Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 5
TÍMARIT VFl 1960 35 síðustu aldamót, en það er ekki fyrr en kemur fram á annan áratug þessarar aldar, að bændur fara að eign- ast þessi tæki að einhverju ráði. Fram til 1945 fjölgar þessum verkfærum talsvert um leið og' ný hestaverkfæri bætast við, svo sem snúnings- vélar, múgavélar og áburðardreifarar, en verkfærakost- ur þessi verður þó ekki almennari en svo, að I upphafi þess árs á aðeins tæpui' helmingur bænda hestasláttu- vélar. Eftir þetta fara bændur að hagnýta sér vélknúin landbúnaðartæki svo orð sé á gerandi og hefst þá mikill innflutningur búvéla, sem eykst verulega, þegar kemur fram á sjötta áratuginn. 1 árslok 1958, þegar bændur landsins eru taldir vera um 6000 er talið, að búvéla- eign landsmanna sé eins og tafla nr. 1 sýnir. Upptalningin ber með sér m.a.,hve mikillar fjölbreyttni gætir í vélvæðingu landbúnaðarins og eru þó t. d. jeppar bænda og súgþurrkunartæki ekki meðtalin (um 2500 stk. af hvoru). Á árunum 1945—58 hefur meginþorri bænda eignazt dráttarvélar og meira eða minna af verkfærum við þær. Reiknað á verðlagi ársins 1954 reynist meðalverð- mæti vélakosts á bónda vera kr. 11.200 árið 1946, en kr. 36.400 árið 1958. Er þannig um ríflega þre- földun að ræða. Sé fjárfesting vegna búfjár, vélvæðingar, útihúsa og ræktunar reiknuð á sama hátt í einu lagi miðuð við hvern bónda, reynist hún vera kr. 186 þús. 1946, en kr. 352 þús. 1958 eða tæplega tvöföld. Telja má að starfsmannafjöldi í landbúnaði (umreiknaður í karlmannsgildi) sé tæplega 15% minni í lok tímabilsins en í upphafi (1946 11981, 1958:10204). Meðalfjárfesting ræktunar (v/nýræktar, grjótnáms, girðinga og vélgrafinna skurða) á hvern hektara fer stöðugt vaxandi á þessum árum og eykst t. d. um 18% frá 1945 til 1957. Einlcum stafar þetta af vaxandi fram- ræslu með vélgröfnum skurðum, en þá ber jafnframt að hafa í huga, að þessi framræsla nær til mikils óbrotins og óræktaðs lands. Nýrækt túna eykst á árunum 1945—57 um tæp 76%. Töðufall eykst einnig mikið á þessum árum eða um ná- lega 90% frá 1947 til 1957, en á sama tíma minnkar úthey um 30%. Notkun áburðarefna pr. ha. eykst veru- lega á þessum árum og er aukning meðalnotkunar á hektara af túni 1950 til 1957 t. d.: köfnunarefni 88% fosfórsýra (P=0,,) 130% kali (K..O) 41% Ekki virðist grasspretta eða heymagn aukast í hlutfalli við áburðarnotkun, en það er vart mælikvarði á sprett- una, þar sem tún eru í vaxandi mæli notuð til beitar, en auk þess er heymagn ákvarðað með mati einu saman, og því vart áreiðanlegur grundvöllur. Heyja er nú aflað að langmestu leyti á ræktuðu landi, og er talið, að meira en helmingur heyforðans sé súg- þurrkaður eða verkaður sem vothey, þannig, að bændur eru ekki nærri þvl eins háðir veðráttu og áður. Aukning helztu búsafurða, þegar borin eru saman árin 1946 og 1958 er sem hér segir: Mjólk 55%, sauðfé (slátr- að) 84%, nautgripir (slátrað) 55%, hross (slátr.) 