Vera - 01.06.2004, Page 50

Vera - 01.06.2004, Page 50
/ YSTU MORK GRIMMDARINNAR SUMIR ANGAR FEMÍNISTAHREYFINGARINNAR VILJA HALDA ÞVÍ FRAM AÐ AUKNAR VINSÆLDIR KLÁMS SÉ MERKI UM AUKIÐ JAFNRÉTTI OG FRELSI í KYNLÍFI. Á SAMA TÍMA HEFUR FEMÍNISTUM SEM ERU Á MÓTI KLÁMI VERIÐ ÝTT TIL HLIÐAR í UMRÆÐUNNI. OG MEÐAN ÞESSU VINDUR FRAM HALDA KLÁM- JÖFRARNIR ÁFRAM AD GRÆÐA Á TÁ OG FINGRI fucking face. All the way down, choke, choke," og „That's real face fucking". Þegar hér er komið sögu er andlit henn- ar afmyndað og hún virðist þjást. Hún leggst á jörðina og karlmennirnir nálgast hana aftan frá. „Eat that whole fuck- ing dick. ... You little whore, you like getting hurt," segir einn þeirra. Eftir að þeir hafa allir sprautað sæði upp í hana flæðir sæðið út á líkama hennar. Að loknu siðasta sáðlát- inu teygir hún sig í vínglasið, tekur gúlsopa og lítur upp til kærastans og segir: „God, I love you baby." Brosið dofnar á andliti hennar og yfir færist sársaukafullur svipur niður- lægingar og örvæntingar. Það sem klám segir um karla og konur Ég get ekki vitað nákvæmlega hvernig konunum í þessum klámmyndum leið, líkamlega eða tilfinningalega, meðan á tökum stóð. En það sem Bella Donna, ein þeirra sem kom fram í „Two in the Seat #3" sagði í sjónvarpsviðtali var þetta: „Maður verður að undirbúa sig líkamlega og and- lega fyrir svona senur. Ég meina, ég fer í gegnum visst ferli í hálfan sólarhring fyrir tökur. Ég hætti að borða klukkan fimm síðdegis. Ég fæ mér, þú veist, tvær stólpípur og svo borða ég ekkert um morguninn. Þetta er svo erfitt fyrir lík- amann." Enda þótt sársaukinn sem sjá má i senunum sem lýst var hér að framan væri uppgerð en ekki raunverulegur, hvernig stendur þá á að leikstjórarnir klippa ekki út þessi svipbrigði? Ég sé aðeins tvö möguleg svör: Annað hvort sjá þeir ekki ástæðu til þess vegna þess að slíkt vekji hvort eð er ekki eftirtekt áhorfenda og dragi því ekki úr sölu myndanna, eða þá að þeir telji sig vita að áhorfendurnir vilji sjá konurnar kveljast; að sársauki kvenna selji. Og hvers vegna finnst sumum karlmönnum það að valda kon- um sársauka á meðan á kynlífi stendur annað hvort ekki hindrun fyrir því að þeir njóti kynlífs eða þá atriði í því að auka unaðinn af kynlífi? Ég held að það snúist allt um hin ystu mörk.Það eru tak- mörk fyrir hvað fólk getur stundað kynlíf á margbreytileg- an máta, svona tæknilega séð. Það er takmarkaður fjöldi líkamshluta og -opa, tak- mörkuð fjölbreytni sem hægt er að nota við að mynda þann núning sem veldur örvun og tilfinningaviðbrögðum. Þess vegna ganga frásagnir af kynlífi oft út á eitthvað um- fram það tæknilega. Þegar venjulegar Hollywoodmyndir sýna kynlíf er það yfirleitt út frá sjónarmiðum ástar eða væntumþykju, sem flestir tengja við kynlíf. En klámmynd- ir hafa ekki þann möguleika því, eins og rannsóknir mínar hafa sýnt, karlmenn horfa á þær til þess að forðast ást og væntumþykju og vilja eingöngu kynferðislega útrás. Og það þýðir að klám sem ekki sýnir tilfinningaleg til- brigði verður tilbreytingarlaust og óáhugavert, meira að segja í augum þeirra karlmanna sem horfa eingöngu á það til þess að auðvelda sér sjálfsfróun. Og þess vegna þarf klámið að fara út á ystu nöf. Þegar lagaákvæðum um klám í Bandaríkjunum var smám saman aflétt á áttunda og níunda áratugnum urðu endaþarmsmök ystu mörkin vegna þess að litið var á þau sem eitthvað sem konur vildu ekki. Eftir því sem enda- þarmsmök urðu fastur liður bættu 'gonzo' myndirnar við tvöföldum samförum (þar af endaþarmsmökum) og munnmökum þar sem konur kúgast - aftur það sem karl- menn álíta að konur vilji almennt ekki. Nú orðið nýtur klám svo almennra vinsælda að mörkin eru alltaf að færast. Eða eins og Jerome Tanner sagði, þegar hann tók þátt í hring- borðsumræðum klámmyndaleikstjóra sem birtar voru í Adult Video News: „People want it harder, harder and harder, because ... what are you gonna do next?" (Fólk vill það hörkulegra, hörkulegra og hörkulegra, því... hvað áttu svo sem að gera næst?) Það er ekki að undra að 'þessi nýju ystu mörk' innihaldi meira og meira af ódulinni grimmd - það er auðveldur kostur því feðraveldið drottnar yfir undirokuðum konum og því er auðvelt að velja þá leið. Að sjálfsögðu erum við öll fær um að sýna af okkur grimmd. En það viðtekna klám sem ætlað er gagnkynhneigðum er orðið þannig að við hljótum að spyrja: Hvers vegna hefur grimmd orðið svo tengd kynlífi í huga sumra karla? Rannsóknir femínista hafa fyrir löngu staðfest að nauðgun felur í sér kynlífstengt vald, að í hugum karla tengist unaður í kynlífi yfirráðum og því að hafa stjórn. Frasinn „nauðgun snýst ekki um kynlíf heldur vald" er því villandi; nauðgun er þegar slær saman kynlífi og drottnun- arhneigð og snýst um stjórnun á kynlífi. Og ( þessum menningarheimi er nauðgun sjálfsögð. Það er að segja, í menningarheimi þar sem sú skilgreining á kynlífi verður æ algengari að karlmenn hafi ánægju af konum, er nauðgun einn tjáningarmáti þess menningarheims, ekki brot á regl- unum innan hans. Kynlíf er svið þar sem karlmenn þjálfast 50/3. tbl. / 2004 / ver«

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.