Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 30
60
TlMARIT VFl 1960
inni mikinn fjölda vel menntaðra sérfræðinga á sviðum
hverskonar náttúruvísinda, tækni, viðskipta- og efna-
hagsmála, og nota þekkingu þeirra við úrlausn hinna
margvíslegu vandamála, sem steðja að i framleiðslustarf-
seminni og rekstri þjóðfélagsins.
Þó eitt brýnasta viðfangsefnið i bráð sé vafalaust
það að auka afrakstur þeirra framleiðslutækja, sem
þjóðin ræður nú yfir, þá ríður ekki minna á að einbeita
kröftunum að því, að kanna og undirbúa hagnýtingu hrá-
efna og orkulinda landsins á fjölbreyttari hátt en nú
er gert og með stofnun nýrra framleiðslugreina fyrir
augum.
Á þessu sviði bíður fjöldi rannsókna- og tilraunaverk-
efna, sem ekki má fresta um of, þvi öll rannsókna- og
tilraunastarfsemi tekur óhjákvæmilega langan tíma.
Þau vandamál, sem hér hafa verið gerð að umtals-
efni, eru vissulega ekkert sérmál verkfræðingastéttar-
innar, heldur varða þau þjóðina alla. Ráðstefna ís-
lenzkra verkfræðinga heitir því á stjórnarvöld landsins,
forráðamenn rannsóknarstarfsemi, atvinnufyrirtækja og
almenning allan að gefa þeim fyllsta gaum".
Þetta var tillaga til ályktunar, sem nefndin hafði und-
irbúið, og hún ásamt nefndarmáli í heild, liggur hér
fyrir til umræðu. Sveinn Bjömsson hefur kvatt sér hljóðs,
og vil ég þá leyfa mér að gefa honum orðið.
Sveinn Björnsson:
Því miður hef ég ekki haft tækifæri til að kynna mér
þessa ályktun nægilega vel og get því ekki rætt hana
eins og skyldi, enda er hún ekki tilefni þess, að ég stóð
hér upp. Hins vegar finnst mér, að það mætti sums
staðar standa fremur framleiðni í þessari tillögu, þar
sem orðið afköst er notað. Ég held, að það sé búið
að ræða þessi mál nægilega mikið hér til þess, að það
liggi ijóst fyrir, að afköst og framleiðni em ekki einn
og sami hluturinn.
Ég vildi þakka okkar ágæta gesti, dr. Benjamín Ei-
ríkssyni, fyrir þetta fróðlega framlag, sem hann hefur
komið með hér til þessarar ráðstefnu, og ég vildi sér-
staklega þakka honum fyrir, hvað hann hefur útskýrt
þetta hugtak rækilega í sínu erindi, hugtakið framleiðni,
vegna þess, að ég álít, að það skipti miklu máli, að
þetta komist inn í hugsanagang okkar, að þarna er um
hlut að ræða, sem við þurfum að þekkja, fylgjast með
og vita hvað er. Því miður, var ég ekki búinn að kynna
mér erindi dr. Gunnars Böðvarssonar eins vel og dr.
Benjamín, svo ég tel mér ekki fært að fara út I að
rökræða athugasemdir hans við það erindi. Hitt er
annað mál, að mig langar til þess að undirstrika það,
sem mér finnst skipta meginmáli í sambandi við þær
umræður, sem hér eiga sér stað, sem er, að við þurfum
að geta fylgzt með framleiðni atvinnulífsins. Ég vil reyna
að útskýra þetta örlítið nánar.
Ég minntist á það i erindi mínu, að allir togarar, sem
við höfum eignazt á síðari árum séu búnir dieselvélum,
en þeir eldri oliukynntum gufuvélum. Það hefur komið
á daginn, að það reynist miklu hagkvæmara, sérstak-
lega þegar siglt er á fjarlæg mið, að hafa dieselvélar í
þessum skipum. Það, sem hér er um að ræða, er það,
að nýting eldsneytisins, mæld í krónum, reynist vera
mun betri I dieselvélunum en í gufuvélunum við slíkar
aðstæður. Ef til vill mætti orða þetta þannig, að stofn-
fjárstuðull dieselvélanna sé lægri, eða að framleiðni fjár-
munarins, þ. e. a. s. vélarinnar, sé hærri. Það er sem
sagt hægt að ferðast lengri vegalengd með lægri til-
kostnaði í fyrra tilfellinu en því síðara. Hvað var það
nú, sem kom mönnum til þess að skipta þarna yfir?
