi og
geta verið með barninu sínu. Maður á
líka að leyfa sér að njóta orlofsins, fara
saman niður í bæ og taka hann með
ef maður þarf að skreppa út í búð,
það er ekkert mál. Mér finnst þetta
Ijúft, kannski líka vegna þess að veðr-
ið hefur verið svo gott að þetta er
hálfpartinn eins og að vera í sumarfríi.
Það sem er erfiðast er að stundum
einangrast maður dálítið. Maður kúp-
lar sig út úr ýmsu og ég ákvað að gera
það, láta þetta ganga fyrir. En fólk
verður auðvitað að passa sig á að ein-
angrast ekki og ég er byrjaður að fara
meira út núna."
Myndirðu kannski mæla með því
að foreldrarnir væru hvort um sig
heima hálfan daginn í fæðingarorlofi
frekar en að skiptast á að vera allan
daginn heima?
„Upphaflega ætluðum við að gera
það en það passaði svo illa við vinnu
ÉG HELD AÐ KONAN HAFI VERIÐ STRESSAÐRI
EN ÉG. HÚN HAFÐI DÁLITLAR ÁHYGGJUR AF
ÞVÍ HVORT ÉG GÆTI HÖNDLAÐ AÐ VERA MEÐ
HANN LENGI EINAN. MÉR HEFUR ALDREI
FUNDIST ÞETTA NEITT VANDAMÁL
konunnar minnar. Hún var búin að
vera með Mána frá fæðingu og henni
fannst óþægilegt að fara mjög fljótt
að vinna, þannig að hún tók fyrst
rúmlega átta mánuði áður en ég fór
að vera einn með hann. En ég held að
það hefði verið mjög þægilegt að
vera heima hálfan daginn og vinna
hálfan daginn."
Það var fátt sem kom Sverri á óvart
þegar hann byrjaði að vera einn
heima með Mána.
„Þetta var mjög svipað og ég átti
von á. Ég held að konan hafi verið
stressaðri en ég. Hún hafði dálitlar á-
hyggjur af því hvort ég gæti höndlað
vera / 3. tbi. / 2004 / 7