13,8%. Meðalbú var sem hér segir: 1946 1958 Fóðraðar kindur 80 128 Kýr 4,3 6 Hross 6,5 4,3 Þess ber að gæta, að sauðfjárbúskapur hefur á þessu tímabili goldið gífurlegt afhroð vegna sauðfjársjúkdóma. Samfara framleiðsluaukningunni hafa bændur að sjálf- sögðu varið miklum tíma til byggingar og ræktunar. Flestar jarðir hafa verið hýstar að meira eða minna leyti á þessu tímabili. Vinnuhagræðing í áðurgreindum skilningi tíðkast yfir- leitt lítið, enn sem komið er hér á landi, og gildir þetta einnig um landbúnað. Hins vegar hefur í marga manns- aldra átt sér stað skipulögð leiðbeiningarstarfsemi bún- aðarráðunauta í þágu bænda, sem eflaust hefur verið landbúnaðinum ómetanleg lyftistöng. Um einstakar greinar búskaparins, rannsóknarstarf- semi í þágu landbúnaðar og menntunarskilyrði bænda, er ekki unnt að ræða í þessu stutta yfirliti. Sjávarútvegur. Fiskveiðar hafa frá fornu fari verið stundaðar af Is- lendingum, enda þótt ekki sé um fiskútflutning á nútíma- mælikvarða að ræða, fyrr en fer að líða á þessa öld. Það, sem einkum ræður þróun þessa atvinnuvegar er aðstaða landsmanna til utanríkisviðskipta og siglinga, stærð, út- búnaður og öryggi fiskiskipanna, veiðitækni, hafna- og vitagerð, aðstaða til að hagnýta aflann í landi, skipstjórn- arkunnátta, veðurfréttaþjónusta og nú á siðari árum haf- rannsóknir í vaxandi mæli, skipulögð fiskileit, auk álags fiskimiðanna o. fl. Hér verður aðeins rætt lítil- lega urn veiðiskipin, veiðitæknina og hafrannsóknir. Segja má, að á fyrstu fimm árum þessarar aldar eigi sér stað þeir atburðir í fiskveiðisögu Islendinga, sem marka algjör þáttaskil. Þá hefst vélvæðing sjávarútvegs- ins með því, að byrjað er að setja hreyfla í fiskibáta 1902 og þremur árum síðar eignast Islendingar fyrsta togarann. Vélvæðing fiskiflotans gengur nokkuð hratt fyrir sig, sem sést á því, að tiu árum síðar, 1915, eru komnar aflvélar í um % liluta fiskiskipastólsins (miðað við rúmlestatölu). Þilskipin svokölluðu hverfa og segl- skip byrja að týna tölunni, en í staðinn koma botn- vörpuskip (1915 : 20 skip, rúml. þriðjungur flotans að rúmlestum) og vélbátar, sem stöðugt fjölgar jafnframt því, sem þeir stækka. Gekk þessi þróun fram til 1930 með litlum truflunum. Eftir heimsstyrjöldina fyrri voru fluttir inn margir línuveiðarar, en þeir reyndust miður vel og eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Á árunum frá 1930 til loka síðari heimsstyrjaldarinnar einkennist þróun fiskiskipastólsins af afturför, fyrst vegna kreppuástands og síðar af styrjaldarástæðum og var flotinn raunverulega aðeins minni í árslok 1945 en fimmtán árum áður, auk þess, sem meðalaldur skip- anna hafði hækkað stórlega. Á næstu fjórum árum á sér stað stórkostleg endurnýjun og aukning fiskiflot- ans, er hann eykst um 120%, að langmestu leyti af full- komnum, nýjum skipum og stærri, en áður höfðu þekkzt hér. Var meðalstærð nýju togaranna (651 lest) t. d. helm- ingi meiri en þeirra, sem fyrir voru. Flestir nýju togar- arnir voru búnir olíukynntum gufuvélum í stað kola- kynntra véla gömlu togaranna. Þrjú þessara skipa voru með dieselvélum og reyndust þær svo hagkvæmar, að síðan hafa aðeins verið fluttir inn dieseltogarar. Stærð þeirra hefur enn aukizt og eru hinir nýjustu um 1000 rúml. Innflutningur minni fiskiskipa úr stáli hófst 1955 og hefur farið vaxandi síð'an. I árslok 1959 var fiskiskipa- stóll Islendinga rúmlega 60 þús. rúml. og hefur aukizt verulega á þessu ári (sjá töflu 3).

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.