Jú, það var þekkingin, sem hafði fengizt á þvi, að diesel-
vélarnar voru hagkvæmari en gufuvélarnar. Það er sam-
svarandi þekking á hagkvæmni einstakra atvinnugreina,
sem ég álít að okkur vanti. Hvort sá stuðlareikningur,
sem kemur fram i erindi dr. Gunnars Böðvarssonar og
mínu er í sjálfu sér nákvæmlega sú leið, sem ber að
fara til að öðlast þessa þekkingu, það skiptir i sjálfu
sér ekki máli. Ef það er ekki leiðin, þá verðum við að
finna einhverja aðra leið og betri til þess að fá þessa
vitneskju. Sé ekki unnt að gera sér grein fyrir fram-
leiðniþróuninni, álít ég, að t. d. í kaupgjaldsmálum og
fjárfestingarmálum, sé ekki hægt að skapa heilbrigða
stefnu. Og það sem skiptir líka miklu máli er, að þess-
um upplýsingum, sem ég álít að hafi vantað og vanti
enn, sé ekki stungið undir stól. Við verðum öll að fá að
fy'gjast með og vita, hvað er að gerast.
Steingrímur Hermannsson:
Góðir verkfræðingar.
Þegar ég sá þá dagskrá, sem hér lá fyrir, taldi ég
ólíklegt, að ég myndi standa hér upp og taka til máls.
Verkefnið virtist vera nokkuð sérstakt, tæknimenntun
annars vegar og framleiðni hins vegar. Reyndar kom
mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, að hægt væri að tak-
marka verkefnið svo. Rannsókna- og tilraunastarfsemin
er liður, sem er þessu nátengdur, enda hefur raunin orðið
sú, að rannsókna- og tilraunastarfsemin hefur verið
meira og minna til umræðu. Því tel ég rétt, að ég leggi
nokkur orð í belg.
Það, sem fékk mig sérstaklega til þess að standa
hér upp, voru þær ályktanir, sem fram hafa verið lagð-
ar. Að mínum dómi eru þær alls kostar óviðunandi, að
minnsta kosti sú fyrri, sem lögð var fram í gær, en
ég hef ekki haft tækifæri til þess að lesa þá seinni
nægilega vel, enda er hún mjög löng. Ég mundi segja
um fyrri ályktunina, að hún gæti verið samin af hvaða
kvenréttindaráðstefnu sem er. 1 henni er ekkert, sem ég
fæ séð að byggt sé á raunverulegri verkfræðilegri at-
hugun og ekkert kemur þar fram, sem sýnir hve alvar-
legt ástandið raunverulega er í dag í þessum málum.
Þar er ekkert, sem bendir til þess, að við tökum þessi
mál alvarlega, og viljum skapa einhverja stefnu, ekki
eingöngu, vil ég segja, í rannsókna- og tilraunastarfsemi,
heldur í tækniþróun þjóðarinnar allrar almennt.
Við áttum þess kost nokkrir einstaklingar, eða fulltrú-
ar stofnana, að ferðast um Norðurlöndin á vegum Efna-
hagssamvinnustofnunar Evrópu, í þeim tilgangi að kynn-
ast tækniþróun þessara þjóða, sérstaklega á sviði rann-
sókna og tilrauna, en einnig á sviði tæknimenntunar
og framleiðni, þvi að þetta helzt allt í hendur. Við er-
um nokkrir nýkomnir heim. í fáum orðum sagt, verð
ég að segja, að óhug slær á mann, þegar heim er komið
úr slíkri ferð. Þessar þjóðir, sem við heimsóttum, Norð-
menn, Finnar og Danir, gera sér allar mjög vel grein
fyrir þeirri nauðsyn að skapa almenna heildarstefnu í
tækniþróun þjóðarinnar, með það fyrir augum að verja
í stöðugt auknum mæli hluta af þjóðarframleiðslunni til
rannsókna og tilrauna og tækniþróunar almennt. Við
heyrðum hér minnst aðeins á framkvæmdir Dana. Áætl-
anir þeirra eru stórkostlegar. Okkur taldist til, að Dan-
ir ætli að verja, á um það bil tíu ára tímabili, á sjö-
unda hundrað milljónum danskra króna til uppbygg-