Vera - 01.06.2004, Side 30

Vera - 01.06.2004, Side 30
Erfit að vinna „venjul fólk »Elín Ebba Ásmundsdóttir er forstöðuiðjuþjálfi á Geðdeild LSH. Hún er líka lektor við Háskólann á Akureyri og kennir þar sálfélagslega nálgun, auk þess að halda fyrirlestra fyrir almenning. Hún hefur unnið með geðsjúkum í tengslum við Geðrækt og nú er hún hluti af félagsskapnum Hugarafl, sem m.a. stefnir að því að geðsjúkir vinni að rannsóknum með heilbrigðisstarfsfólki. Elín Ebba er óvenjuleg kona og sérlega glaðvær. Hún talar fjálglega um kaffihúsið Kaffi Klikk, sem hana dreymir um að geðsjúkir reki í miðborg Reykjavíkur. Hún beitir sérkennilegri tækni í fyrirlestrum sínum - sem m.a. hefur birst þannig að hún hefur stokkið upp á borð og tekið yfirlækna ofan af palli og hún vill láta fólk hlæja, alveg óháð því hvort því þyki eitthvað fyndið. Elín Ebba hefur líka mjög ákveðnar hugmyndir um hvað manneskjur þurfa til þess að geta verið hamingjusamar og það tengist allt blómamynstrinu í buxunum hennar. Er konan klikk eða hvað er á seyði? Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hitti hana um daginn í fallega bakhúsinu hennar við Laugaveg. 30 / 3. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.