Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 15
TlMARIT VFl 1960 45 2% á mann og' minnka vinnsluhluta, þ. e. auka þjónustu- hluta þjóðfélaganna um 0,8%. Varðandi samhengið, sem gefið er með jöfnu (11) má benda á tölur, sem ODD AUKRUST hefur gefið urn f jár- festingu í Noregi. Eru þær teknar upp í Töflu IV. TAFLA IV. Fjárfesting í Noregi. Meðal stofn- Aðild að Aðild að fjárstuðull vergri fjár- aukningu aukninga festingu vergra 1946—1955 1949—1953 þjóðartekna (1) sa Landbún., fiskv., 7,5 skógarhögg 8,5% 3,3% (2) Námur, iðnaður 1,9 mannvirki 20,0 43,0 (3) Raforka 15,6 6,9 1,7 (4) Ibúðarhús 16,8 18,8 4,3 (5) Kaupskip og hvalur 2,9 23,2 30,3 (6) Samgöngur á landi 9,6 12,0 4,7 (7) Ymis þjónusta 3,3 10,6 12,1 Það skal tekið fram, að AUKRUST gefur ekki þriðja dálk töflunnar, en höfundur þessarar greinar hefur reiknað þessar tölur á grundvelli fyrstu tveggja dálka. Niðurstöður AUKRUST sýna stofnfjárstuðla í helztu atvinnugreinum Noregs, og eru niðurstöður hans í nokkru samræmi við það, sem áður hefur verið getið. Athyglis- vert er, að liður (2), þ. e. námur, iðnaður og mannvirki bera uppi um 43% af aukningu vergra þjóðartekna, enda þótt til þessa liðs sé aðeins varið um 20% af fjárfestingu. Þetta sýnir greinilega þá athyglisverðu staðreynd, að það er ráðstöfun tiltölulega lítils hluta þjóðarteknanna, þ. e. 5% til 10%, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir þróunina. Aðstœður á íslandi. Þegar hefur verið tekið fram, að gögn um efnahags- þróun á íslandi eru harla ófullkomin. Raunverulega ligg- ur fyrir aðeins eitt nýtt heildaryfirlit, sem TORFI ÁS- GEIRSSON, hagfræðingui1, hefur birt í Árbók Landbún- aðarins nr. 4, 1958. Ræðir hann þar þróun á tímabilinu 1948—1957. Gerð er tilraun til þess að meta þjóðarfram- leiðslu einstakra ára tímabilsins á sama verðgrundvelli. Útreikningar af þessu tagi eru ætíð i nokkurri óvissu, en hér skal ekki um það rætt. Þetta eru einu gögnin, sem fyrir liggja, og þau munu varla mjög fjari'i lagi. Út frá gögnum TORFA ÁSGEIRSSONAR má reikna meðalaukningu vergra þjóðartekna á mann á ári allt timabilið 1948- 1957. Sömuleiðis má reikna stofnfjár- stuðul aukningarinnar. Gögn af sama tagi liggja fyrir um þróun á Norðurlöndum tímabilið 1947—1955. Má því gera samanbui-ð og er hann sýndur í töflu V. TAFLA V. Þróun á Norðurlöndum. Meðalaukning vergra Stofnfjárstuðull þjóðartekna á mann vergrar meðal- á ári aukningar Danmörlc 2,1% 7,7 Finnland 3,9 3,1 Noregur 2,9 9,4 Svíþjóð 3,0 7,0 Isiand 0,3 10,5 Það skal tekið fram, að stofnfjárstuðullinn er reikn- aður beint út frá vergri aukningu á ári, þ. e. ekki út frá aukningu á mann á ári. Við athugun á niðurstöðutölum í töflu V ber að taka tillit til þess, að efnahagssaga þessara landa hefur verið gerólík. Danmörk, Noregur og einkum Finnland urðu fyrir miklu áfalli af völdum ófriðarins 1939—1945 en Island hagnaðist verulega á sama tíma. Þá hafa Islendingar haft til umráða hlutfallslega mjög háar upphæðir af innistæðum, lánum, gjafafé og annarri aðstoð erlendis frá. TORFI ÁSGEIRSSON telur, að á tímabilinu 1944 til 1958 hafi Islendingar haft til ráð- stöfunar alls um $ 155.000.000 umfram tekjur af eigin samtíða vinnu, þ. e. um $ 12.000.000 á ári. Af þessu er h. u. b. helmingur gjafafé og lán, en helmingur inni- stæður i lok ófriðarins. Þegar litið er á allar aðstæður er augljóst, að saman- burðurinn í töflu V er Islandi mjög i óhag, og er eðli- legt, að menn leiti orsaka þessa furðulega ástands. Orsakanna er ekki langt að leita. 