Vera - 01.06.2004, Side 22

Vera - 01.06.2004, Side 22
/ JAFNRETTI FYRIR ALLA ÉG HELD AÐ INNFLYTJENDAKONUM GETI GAGNAST ÞAÐ MJÖG VEL HVERSU LANGT JAFNRÉTTISSTARFIÐ ER KOMIÐ HÉR Á LANDI OG HVERSU STERKA STÖÐU KONUR HAFA, ÞRÁTT FYRIR BAKSLAGIÐ í SÍÐUSTU KOSNING- UM. VIÐ VITUM LÍKA AÐ EF VIÐ HJÁLPUM KONUM AÐ AÐLAGAST ÞÁ HJÁLPA ÞÆR ALLRI FJÖLSKYLDUNNI „Það er okkar tilfinning en við vitum það ekki fyrir víst af því það hafa engar rannsóknir verið gerðar. Ég veit ekki hvort innflytjendakonur eru lægra settar en íslenskar kon- ur. Flestar eru reyndar í lægra launuðum störfum, en ég veit ekki hvort kona fær minna borgað af því að hún er út- lensk heldur en íslensk kona í sambærilegu starfi. Ég efast um það. Við vitum sannarlega um konur sem hafa ekki fengið menntun sína viðurkenda, en við vitum líka um konur sem hafa fengið menntun sína metna. Við erum ekki með nákvæmar tölur. Auðvitað verður maður að láta reyna á það. Þegar ég kom hingað fyrst var ég með BA próf í ensku og þýsku og með mjög góða starfsreynslu, en ég talaði enga íslensku þannig að ég gat ekki ætlast til þess að ég fengi mjög gott starf. Ég vissi að ég þyrfti að mennta mig meira. Ég gerði það, en það var ekki auðvelt, sér í lagi fjárhagslega, auk þess sem maður þarf að hafa mjög sterka sjálfsmynd til að geta farið „afturábak" og reynt að bæta upp eitthvað sem mann vantaði ekki í heimalandinu. Flestir útlendingar koma hingað til að vinna, ekki til að eyða nokkrum árum í háskóla til að læra tungumálið. Hér á landi eru til menntaðar konur, t.d. frá Austur-Evrópu og Asíu, sem ráða sig til vinnu í fiski. Það er erfitt af því þær hafa þá ekki mörg tækifæri til að læra ís- lensku. Þær vinna langan vinnudag, þekkja ekki kerfið og þurfa að sjá fjölskyldum sínum farborða. Fyrir vikið eiga þær erfitt með að rífa sig upp, drífa sig í að læra íslensku og reyna að fá menntun sína viðurkennda. Hér þarf að vinna frekari rannsóknir. Menntamálaráðuneytið gæti t.d. kortlagt og borið saman skólagöngu og menntun í ýms- um löndum til þess að hægt sé að meta hvar fólk raun- verulega stendur svo það geti fengið störf við hæfi." Nú er mikið talað um um útvíkkun jafnréttishugtaksins, mikilvægi þess að það nái yfir víðara svið en eingöngu jafnrétti kynjanna. Þá eru samkynhneigðir, fatlaðir og inn- flytjendur gjarnan settir undir sama hatt. „Fræðilega séð eiga þessir hópar kannski sitthvað sam- eiginlegt, þeir eru jú allir úti á jaðrinum, en í raunveruleik- anum eigum við ekkert meira sameiginlegt með þessum hópum en öðrum. Það má samt segja að samkynhneigðir og fatlaðir séu lengra komnir í sinni jafnréttisbaráttu og við gætum vissulega lært af þeirra reynslu. Fyrir mér er jafnrétti innflytjenda sér mál sem á heima í víðari skilningi jafnréttishugtaksins. Samt er ég ekki viss um að innflytj- endakonur séu endilega verr settar en innflytjendakarlar." Innflytjendakonur eiga samleið með kvennahreyfingunni En samt stofnuðuð þið félag innflytjendakvenna. „Já, við vildum aðgreina okkur á þann hátt því við vild- um njóta góðs af kvennabaráttunni og við teljum okkur eiga samleið með öðrum kvennahreyfingum. Ég held að innflytjendakonum geti gagnast það mjög vel hversu langt jafnréttisstarfið er komið hér á landi og hversu sterka stöðu konur hafa, þrátt fyrir bakslagið í síðustu kosning- um. Við vitum líka að ef við hjálpum konum að aðlagast þá hjálpa þær allri fjölskyldunni. Okkur var mjög vel tekið af öllum kvennasamtökunum hér á landi. Við höfum feng- ið stuðning og erum byrjaðar að vinna í mörgum málum. Mér fannst eins og íslenskar konur hafi verið fegnar að fá að tala við okkur, konur af erlendum uppruna, ekki bara tala um okkur. Við verðum líka að átta okkur á því að margar innflytj- endakvennanna koma frá löndum þar sem kvenréttinda- báratta er ekki til eða langt á eftir. í mörgum löndum í Austur-Evrópu er femínismi nú einangraður innan háskól- anna og hefur, eftir fall kommúnismans, fengið á sig nei- kvæðan blæ úti í samfélaginu. (valdatíð kommúnista voru mikið af réttindum kvenna tryggð, t.d. barnagæsla og þar með aðgangur að vinnumarkaðinum. Nú er hinsvegar til- hneiging til að afskrifa það allt sem eitthvað vont og ýmis neikvæð vestræn áhrif hafa verið tekin upp. Mamma mín hafði miklu meiri réttindi þegar hún var ung heldur en ungar konur í Króatíu í dag. Svo koma ungar konur frá þessum samfélögum til íslands og þær skortir algjörlega femíníska meðvitund af því að kvennabaráttan hefur stig- ið svo mörg skref aftur á bak í heimalöndum þeirra." Hvernig finnst þér fjölmiðlaumfjöllun um innflytjendur á íslandi? „Fjölmiðlar draga oft upp neikvæða eða að minnsta kosti staðlaða mynd af innflytjendum. Annað hvort það eða þá mataruppskriftir. Fyrirjólin ertil dæmis oft hringt í mig og ég beðin um að koma í viðtal og gefa uppskrift frá heimalandi mínu. Ég svara þvíjafnan til að ég kunni ekk- ert að elda og kæri mig ekki um þesslags umfjöllun. Reyndar var umfjöllunin í kringum útlendingafrumvarpið mjög góð og málefnaleg. En í fjölmiðlum finnur maður alltaf einhverja tilhneigingu til að mála myndina sem svartasta. Til dæmis heyrum við oft slæmar fréttir um inn- flytjendur á öðrum Norðurlöndum. Það er mikið talað um atvik sem eiga að „sanna" hversu erfitt sumum þjóðum gengur að aðlagast vestrænni menningu. Og oft er þá reynt að spá í hvort eitthvað slíkt geti komið fyrir hér. Að mínu mati er þetta fyrst og fremst ábyrgðaleysi af hálfu rit- stjóra blaðanna. Skrifuð orð hafa miklu meiri áhrif en töluð orð." tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.