Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Side 26
56 TlMARIT VFI 1960 ar í Noregi gefa svona lítiS af sér á hverju ári. Raf- magnið er einfaldlega verðlagt svo lágt vegna þess að lánin eru til mjöglangs tíma, ég held allt upp í 60 ár. Þá er önnur aðferð. Hún er sú, að selja rafmagnið á verði, sem er jafnhátt því verði, sem neytendur verða að borga fyrir sömu orku fengna annars staðar að, t.d. fyrir rafmagn framleitt með kolum eða olíu. Raf- magnið er þá verðlagt þannig, að verðið er miðað við þann annan kostnað, sem þyrfti að greiða, væri það ekki framleitt með vatnsafli. Þetta mundi þýða að raf- stöðvarnar skiluðu miklum arði. Þetta er frá sjónar- miði hagfræðinnar hinn rétti grundvöllur. Kostnaður er alltaf kostnaður við það annað sem kemur til greina. Kostnaður er „opportunity cost“. 1 raun og veru er einnig um að ræða þirðju aðferð- ina, nokkuð frábrugðna hinum tveimur. Ég sagði að i framleiðslukostnaðinum væru afskriftir. Efnahagslegi grundvöllurinn fyrir þessum afskriftum er sá, að það er verið að greiða slitið á vélum og húsum, slit mannvirkj- anna. Við sjáum þess vegna að i þessu sambandi er framleiðslukostnaðurinn ofreiknaður þegar lánin eru stutt, þvi að þessi mannvirki endast miklu lengur en 20 ár, 40 ár eða jafnvel 60 ár. Vatnsaflstöðvarnar endast, að því er menn álíta, samkvæmt fenginni reynslu, mjög lengi. Ég efast um að verðmæti þeirra sé búið að 100 árum liðnum hvað þá heldur á 20 árum. En þetta þýð- ir auðvitað að afskriftimar eru í raun og veru, frá efnahagslegu sjónarmiði, allt of hátt reiknaðar. Af þessu leiðir að hreinn arður af stöðvunum er vanreikn- aður, reiknaður alltof lágt. Mér þætti ekki mikið þótt arðurinn af Sogsstöðvunum sé reiknaður 10—15 millj. kr. of lágur á hverju ári, aðeins af þessari orsök einni saman. Þegar þetta svo dregst allt saman, þá sjáum við að niðurstaðan verður allmjög frábrugðin því sem ætti að vera. Við sjáum t.d. að þegar stöð eins og Ljósafoss- stöðin er að fullu afskrifuð, öll lán hafa verið greidd, þá er náttúrulega framleiðslukostnaðurinn samkvæmt lögum Alþingis, kominn niður í mjög lítið. Þá er raf- magnið selt á gjafvirði. Og það er það sem gert er. Um það bil fjórði parturinn af því rafmagni sem frarn- leitt er við Sogsstöðvarnar er að mestu gefinn sam- kvæmt ákvæðum laganna. En hér ætti að vera kært tækifæri til þess að safna fjármagni til nýrra fram- kvæmda með því að selja rafmagnið frá þeim stöðvum, sem verið hafa afskrifaðar, og selja það á sama verði og rafmagn kostar frá nýjum stöðvum. Þetta er ekki gert. Þess vegna er heildsöluverðið á rafmagninu frá Soginu núna ekki nema helmingur af þvi verði, sem er á rafmagni sem framleitt er úti um landið. Kaupendur á orkusvæði Sogsvirkjunarinnar, sem kaupa beint af henni, fá rafmagnið að hálfu gefins. Þetta er náttúru- lega óréttlæti gagnvart öðrum íbúum landsins, sem hafa orðið að biða eftir sínum rafvirkjunum, þar sem Sogið hefur haft forgang. Hjá þjóð sem brýnt vantar fjármagn til margvíslegra nytsamlegra framkvæmda, sem myndu gefa þjóðinni mikið í aðra hönd, er það ekki mikið fjármálavit að gefa rafmagn í stórum stíl, einsog gert er. Hér er ein ónytjuð uppspretta fjármagns. Orkuverin eiga að vera uppspretta nýs fjármagns. Þau eiga að vera lyftistöng nýrra framkvæmda. Við þetta má svo bæta, að sumir hlutir verða ekki metnir beint i tölum. Dr. Gunnar Böðvarsson mælir með því að fjármagnið verði látið fara meira í iðnað, en