Vera - 01.06.2004, Qupperneq 39

Vera - 01.06.2004, Qupperneq 39
Samanburður á við- horfi til persónu- leika- og hegðunar- þátta og viðhorfi til ímyndar. Þá hafa rannsóknir sýnt að ef fólk telur einstaklinga myndarlega hefur það tilhneigingu til að eigna því mörg önnur jákvæð einkenni. Myndarlegt fólk er metið félags- lyndara, sjálfsöruggara og í betra tilfinningalegu jafnvægi en ómyndarlegt fólk og það er síður talið einmana og kvíðið. Þetta á bæði við um mat á konum og körlum. Heill- andi menn eru metnir greindari og sáttari við sjálfa sig en menn sem eru minna heillandi og heillandi konur er tald- ar félagslyndari og framtakssamari en þær sem síður eru heillandi. Fegurð og aðdráttarafl einstaklings virðist því geta betrumbætt persónuleika hans út á við. Þá eru bæði kynin talin líkleg til að vegna betur ef þau eru talin mynd- arleg. Að vera myndarleg og ná langt Þátttakendur þessarar rannsóknar voru rúm 300 manns af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16 - 84 ára sem mátu sex einstaklinga, þrjá karla og þrjár konur, sem starfa og birt- ast í sjónvarpi út frá hegðunar- og persónuleikaþáttum. Allar niðurstöður sem fjallað er um eru tölfræðilega mark- tækar. Helstu niðurstöður voru að konur voru metnar vin- gjarnlegri en karlar, líklegri til að leggja áherslu á fjölskyld- una og vera barngóðar. Þær fengu hærri einkunnir fyrir út- litsþætti en karlar (s.s. myndarleika) og taldar líklegri til að líta alltaf vel út og fylgjast vel með tískunni. Karlar voru hins vegar taldir líklegri en konur til að ná langt í starfi, fá stöðuhækkun og vanda vinnubrögð sín. Jákvæð fylgni kom fram á milli myndarleika fólks ann- ars vegar og frama- og útlitsþátta þeirra. Þetta þýðir að myndarlegt fólk er talið líklegra til að fylgjast vel með tísk- unni, líta alltaf vel út, fá stöðuhækkun og ná langt í starfi en þau sem síður eru metin myndarleg. Jákvæð fylgni kom einnig fram á milli myndarleika fólks og einstakra framkomuþátta, svo sem að vera met- in(n) skemmtileg(ur), líkleg(ur) til að vera sjálfsörugg(ur) og líkleg(ur) til að vera í tilfinningalegu jafnvægi. Þegar niðurstöður á mati á líklegum hegðunar- og per- sónuleikaþáttum einstaklinga og hvort þeir hafi góða ímynd eða ekki, voru skoðaðar i samhengi komu í Ijós sterk línuleg tengsl þessara tveggja þátta (sjá mynd að ofan). Afstaða til ímyndar einstaklings og líklegra hegðun- MYNDARLEGT FÓLK ER METIÐ FÉLAGSLYNDARA, SJÁLFSÖRUGGARA OG í BETRA TILFINNINGALEGU JAFNVÆGI EN ÓMYNDARLEGT FÓLK OG ÞAÐ ER SÍÐUR TALIÐ EINMANA OG KVÍÐIÐ ar- og persónuleikaþátta hans virðist því vera nátengd. At- hygli vakti að það virtist hafa svipuð áhrif á ímynd karla og kvenna hvort þau væru talin líkleg til að leggja áherslu á fjölskyldu sína, talin barngóð eða í tilfinningalegu jafn- vægi. Áhrif staðalmynda Niðurstöður sýna að staðalmyndir virðast hafa töluverð áhrif á mat á sjónvarpsfólki, þrátt fyrir sömu stöðu kynj- anna innan fyrirtækisins. Kynið sem slíkt virðist því hafa mikil áhrif á viðhorf gagnvart einstaklingnum. Konur virt- ust hafa meiri trú á báðum kynjum en karlar. Ef starfs- framaþættir eru fyrst skoðaðir kom í Ijós að trú kvenna á konum var minni en trú þeirra á körlum. Karlar höfðu einnig minni trú á starfsframa kvenna en starfsframa karla. Athyglisvert er líka að skoða samanburð á mati kynj- anna á körlum annars vegar og konum hins vegar. Konur töldu karla líklegri til að ná langt í starfi, fá stöðuhækkun, vanda vinnubrögð sín og líta alltaf vel út, vera barngóðir og leggja áherslu á fjölskyldu sína en karlar töldu kyn- 4

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.