Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 22
52
TlMARIT VFl 1960
Þjóðaríramleiðsla og þjóðartekjur.
Eftir því sem vélvæðingunni fleygir fram, eftir því
sem tæknin verður meiri, eftir því sem iðnaðarþróunin
kemst á hærra stig, eftir því verður sá þáttur fram-
leiðslunnar, sem er fólginn í því að framleiða framleiðslu-
tækin, stærri.
Þegar ekki er notazt við neitt annað en handaflið og
einföldustu verkfæri, þá fer meginhlutinn af því, sem
framleitt er, til neyzlu. Afurðirnar eru í þeirri mynd, að
hægt er að nota þær til þess að mæta neyzluþörfum
dagsins í dag. Aðeins brot af öllu, sem þá er framleitt,
er framleiðslutæki. En eftir því sem framleiðslutækin
verða meiri og þýðingarmeiri eftir því þarf stærri og
stærri hluti framleiðslunnar að vera einmitt þessi fram-
leiðslutæki. Um leið verður vaxandi hluti hinna nýju
framleiðslutækja aðeins tæki í skarð þeirra, sem slitna
og ganga úr sér. Fjárhagslega lítur þetta þannig út að
afskriftirnar verða stærri og stærri hluti af verðmæti
framleiðslunnar. Afskriftir eru það sem við þurfum að
leggja til hliðar árlega, til þess að eignin rýrni ekki.
Þær eru greiðsian fyrir slitið á framleiðslutækjunum.
Afskriffirnar eru því ekki tekjur. Til afskriftanna svar-
ar svo í þjóðarbúskapnum framleiðslan á framleiðslu-
tækjunum, i stað þeirra sem ganga úr sér. Bilið á milli
vergrar framleiðslu og hreinnar framleiðslu, — sem svar-
ar til tekna — breikkar. Þegar við erum að tala um það,
að verg þjóðarframleiðsla hafi aukizt eða minnkað, þurf-
um við að muna það, að við erum ekki að tala um
þjóðartekjurnar. Eftir þvi sem framleiðslubáknið verður
stærra, eftir því þarf stærri hluti þjóðarframleiðslunn-
ar að vera í þessari mynd: endurframleiðsla á fram-
ieiðslutækjum. Við þetta bætist svo, að hluti aukningar
þjóðarteknanna er notaður til þess að stækka fram-
leiðslukerfið, notaður til kaupa á nýjum framleiðslutækj-
um. Sá hluti þjóðarframleiðsiunnar, sem er framleiðslu-
tæki, þarf því að vera stærri en áður. Af þessu leiðir
að meiri og meiri hluti framleiðslunnar snýst um það
beint og óbeint að framleiða framleiðslutæki og minna
er framleitt beint fyrir neytandann hlutfallslega, minna
er framleitt af því sem hann notar sem neyzluvöru.
Hitt er svo annað mál, að þótt hlutfallið af framleiðsl-
unni sem fer til neyzlu minnki sífellt, þá minnkar ekki
þar fyrir hið raunverulega magn, þvi að magnið getur
aukizt þó að hlutdeild þess i heildarframleiðslunni minnki.
Heildarframleiðslan vex það ört, að það sem framleitt
er til neyzlu, beinlínis vex að magni til, þótt hlutdeild
þess í heildarframleiðsiunni minnki.
Afskriftir.
Ég kem þá að mjög þýðingarmiklum þætti okkar
fjárhagskerfis. Við sjáum að endurnýjun framleiðslu-
tækjanna er vaxandi þáttur í þjóðarbúskap, þar sem
vélvæðing er komin á hátt stig. Og hún er komin á til-
tölulega hátt stig hjá okkur, þótt við séum hvergi nærri
í röð fremstu þjóða. Verðmæti þeirrar framleiðslu, sem
hver framleiðslueining framleiðir, þarf að greiða allan
útlagðan framleiðslukostnað og að auki upphæð til að
mæta sliti á framleiðslutækjum, þetta eru afskriftirnar,
og svo þarf náttúrulega að vera einhver afgangur til
þess að greiða með eigendum fjármagnsins hæfilega
þóknun, helzt það mikið að þeir séu reiðubúnir að leggja
meira fjármagn í framleiðsluna. Og svo þarf helzt að
vera einhver afgangur, svo að fyrirtækið geti að nokkru
sjálft aukið við sig. Þó er það ekki þýðingarmikið at-
riði, ef hægt er að greiða eigendum fjármagnsins nægi-
lega ríflega þóknun fyrir sína hlutdeild. Við sjáum þvi
miður á voru landi, að fyrirtækin skila oft á tíðum
engum arði og ekki nægilegum afskriftum, stundum
jafnvel ekki neinum. Þegar við förum að kynna okkur
þetta mál, þá sjáum við fljótlega að hér er oft mjög
losaralega um hnútana búið. Svo sem ykkur mun flestum
kunnugt þá má stjórn Sogsvirkjunarinnar ekki leggja
ofan á kostnaðarverð rafmagnsins nema 5%. Lögin
segja að Sogsstjórnin skuli selja rafmagnið á kostnaðar-
verði plús 5%. Þetta þýðir auðvi'tað að fyrirtækið á
aldrei eyri til þess að leggja í nýjar framkvæmdir. En
það verður þó að viðurkenna, að fyrirtækið á að standa
undir afskriftum, eða öllu heldur afborgunum, sem, eins
og ég mun siðar vikja að, má segja að séu — frá efna-
hagslegu sjónarmiði — ríflegar.