1 stuttu máli má telja fram eftrifarandi meginatriði. (1) Á Islandi er enginn atvinnuvegur, sem telst til I. flokks samkvæmt skilgreiningu í töflu II. Afleiðing þessa er, að stofnfjárkröfur íslenzkra atvinnuvega eru hlutfallslega mjög miklar. (2) Meginatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegui'inn, telst til II. flokks. Rekstri þessa atvinnuvegar hefur oft verið áfátt, og fjárfesting í skipum og fiskiðjuverum hefur oft verið ónóg og jafnvel óhagkvæm. Enda þótt heildarfjárfesting á Islandi hafi lengi verið tiltölulega stór hluti þjóðarteknanna, eða frá 25% til 30%, hefur fjárfesting í sjávai'útvegi oft verið um og undir 10% af heildarfjárfestingu eins og skýrt verður frá hér fyrir neðan. (3) Fjárfesting í III. flokks atvinnuvegum og óarðbær fjárfesting hefur verið hlutfallslega mjög mikil hér á landi. Á tímabilinu 1954—1957 verja Islendingar alls um 4.490 Mkr. til fjárfestingar, ef reiknað er með vei'ðlagi 1954. Af þessu fara alls 2.270 Mkr, eða um 50% til íbúðarhúsa og landbúnaðar. Hins vegar fara aðeins 375 Mkr, eða 8,4% til fjárfestingar í sjávarútvegi og tilheyr- andi vinnsluverum. Hins vegar er rétt að geta þess, að fólksfjölgun hefur lengi verið tiltölulega ör héi' á landi. Á tímabilinu 1948— 1957 er fjölgunin að meðaltali um 2,1% á ári, en það er talsvert meira en í nágrannalöndunum. Þetta á nokk- urn þátt í því, að hlutur Islands í töflu V er svo bág- borinn. Þetta atriði má þó ekki telja afsökun. Þegai' á allt er litið er enginn vafi á því, að stjórn efna- hagsmála á Islandi hefui' verið mjög ábótavant, og er nauðsynlegt að á þessu verði gerbreyting. íslendingar verða að læra að meta hagfræðilegar staðreyndir. Umræður um leiðir til úrbóta falla utan ramma þessa greinarkorns. Þó er rétt að geta þess, að margur maðurinn hefur eygt mikla möguleika á sviði rafefnaiðnaðar. 1 þessu sambandi nægir að benda á stöðu Norsk Hydro. Þetta merka fyrirtæki, sem á sér að baki langa þróun er II. flokks fyrirtæki. Virðist augljóst, að I stofnfjársnauðu landi er rafefnaiðnaður ekki sérlega álitlegur. 1 bili virðist nær að stefna að meiri hagræðingu og gernýtingu í sjávarútvegi og innlendum iðnaði. Hag- kvæman iðnað má og auka. Yfirleitt virðist rétt að benda á, að kunnátta og þekking verða æ meir undir- staða allrar efnahagslegrar framvindu. Þannig hefur þjóðum eins og Dönum og Hollendingum tekizt að lifa góðu lífi enda þótt þeir lifi í algerlega hráefnasnauðum löndum. Undirstaða efnahags þessara landa er fyrst og fremst kunnátta og leikni á iðnaðarsviðinu.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.