Vera - 01.06.2004, Síða 33

Vera - 01.06.2004, Síða 33
Elín Ebba er þekkt íyrir að nota húmor og hlátur í starfi sínu, bæði inni á geðdeild og líka í fyrirlestr- um. Hún hamrar mjög á mikilvægi húmorsins og segist stundum nota svokallaða „hlátursbylgju” ef hún tali yfir stórum sal. Þá lætur hún fólk byrja að hlæja á einurn stað og hláturinn svo breiðast út. „Ég vil kenna fólki að það þarf ekkert endilega að hlæja að ein- hverju sérstöku,” segir Ebba. „Ef þindin hreyfist gerir það sama gagn fyrir líkamann. Að hlæja gefur sömu vellíðan og að stunda líkams- rækt eða fara í jóga, nema hægt er að ná sama árangri á miklu styttri tíma með því að hlæja hressilega. Við þurfum öll á því að halda. Ég stakk einhvern tíma upp á því við Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra að ríkið fjárfesti í hlátursbúll- um og færi í samkeppni við bjór- búllurnar. Það myndi skila sér margfalt heilsufarslega. Þá gæti fólk komið eftir vinnu, horft á fyndnar myndir, sagt brandara og hlegið innilega í lok dagsins. Vinnustaðir gaetu líka tekið þetta upp. í iðju- þjálfuninni létum við fólk hlæja inn á segulbandsspólu og söfnuðum saman alls kyns hlátri. Ef við vorum leið settum við spóluna af stað og það var eins og við manninn mælt, við fórum öll að hlæja vegna þess að hláturinn var svo smitandi. Þá spunnust umræður um eitthvað fyndið og okkur leið öllum miklu betur.” Geðræktarkassinn er líka kom- inn úr hugmyndasmiðju Elínar Ebbu í Geðræktinni. Hún hefur hvatt alla til að eiga kassa með hlut- um sem vekja upp góðar minningar og vellíðan. Þar gæti t.d. verið víd- eóspóla, músík, gömui ástarbréf, símanúmer hjá fólki sem hefur góð áhrif á mann, fyndin kort o.s.frv. Hvaðeina sem gleður. „Við getum alveg sett okkur í þær stellingar að brosa, alveg eins og við getum talað okkur niður á við,” segir Ebba. „Geðræktarkassinn þjónar sama hlutverki og sjúkrakassi gerir fyrir minni háttar slys. Hann er geð- sjúkrakassi fyrir lítil áföll. Okkur dettur ekki í hug að hafa sár óhreinsuð og við eigum líka að hreinsa leiðinlegar hugsanir strax, ekki láta þær hlaðast upp. En auð- í GEÐRÆKTINNI ER SJÁLFSTRAUSTIÐ ÞAÐ MIKILVÆGASTA AF ÖLLU. ÞEGAR FÓLK LENDIR í ÁFÖLLUM EÐA SLYSUM HRYNUR LÍF ÞESS OG ÞAÐ MISSIR ALLA STJÓRN. MEÐFERÐIN GENGUR ÚT Á AÐ FÓLK NÁI AFTUR TÖKUM Á LÍFI SÍNU - OG ÞÁ ÞARF AÐ BYGGJA Á ÞVÍ SJÁLFSTRAUSTI SEM ER TIL STAÐAR vitað förum við á slysavarðstofuna við stórslys og það sama gildir um alvarleg veikindi sem maður nær engum tökum á.” Útlitsdýrkunin kæfir sköpunarkraftinn „Við getum gert svo margt sjálf og við getum kennt börnunum okkar svo margt. Ég er innilega sammála honum Stefáni Karli þegar hann segir að í einelti sé fólk alvarlega skaðað, vegna þess að þar er verið að ráðast á sjálfsmynd þess. Þegar ráðist er á sjálfsmynd fólks myndast ósýnileg sár og mest af okkar van- líðan hefur með sjálfsmyndina að gera. Þegar ég var fengin til að halda erindi við útskrift sonar míns, þá talaði ég um mikilvægi sjálfstrausts- ins. I geðræktinni er sjálfstraustið það mikilvægasta af öllu. Þegar fólk lendir í áföllum eða slysum hrynur líf þess og það missir alla stjórn. Meðferðin gengur út á að fólk nái aftur tökum á lífi sínu - og þá þarf að byggja á því sjálfstrausti sem er til staðar. Frá því að börnin okkar fæðast erum við að móta sjálfstraust þeirra og okkar eigin sjálfstraust hefur áhrif á hvernig til tekst. Slæm sjálfsmynd smitar út frá sér. Svo skiptir líka miklu máli að þau velji það sem þau eru klár í og fái að rækta það. En það er ekki nóg að vera klár í einhverju ef maður hefur ekki umhverfi sem hvetur. Vel- gengni snýst um sambland af hæfi- leikum og hvernig hæfileikarnir fá að njóta sín í samskiptum við aðra. Það er ekki tilviljun að þegar reynt er að selja okkur vörur er stílað inn á það að við séum ekki alveg nógu góð. „Ef þú notar þetta eða þetta, þá verðurðu í lagi...” Margar auglýsing- ar gera ráð fyrir því að fólki líði ekki nógu vel og reyna að telja því trú um að það geti keypt sér vellíðan.” Við ræðum um staðalímyndir í auglýsingum. Um strákana sem eru kúl og töff, taka sjensa og þeysa um á snjóbrettum og stelpurnar sem eru sætar og sexí. Elín Ebba segist sannfærð um að útlitsdýrkunin haldi niðri sköpunarkrafti kvenna. „Konur eru gerðar svo uppteknar af því sem í raun eru algerir smámunir. 4 vera / 3. tbl. / 2004 / 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.