Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 4
34 TÍMARIT VFI 1960 einnig hefur kynnst nokkuð högum okkar, en við erum um margt einna skyldastir norskum háttum, enda þótt samneyti á atvinnumálasviðinu sé eigi mikið. Víst er um það, að það, sem þessir erlendu menn hafa fram að flytja, verður okkur mikill fengur og vænlegur til samanburðar við okkar hagi. Hinir islenzku framsögumenn okkar eru ungir menn og vel vakandi um veiferðarmál þau, er við tökum hér til meðferðar. Væntum við einnig mikils af þeim. Nefndin þakkar öllum þeim, sem aðstoðað hafa hana við undirbúning þessarar ráðstefnu, framkvæmdastjóra Verkfræðingafélagsins, er unnið hefur ötullega fyrir nefndina, svo og stjórn félagsins og félagsmönnum fyrir skerf þann, er þeir hafa lagt til málanna með ritgerð- um sínum. Þá einnig hagstofustjóra Islands, leiðbeining- ar hans og skrifstofustjóra hans og ráðleggingar, banka- stjóra dr. Benjamin Eiríkssyni, eigi aðeins leiðbeiningar hans og aðstoðarmanns hans, Torfa Ásgeirssyni hag- fræðingi, heldur og að bankastjórinn lagði góðfúslega á sig að taka saman erindi um hugðarefni okkar frá sjón- armiði bankamannsins. Ennfremur þakka ég þeim inn- lendu fyrirlesurum okkar þeirra mikilsverðu aðstoð, sem gert hefur okkur fært að efna til þessarar ráðstefnu. Jeg vil ogsá her fremföre vor hjærteligste tak til vore skandinaviske gæster, sem har været sá venlige at pá- tage sig en rejse hertil for at fremföre sine synspunkter fra sit hjemland, til de hoveddiskussionsemner, som vi har i sinde at dröfte her pá dette möde. Det er et værdi- fuldt bidrag vi fár derved, at fá lejlighed til at göre sammenligning med vore skandinaviske nabolande, pá disse specielle felter. Vi er meget taknemlige herfor og byder Dem hjærtelig velkomne til vort möde. VÉLVÆÐING OG VINNUHAGRÆÐING Eftir Svein Bjömsson, verkfræðing INNGANGUR Tilgangur þessa erindis er að gera í stórum dráttum sögulega grein fyrir tæknilegri þróun hér á landi síð- ustu áratugi, ræða um vinnuhagræðingu, svo langt sem hún nær, og jafnframt að bregða upp dæmum af nýtingu fjármagns og vinnuafls í nokkrum atvinnu- greinum til að kanna hið núverandi þjóðhagslega (nat- ional-ökonomiska) gildi þeirra. Æskilegt hefði verið að geta brugðið upp slíkum dæmum frá eldri tíð til saman- burðar, en því miður skortir heimildir. Vegna örar vél- væðingar má segja, að bylting hafi orðið í atvinnuhátt- um hér á landi síðustu 15—20 ár. Fyrir framtíðarþróun atvinnuvega og lífskjara okkar skiptir það miklu máli, hvað við lærum af reynslu þessa tímabils og hvort við notfærum fengna þekkingu af hispurleysi í viðleitninni til að móta heilbrigt atvinnulíf og auka verðmæti þjóð- arframleiðslunnar. Fámenn, févana þjóð, sem á fátt auðunninna náttúru- auðæfa og vill á skömmum tíma verða efnahagslega sjálfstæð og búa sér og afkomendunum lífskjör, sem sambærileg eiga að geta talizt lífskjörum annarra menn- ingai'þjóða, verður að leggja ríka áherzlu á, að vinnuafl hennar og það fjármagn, sem hún hefur úr að spila nýtist ekki verr en ástæður leyfa, og reynt sé að láta framleiðsluþættina skila þjóðarbúinu sem mestum arði. Fyrir þessu er að sjálfsögðu engin óyggjandi formúla. Því verður t. d. varla slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að við eigum að stunda vissar atvinnugreinar og aðrar ekki. Hitt er veigamikið atriði, að við gerum okkur far að haga uppbyggingu framleiðslutækjanna þannig, að þau hafi vegna markaðar, hráefnisöflunar, stærðar, út- búnaðar, staðsetningar, o. s. frv., hvert um sig og upp til hópa viðunandi nýtingarmöguleika fyrir vinnuafl og fjármagn. Takmark vinnuhagræðingarinnar er svo að auka frek- ar nýtingu eða framleiðni* framleiðsluþáttanna i starf- andi fyrirtækjum með kerfisbundnum rannsóknum og ráðstöfunum, sem miða að aukningu framleiðslunnar samfara bættum vinnubrögðum og skipulagi til að spara vinnuafl, hráefni, orku og hvers konar tilkostnað. Það yfirlit, sem hér verður leitazt við að gefa, verður fjarri þvi að vera tæmandi á nokkurn hátt. Verði það til að vekja einhverja til umhugsunar um það, hvernig við getum náð betri tökum á framtíðarþróun atvinnu- veganna með tilliti til þess handahófsbrags, sem óneit- anlega hefur einkennt margt í atvinnulífi okkar síðari ár, má segja að tilgangi þess sé náð. Fróðleikur sá, sem hér fer á eftir er samsafn úr ýms- um áttum eins og sést af heimildarskrá. Sérstaklega skal þó tekið fram, að ýmsir verkfræðingar o.fl. hafa sam- ið skýrslur í tilefni þessarar ráðstefnu um nokkrar fram- leiðslugreinar og að stuðzt hefur verið að nokkru við upplýsingar úr þeim. Á þetta sérstaklega við um hlutann um landbúnað, auk þess, sem upplýsingar um nýtingu fjármuna og vinnuafls í einstökum greinum eru allar sóttar í slíkar skýrslur. (Ýmsar töflur, sem vísað er til, er að finna í viðauka). Landbúnaður. Þessi elzti atvinnuvegur Islendinga er talinn hafa stað- ið óbreyttur að mestu, að því er búskaparhætti varðar, frá söguöld til síðustu aldamóta. Fyrstu hestaverkfær- in, sláttuvél og rakstrarvél, voru að vísu flutt inn fyrir J) Skilgreining: Nýtingarhlutlalliö milli ákveðina framleiðslu- magns (eða verðmætis) og magns hinna ýmsu þátta framleiðsl- unnar, sem til þurfti, s.s. vinnu, fjárfestingar, fjármagns, orku o. s. frv. f daglegu tali er orðið ýmist notað í merkingunni vinnuframleiðni eða í víðustu merkingu, þ. e. a. s. total fram- leiðni, og er þá átt við, að aukning framleiðni sé í því fólgin að framleiða meiri og/eða betri vöru með sama eða lækkuðum tilkostnaði.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.