Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 9
TÍMARIT VFl 1960 39 ur eru slikar upplýsingar ekki fyrir hendi. Næsti ræðu- maður mun hins vegar nefna ýmis dæmi um erlenda stuðla. Tekið skal fram, að stuðlarnir eru ekki algjörlega samanburðarhæfir innbyrðis, þar sem þeir eru unnir úr mismunandi skilmerkilegum gögnum og sums staðar hefur verið byggt á áætluðum forsendum að meira eða minna leyti. (s) (fF) (fv) ‘) (vF) (1000 kr.) Búskapur (meðalbú) 5,8 17,2 45 259 Togaraútgerð 2,3 43,5 143 330 Vélbátaútgerð (línuveiðar) 7,9 12,7 95 750 Mjólkuriðnaður 2,0 50,0 227 448 Kjötiðnaður 1,9 52,8 86 167 Frysting fisks 1,9 52,8 90 171 Saltfiskverkun 3,6 27,8 63 227 Skreiðarverkun 7,1 14,1 53 379 Mjöl- og lýsisframl. 8,8 11,4 252 2,221 Sementsframleiðsla 4,0 25,0 407 1,610 Áburðarframleiðsla 6,6 15,2 366 2,394 Vélræn netaframl. 3,9 25,7 126 491 Trésmíðaiðnaður 2,4 41,7 113 277 Steinsteypuvöruframl. 1,6 62,5 100 157 Logsuðugasframleiðsla 3,8 26,4 85 318 Raftækjaframl. 2,5 40,0 80 198 Raforkuvinnsla -) 55,0 1,82 171 9,450 Raforkudreifing & smásala 13,6 7,36 119 1,627 Raforkuvinnsla & dreifing 24,8 4,04 126 3,100 Hver þeirra stærða, sem notuð er í einstökum stuðl- um kann að vera breytileg vegna utanaðkomandi á- hrifa frá einu ári til annars, svo sem vegna mismun- andi nýtingar afkastagetu, breytilegs verðlags fram- leiðslu- og rekstrarvöru og einnig er þess að gæta að ólík verðmyndunaraðstaða í mismunandi framleiðslu- greinum hefur áhrif í samanburðargildí stuðlanna. Er því nauðsynlegt að taka tillit til þessara hluta, þegar stuðlar eru reiknaðir út eða bomir saman. Til viðbótar þvi, sem áður er sagt um þessa stuðla skal tekið fram, að þeir gilda allir um rekstur ársins 1958, nema tveir, sem gilda fyrir 1959 (steinsteypuvör- ur og raftækjaframleiðsla). Aðeins stuðlarnir fyrir bú- skap, mjólkuriðnað, sementsframleiðslu3) og áburðar- framleiðslu, ná yfir alla framleiðslugreinina, sem um er að ræða. Hinir stuðlarnir styðjast flestir við lítinn hluta framleiðslugreinarinnar eða aðeins eitt fyrirtæki og þurfa því ekki að endurspegla ástand í greininni allri. Vegna þessa og þess, sem áður getur um nákvæmni stuðlanna er hæpið að draga ákveðnar ályktanir út frá einstökum tölum, sem koma fram í töflunni. 1 heild ætti hún þó að gefa sæmilega hugmynd um þá hluti, sem henni er ætlað að varpa ljósi á, en m.a. er það eftirfarandi: Þegar rætt er um að auka fjárfestingu i tilteknu fyrirtæki, þarf að vera hægt að leggja dóm á það, hver áhrif hún hafi á vinnsluvirði samanborið við þá fjár- festingu, sem fyrir er. Þetta sýnir samanburður stofn- ') Eining þessa fiamleiönistuðuls er hér raunverulega þús. kr. nettóvinnsluvirðis. 