Vera - 01.06.2004, Qupperneq 8
/ SKYNDIMYND
flestum tilfellum er þetta gaman og
maður hefur bara gott af þessu, ekki
sfður karlar en konur."
Er eitthvað sem þú vilt ráðleggja
fólki, kannski sérstaklega karlmönn-
um sem eru að stíga sín fyrstu skref í
þessum efnum? „Bara að láta vaða í
þetta óhikað. Ef maður hefur aldrei
skipt á ungabarni eða komið nálægt
börnum yfirhöfuð þá er þetta auðvit-
að dálítið mál. En þetta er þess virði
þó þetta herði aðeins að manni fjár-
hagslega til að byrja með, maður
vinnur þá bara út úr því. Mér finnst að
fólk eigi bara að láta slag standa og
hafa ekki áhyggjur. Þetta er kannski
spurning um þekkingarleysi og for-
dóma, að körlum lítist kannski ekki
nógu vel á að ganga í verk sem þeir
þekkja illa. En ef þú veist hvernig þú
ÞETTA ER EINS OG MEO MARGT ANNAÐ, ÞAÐ
ER EKKERT MÁL AÐ GERA VIÐ BÍL EF ÞÚ VEIST
HVERNIG Á AÐ FARA AÐ. ÞÚ AFLAR ÞÉR BARA
UPPLÝSINGA OG ÞAÐ ER NÚ ÞANNIG AÐ EF ÞÚ
ERT MEÐ BARN ÞÁ ERU ALLIR TILBÚNIR AÐ
LEIÐBEINA ÞÉR
að vera með hann lengi einan. Mér
hefur aldrei fundist þetta neitt
vandamál. Mér finnst þetta þrælfínt.
Við vöknum yfirleitt klukkan sjö á
morgnana þegar hún gefur honum
brjóst og svo tek ég við og skipti á
honum. Þetta er auðvitað ekki bara
skemmtiferð, þetta er líka vinna. Það
sama á við um heimilisstörfin, fólk í
kringum mig bjóst kannski við að allt
yrði í rúst þegar ég tæki við, það var
meira um að aðrir hefðu áhyggjur en
ég sjálfur. Að sjá um barn og heimili
er í rauninni bara eins og hvert annað
verk. Ef maður hefur metnað í það og
leggur sig fram þá gengur það yfir-
leitt vel."
Karlmenn hafa
gott af að vera einir heima
Þar sem Sverrir er einn heima með
Mána og Rósa er útivinnandi þá sér
hann eðlilega um heimilisstörfin,
nema þvottinn sem hann segir Rósu
aðallega sjá um. Að hans áliti er þetta
eitthvað sem karlar ættu að prófa þó
þeir séu kannski sumir smeykir við
það. „Ég held að karlarnir hafi rosa-
lega gott af þessu, að taka fæðingar-
orlof. Ég hugsa að það sé algengt að
karlar mikli hlutina fyrir sér þegar
kemur að heimilisverkum. Ef þeir
þurfa að gera eitthvað verk sem þeir
eru ekki vanir að gera og er jafnvel
leiðinlegt, þá finnst þeim það kannski
stórmál. En þegar þeir fara svo að
gera hlutina þá er þetta ekkert mál.
Auðvitað eru til karlar sem finna sig
ekki með börnunum og ég hef heyrt
slíkar sögur. Svo kemur fyrir að maður
verður pirraður þegar maður vaknar
eldsnemma á morgnana og það
fyrsta sem mætir manni er kúkabl-
eyja. Það er bara eðlilegt en í lang-
átt að gera hlutina þá er þetta ekkert
mál. Þetta er eins og með margt ann-
að, það er ekkert mál að gera við bfl ef
þú veist hvernig á að fara að. Þú aflar
þér bara upplýsinga og það er nú
þannig að ef þú ert með barn þá eru
allir tilbúnir að leiðbeina þér. Ef þú ert
viljugur að taka á móti upplýsingum
þá er þetta ekkert mál. Þetta gerir
mann líka öruggari með börnin. Það
kemur að því hjá öllum feðrum að
þeir verða að vera einir með börnin
sfn, þess vegna er þetta nokkuð sem
nauðsynlegt er að kunna. Það er auð-
vitað hræðilegt ef mönnum Kður illa