En það er margt fleira í sambandi við þetta mál, sem
vert er að gefa gaum. Ef við lítum á togaraflotann t. d.
þá sjáum við það að fæstir togaranna munu nokkru
sinni skila þvi fjármagni, sem í þeim er. Eina tímabilið,
sem þeir munu hafa gert það, er heimsstyrjöldin. En á
undanförnum árum hafa þeir ekki gert það. Þeir halda
ekki eftir af aflaverðmætinu nægilega miklu til þess að
mæta afskriftum. Hvað er það þá sem gerist? Það sem
gerist er að verðmæti þessara skipa er smám saman
greitt út sem vinnulaun á meðan þau eru í gangi. Síðan,
þegar fara á að endurnýja skipin, þá er ekkert fjár-
magn til. Þá verður að byrja á því að taka ný lán.
Þegar þurft hefur að endurnýja þessi atvinnufyrirtæki
hefur ekki verið hægt að grípa til endurnýjunarsjóða,
verðmæta sem lögð hafi verið til hliðar á tímabilinu
meðan verið var að nota skipin i framleiðslunni, heldur
hefur orðið að gripa til nýs fjármagns til þess að kaupa
skip í staðinn fyrir gömlu skipin, Það mætti orða þetta
þannig, að þegar togaraflotinn er genginn úr sér þá
er ekki til eyrir til að endurnýja hann með, heldur verð-
ur þjóðin að koma sér upp nýjum togaraflots í hvert
skipti. Hinn gamli hefur bókstaflega verið étinn upp.
Afli skipsins fer allur í það að greiða reksturskostnað-
inn, sem aðallega er vinnulaun, bein og óbein. Þótt lagð-
ur hafi verið hálfur milljarður í togara eða meira, þá er
það alls ekki nóg. Eftir svo sem 10 ár þarf að leggja
fram annan hálfan milljarð, aðeins til þess að halda
flotanum við, þó ekki sé hugsað um aukningu. I stað
þess þyrfti, hjá okkur eins og öðrum þjóðum, að vera
svo um hnútana búið, að þegar myndað hefur verið at-
vinnufyrirtæki fyrir hálfan milljarð, þá sé hægt að nota
nýtt fjármagn sem myndast til nýrra framkvæmda, en
ekki til þess að kaupa aftur og aftur sömu atvinnu-
tækin.
Að mínu áliti er þetta stærsti veikleikinn i okkar fjár-
hagskerfi. Nýtt fjármagn, hvort sem það hefur myndazt
innanlands, eða að tekin hafi verið lán erlendis, fer að
ótrúlega miklu leyti, til þess að halda við lífi í hinu gamla
framleiðslukerfi. Það fer að nokkru til þess að koma í
veg fyrir að fjármagn þjóðarinnar rýrni. Þetta má ekki
skilja þannig að ég álíti að það eigi sér ekki stað aukn-
ing á fjármagni í landinu. En alltof stór hluti þess fjár-
magns sem fengið er að, eða myndast innanlands ár-
lega, fer til þess eins að koma í skarðið fyrir það sem
er eytt. Þessa atriðis er ekki nógu vel gætt í sambandi
við fjárhagshlið hinna ýmsu fyrirtækja, við lagasetn-
ingar, og svo síðast en ekki sízt, í kaupgjaldsmálunum.
Sú stórkostlega eyðing fjármagnsins, sem sífellt á sér
stað, tefur að miklum mun allar efnahagsframfarir á