2) Raforkuvinnsla og dreifing ei’ í raun og veru í sórílokki miðað við ofangreindar starfsgreinar, en er tekin með til fróð- leiks. fjárstuðuls og ,,marginal“-stofnfjárstuðuls. Er augljóst, að þetta er ekki sízt mikilvægt, þegar um er að ræða fjárfestingu í hinum ýmsu greinum þjóðarbús- ins. Augljóst er, að því minni, sem hluti arðbærrar fjár- festingar er af heildarfjárfestingtmni, því lægri verður stofnfjárstuðull þeirra atvinnugreina, sem fé er fest í að vera, að öðru jöfnu, til að þjóðartekjurnar minnki ekki miðað við fjárfestingu. Samanburður stofnfjárstuðla margra fyrirtækja innan sömu greinar mundi eflaust leiða í ljós ákaflega misjafna nýtingu fjármagns. I þessu sambandi vaknar t. d. spurn- ing um það, hver sé að öðru jöfnu heppileg stærð búa eða frystihúsa. Sé litið á fiskiðnaðinn sést, að frysting virðist hafa mun hagstæðari stuðla en t. d. saltfisk- og skreiðaverk- un, og kemur það ekki á óvart. Séu nú þessar frum- vinnslugreinar, ef svo mætti kalla þær, bornar saman við mjöl og lýsisframl., sem byggir að talsverðu leyti á vinnslu úrgangs, einkum frá frystihúsunum, sést, að stofnfjárstuðlar frumvinnslugreinanna eru mun lægri. I þessu tilfelli hjálpar mjöl- og lýsisvinnslan til að lækka stofnfjárstuðla hinna með þvi að nýta úrgang þeirra og gera úr honum verðmæti. Eðlilegt er, að stofnfjárstuðlar ólíkra atvinnugreina séu mismunandi, en væru til upplýsingar um stofnfjár- stuðla frá eldri tímum mundi samanburður við stuðla sömu greina nú, að nokkru leyti varpa ljósi á, hvers virði vélvæðingin á ýmsum sviðum hefur raunverulega orðið með tilliti til vinnsluvirðis. Framleiðnistuðull fjármagnsins (fF), sem er and- hverfa4) (reciprocal) stofnfjárstuðulsins, segir í raun- inni sama hlutinn með öðrum orðum. Að vissu leyti er hann þægilegri í meðförum einkum sem vísitölugrund- völlur á breytingar fjármagnsnýtingar, þar sem hann hækkar og lækkar i samræmi við breytingarnar. Framleiðnistuðull vinnunnar (fv) (einnig kallaður afköst vinnueiningar) i þessu formi (í vinnsluvirðis- einingum), segir til um vinnsluvirði á starfsmann um leið og hann getur myndað almennan vísitölugrundvöll um framleiðni vinnu (t.d. mætti hugsa sér, að hver stuð- ull, yrði grunnur (100) fyrir þá starfsemi, sem hann á við nú og síðar yrðu gerðar samanburðarathuganir á ársfresti). Framleiðnistuðull vinnunnar — vinnsluvirði á vinnu- einingu segir í sjálfu sér lítið, þegar meta á hag- kvæmni fyrirtækja, nema jafnframt sé tekið tillit til stofnfjárstuðulsins. Gildir þetta einnig að nokkru leyti öfugt einkum, þegar þjóðhagsleg sjónarmið eru höfð i huga. Augljóst er, að því fleiri þegnar, sem vinna að framleiðslu, þar sem framleiðnistuðull vinnunnar er hár, því hærri verða þjóðartekjurnar. Vinnueiningarfjármagn (vF) er sú upphæð kölluð hér, sem nemur verðmæti meðalfjármuna á vinnueiningu. Hugleiðingar og niðurstöður. Söguleg atriði. Eftir aldalanga kyrrstöðu i atvinnulífi hér á landi, byrja áhrif tækniframfara nágrannalandanna að gera vart við sig i framkvæmd, um og upp úr síðustu alda- mótum. Þá eignast þjóðin sína fyrstu tæknimenntuðu menn, ritsímastrengur er lagður til landsins, fyrsta raf- s) Framleiðsla liófst 1958 og eru því stuðlarnir að nokkru leyti byggðir 4 áictluðum forsendum. s) Sbr. Orðasafn Rafmagnsverkfrieðingadeildar VFÍ.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.