Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 10
40
TlMARIT VFl 1960
stöðin til almenningsnota hefur starfsemi, fyrstu fiski-
skipin eru búin aflvélum o. s. frv., og það, sem skiptii'
mestu máli er, að um svipað leyti fá Islendingar heima-
stjórn.
Aðallega sakir fátæktar og þekkingarleysis almenn-
ings í verklegum efnum líða 3—4 áratugir áður en vél-
væðing hefst að marki, þegar undan er skilin vélvæð-
ing fiskiflotans. Ber jafnframt að hafa í huga, að þjóð-
in, sem hefur landbúnað að aðalatvinnuvegi allt fram
til 1930, er dreifð um landið og skilyrði til tæknifram-
fara takmarkast að nokkru leyti af þeim sökum.
Á árunum milli 1920—’30 á sér stað sú breyting, að
meiri hluti íbúanna á orðið heima í kaupstöðum eða
kauptúnum (með yfir 300 manns) og eykst verkaskipt-
ing eftir það hröðum skrefum, jafnframt því sem skil-
yrði skapast til sérhæfingar, vélvæðingar og bættrar
afkomu bæði í sveit og við sjó.
Á heimsstyrjaldarárunum síðari aukast tekjur þjóðar-
innar að stórum mun vegna aukinnar eftirspurnar eftir
framleiðslu hennar og vinnuafli, og síðar fær hún er-
lend lán og efnahagsstyrki í stórum stíl. Öðlast hún nú
bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir og tekur
á mörgum verkefnum samtímis, þ. á. m. vélvæðingu bú-
skapar og fiskiðnaðar, endurnýjun fiskiskipastóls, bygg-
ingu nýrra raforkuvera o.m.fl. Á tiltölulega fáum ár-
um verður bylting í atvinnuháttum. Þessi skyndilega
þensla skapar margslungin efnahagsvandamál, sem ein-
kennast af þrálátri verðbólgu, sem með öðru, svo sem
rangri gengisskráningu, skorti erlends gjaldeyris, óheil-
brigðri skattlagningu fyrirtækja, óraunhæfri verðlags-
myndun o. f 1., hefur valdið jafnvægisleysi og jafnvel
öfugþróun í efnahagslífi landsmanna mestan hluta sjötta
áratugsins, sem nú fyrst lítur út fyrir að takast kunni
að stemma stigu við.
Framtíðarhorfur.
Hvað hefur þá reynsla síðustu 15—20 ára kennt okk-
ur, svo vikið sé aftur að því, sem sagt var í upphafi?
Því er ekki auðsvarað, en eflaust á það eftir að koma
í Ijós á næstu árum, á þann hátt, að lífskjör okkai'
beri keim af þeim læi'dómi.
Þrátt fyrir stöðugt vaxandi heildarfjárfestingu í hlut-
falli við framleiðsluna (sjá töflu nr. 4), hefur þjóðar-
framleiðslan pr. íbúa lítið sem ekkert aukizt (sjá töflu
nr. 5) um árabil á meðan aðrar þjóðir telja árlega aukn-
ingu um þrjá af hundraði ekki óeðlilega. Hvers vegna?
Eitt svarið er tvímælalaust, að framleiðni fjár-
festingarinnar hefur ver'ið allt of lítill gaum-
ur gefinn. Oft hefur réttilega heyrzt talað um óarð-
bæra og arðbæra fjárfestingu og hafa hlutföllin þar á
milli oft verið undrunarefni, en sjaldan hefur heyrzt
talað um, hve arðbær hin væntanlega arðbæra fjár-
festing mundi verða þjóðarbúinu. Ákvarðanir, sem ráð-
ið hafa fjárfestingu til sumra framkvæmda, hljóta að
hafa verið byggðar á algjörri vanþekkingu á væntan-
legum áhrifum fjárfestingarinnar á þjóðarframleiðsl-
una, nema önnur sjónarmið hafi ráðið. Um þetta verð-
ur ekki rætt frekar, en vonast verður til, að betur tak-
izt á næstu árum en verið hefur, ella virðist einsýnt,
að lífskjörum hér niuni hraka verulega samanborið við
lífskjör annarra þjóða.
En þá vaknar sú spurning, hvort líkur séu til, að lífs-
kjarabaráttu þjóðarinnar sé borgið, ef tekst að koma fjár-
festingarmálunum á heilbrigðan grundvöll. Eftir reynslu
annarra þjóða að dæma virðist þurfa mun meira til.
Rannsókn á aukningu þjóðarframleiðslu Svía, síðustu tíu
ár, leiðir t.d. þetta í ljós. Á þessum tíma hefur verðmæti
framleiðslutækja þjóðarinnar aukizt að meðaltali um
5,2% á ári, vinna um 0,6% og þjóðarframleiðslan um
3,7%. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem fór fram á vegum
sænsku fræðslumálastjórnarinnar, er sú, að aukning
þjóðarframleiðslunnar, vegna aukins verðmætis fram-
leiðslutækja, hefði verið 1,04%, vegna aukinnar vinnu
0,46%, en vegna aukinnar þckki:-igar og kunnáttu í
tæknilegum og verklegum efnum, bættrar skipulagning-
ar o.þ.h., ekki minna en 2,20%. 1 Noregi, Finnlandi og
víðar hafa fengizt svipaðar niðurstöður.
Sé þetta nærri lagi, sem varla þarf að efast um,
virðist ekki síður ástæða til, að hugsa rækilega fyrir
hvers konar tækni- og starfsmenntun í þágu atvinnu-
lífsins en raunsærri fjárfestingarstefnu, og sömuleiðis
að tryggja það, að slík þekking sé hagnýtt í þágu at-
vinnulífsins, bæði beint við rekstur framleiðslutækjanna
og óbeint i sambandi við rannsóknarstarfsemi, leiðbein-
ingarstarfsemi o.þ.h., á svipaðan hátt og gerist meðal
nágrannaþjóðanna.
Einhver áhrifarikasta aðferðin, þegar um það hefur
verið að ræða að auka framleiðni framleiðslutækjanna,
hefur veiið að beita vinnuhagræðingartækni eins og við
munum heyra rætt um hér í dag. Þetta er gert í stöð-
ugt vaxandi mæli í öllum iðnaðarlöndum og þykir
ómissandi. Það kostar tíma og peninga, að koma slíkri
starfsemi í kring, en án hennar getum við tæpast verið
i framtíðinni. Má minna á, að slíkt starf ynnist ekki að
gagni nema með mörgum mönnum, og má í því sam-
bandi minna á, að í þágu landbúnaðarins hér starfa milli
40—50 ráðunautar að leiðbeiningarstörfum.
Af því, sem hér hefur verið sagt er augljóst, að í
framtíðinni verður að leggja mikla álierzlu á að fylgj-
ast með framleiðniþróun atvinnuveganna á öllum svið-
um og haga framkvœmdum með tilliti til hennar og
sömuleiðis að auka hlutdeild hvers konar tœkni- og
starfsmenntunar á öllum sviðum atvinnulifsins, m. a.
með stóraukinni vinnuhagrœðingarstarfsemi.
Án þátttöku verkfrœðinga verða þessir hlutir elcki
framkvœmdir að gagni, og því er óhœtt að fullyrða,
að hér bíða íslenzkrar verkfrœðingastéttar veigamikil
og verðug verkefni, sem henni ber að sinna af alvöru
og einurð í samvinnu við þá aðila aðra, sem láta þessi
mál til sín taka.