Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 14
44 TlMARIT VFl 1960 TAFLA II Flokkur Stofnfjárstuðull sh I. Stóriðnaöur, Bandar., Norðurálfa < 1,5 II. Minni iðnaður, rafefna- iðnaður, fiskveiðar og fiskvinnsla 1.5—5,0 III. Landbúnaður Danmörk, Island > 5,0 Afköst/mannár A $ 12.000—30.000 2.000—10.000 < 2.000 Þessar töflur sýna glögglega mikinn mun afkasta hinna einstöku atvinnugreina. Stóriðnaðurinn er 6 til 15 falt afkastameiri en landbúnaður, jafnvel þótt miðað sé við háþróaðan landbúnað eins og í Danmörku. Vert er að gera sér grein fyrir afkomu Norsk Hydro í samanburði við annan stóiiðnað. Norsk Hydro byggir vinnslu nær ein- göngu á orkufrekum rafaðferðum, og er þvi tiltölulega stofnfjárfrekt fyrirtæki, og virðist hvergi sambærilegt við annan stórefna iðnað. Tímabreytingar efnahagsins. Tímabreytingar eiga rót sína að rekja til (1) fólks- fjölgunar, (2) neyzluaukningar einstaklingsins, (3) flutnings vinnuafls frá vinnslu til þjónustu og (4) ytri aðstæðna. Þessar hreyfingar gera ákveðnar kröfur til þróunarinnar. Hér skal reynt að gera grein fyrir nokkrum megin dráttum þróunar í þjóðfélagi, ef miðað er við jafnþróun að miklu leyti. Gengið verður fyrst út frá þeim hluta þjóðfélagsins, sem stundar vinnslu, þ. e. iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði og mannvirkjagerð. Með þjónustu er hins vegar átt við þann hluta þjóð- félagsins, sem ekki fellur undir vinnslu í framangreind- um skilningi. Óarðbær fjárfesting er talin sú fjárfesting, sem ekki fer til aukningar vinnslunnar, þ. e. íbúðarhús o. s. frv. Ef byggt er á framangreindri skilgreiningu fara á Norðurlöndum um 60% af þjóðartekjum til vinnslu. Eftirfarandi hugtök verða notuð: Hugtök Árleg aukning í % N = Fólksfjöldi alls n Q = Hluti N, sem fæst við vinnslu í % -q A = Afköst einstaklingsins á ári í vinnslu a V = Vinnsla alls á ári = AQN v B = Þjóðartekjur nettó á ári b P = V/B M= Neyzla einstakl. á ári (af vinnslu) m M0= Óarðbær fjárfesting á einstakling á ári F = Fjárfesting á ári H = F/B S = Meðal stofnfjárstuðull F f = F/V = F/PB F0= M„dN/dt f0= F0/V = F(J/PB s = Meðal stofnfjárstuðull vinnslu r = f0/f Með þessum hugtökum má rita V = AQN, og taka tímaafleiðu, þ. e. v = a — q + n Einnig verður MN = AQN(1—f), (1) (2) (3) og með óbreyttu f fæst tímaafleiða mM = (a—q) AQ(1—f) eða a = m + q (4) en þessi jafna breytir (2) í v = m + n (5) Með jöfnu (4) er gerð grein fyrir þeirri staðreynd, að afköst einstaklingsins i vinnslu verða að aukast í sam- ræmi við aukningu neyzlu og minnkun vinnsluhluta þjóð- félagsins. Jafna (5) gerir hins vegar grein fyrir því, að aukning vinnslunnar verði að vera í samræmi við aukna neyzlu og aukinn fólksfjölda. Loks gildir fyrir fjárfestinguna F = fV = sdV/dt + M0dN/dt (6) og þar sem vV = dV/dt og nN = dN/dt verðui- þetta f == sv + M0n/AQ (7) en þetta má einnig rita f = s(m + n) + f0 (8) eða f = s(m + n)/(l — r). (9) Hér hefur fjárfestingin verið miðuð við vinnsluna, en venjulega er hún miðuð við nettó þjóðartekjur. Þessa breytingu má gera með því að margfalda jöfnu (9) með P og fæst þá H = s(m + n)P/(l — r) (10) eða ef miða skal við stofnfjárstuðul heildai' fjárfestingar verður jafnan H = S(m + n) = Sv (11) þar sem S = sP/(l — r) (12) Jafna (11) gefur samhengið milli fjárfestingar og vinnsluaukningar og sýnir hina miklu þýðingu stofn- fjárstuðulsins. Að sjálfsögðu er rétt að taka fram, að framangreind- ar jöfnur gefa aðeins eðlilegt samhengi milli hinna skil- greindu stærða. Jöfnurnar fela eða gefa engar nýjungar. Þær eru eingöngu ritaðar til þess að draga fram um- rætt samhengi. Jöfnur (4), (5) og (11) eru helztu niðurstöður þess- ara hugleiðinga. Eins og áður er drepið á gefa jöfnur (4) og (5) sambandið milli aukningar afkasta, fólks- fjölda, neyzlu og minnkunar vinnsluhluta. Til skýringa á þessu má nefna tímabreytingar á Norðurlöndum (án Islands). Með hliðsjón af þeim tölum, sem gefnar eru í hagskýrslum þessara landa fást eftir- farandi niðurstöður. TAFLA III. Tímabreytingar á Norðurlöndum undanfarvnn áratug. Aukning fólksfjölda n = 1 % á ári Aukin neyzla á mann m = 2 % - — Minnkun vinnsluhluta q = 0,8% - — Aukning vinnslu v = 3 % Aukning afkasta á mann a = 2,8% - — Þessar niðurstöður tímabreytinganna á Norðurlöndum eru að sjálfsögðu athyglisverðar. Með því að auka af- köst á mann um 2,8% hefur tekizt að auka neyzlu um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.