minna í þá hluti aðra, sem gefi miklu minna af sér. En hvað getum við lengi byggt upp iðnað og aukið iðnaðinn og sett upp nýjar iðngreinar, ef við hættum virkjununum og höfum ekki nóg rafmagn handa iðn- aðinum? Sannleikurinn er auðvitað sá, að virkjanirn- ar eru undirstaða hinnar svokölluðu iðnvæðingar. Af því sem ég hefi sagt hér að framan um arðsemi virkjananna, þá er augljóst, að þegar á að fara að draga meiri háttar ályktanir um hagkvæma notkun fjár- magnsins, þá er nauðsynlegt að skyggnast á bak við þau atriði sem eru á yfirborðinu, og ekki er hægt að kalla annað en fyrirkomulagsatriði, án þess að þau hafi sjálf- stætt, efnahagslegt innihald. En það er því miður sann- leikurinn um mikinn hluta allra kostnaðarreikninga. Dr. Gunnar Böðvarsson hefir komizt að þeirri niður- stöðu, að hér á landi væri aukningin á þjóðartekjun- um, miðað við það fjármagn, sem lagt er í framleiðsl- una, ótrúlega lítil. Um þetta atriði vildi ég gera fleiri athugasemdir. Fyrst ætla ég að gera nokkrar athugasemdir við út- reikningana. Torfi Ásgeirsson flutti á sínum tíma fram- söguerindi á fundi í Hagfræðafélagi Islands, sem birt var í ,,Úr þjóðarbúskapnum", og skýrir hann þar frá nokkrum útreikningum á stofnfjárstuðlum. Er tímabil- inu frá 1940 til 1958 þar skipt í þrennt. Niðurstaða út- reikninganna er sú, að fyrir miðtímabilið, það er frá 1945 til 1951 sé stofnfjárstuðullinn neikvæður. Nú get- ur hver sem vill trúað því, að aukin fjárfesting valili því að þjóðartekjurnar minnki. En ég held að flestir hljóti að sjá, að það er eitthvað meira en lítið bogið við reikningsaðferðina, miðað við það markmið, sem hún á að þjóna. Dr. Gunnar Böðvarsson hefur stuðzt við þessa reikn- inga að öðru leyti en því, að hann hefur aðeins tekið tímabilið frá 1948 til 1957, — þ.e.a.s. 10 ár — og komizt að þeirri niðurstöðu að aukningin á þjóðartekjunum, sem byggist á fjárfestingunni, sé mjög lítil, eða 0,3% á ári þetta tímabil. Telur hann þetta bera vott um furðulegt ástand og gagnrýnir efnahagsmálastjórnina. Það sem sérstaklega vekur athygli er náttúrulega það, að það skuli vera tímabil í hagsögu þjóðarinnar, sem þjóðartekjurnar minnka, og það á tímum sem við annars teljum mikla framfaraöld. Þó er það ekki óal- gengt meðal ýmsra þjóða að á tímabili minnki þjóðar- tekjurnar, og engum dettur í hug að halda að þetta stafi af því að fjárfestingin sé engin eða neikvæð. En hér gerist þetta á framfaratímum. En þessi niðurstaða ætti að sýna mönnum að breytingar á þjóðartekjunum eru háðar margvíslegum hlutum öðrum en fjárfesting- unni. Fyrst er það, að þjóðartekjurnar eru mjög háðar verzlunarkjörunum, og þau breytast ótrúlega mikið. Á árunum frá 1946 til 1951 t.d. versnuðu verzlunarkjör- in um 30%. Þá er það aflinn. Hafið er ekki alltaf jafn gjöfult. Ég mundi segja, að aflamagnið í róðri sé ekki að verulegu leyti háð fjárfestingunni í sjávar- útveginum í heild, en aflamagn í róðri hefur sveiflast gífurlega á undanförnum árum. Það hefur skakkað um þriðjung á örfáum árum, en aflamagnið í róðri er að miklu leyti mælikvarði á framleiðni þýðingarmesta þáttar sjávarútvegsins. Þegar þessir tveir þættir eru teknir saman, aflamagns- breytingarnar, sem stafa af breytingu á örlæti fiski- miðanna, og hins vegar breytingarnar á verzlunarkjör- unum, þá eru áhrifin á gjaldeyristekjurnar miklar. Þegar hvort tveggja fer saman, að verzlunarkjörin eru 17

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.