Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 31
TlMAR.IT VFl 1960 61 inga og nýbygginga á þessu sviði. Miðað við mannfjölda, reiknast mér til, að það mundi svara til 10 millj. króna hér á ári í tíu ár. Við höfum hvað eftir annað sótt um fjárveitingu til nýbygginga, en þvi hefur ávallt verið neitað. 1 fáum orðum sagt, þá er að mínum dómi ástandið svo alvarlegt hér i þessum málum, að þessi ráðstefna ætti að taka miklu ákveðnara til orða, en gert er i þeim ályktunum, sem hér hafa verið lagðar fram. 1 gær minntist Magnús Magnússon litillega á nokkrar staðreyndir í sambandi við rannsókna- og tilraunastarf- semina og hafði þær úr skýrslu, sem Rannsóknaráð rik- isins hefur unnið að, og er að gefa út. Það er rétt, sem Magnús sagði, að samkvæmt okkar athugun, verjum við Islendingar um það bil 0,3% af þjóðarframleiðslu okkar til rannsókna og tilrauna og þar á hefur orðið engin aukning undanfarin 10 ár. Það er almennur mæli- kvarði meðal þjóða, að mæla sitt framlag til þessara mála í hundraðshluta af þjóðarframleiðslu. Eins og fram hefur komið í öðrum erindum, t. d. hjá dr. Gunnari Böðv- arssyni, er almennt talið nauðsynlegt að verja til þess- ara mála að minnsta kosti 1—2% af þjóðartekjunum. Hjá okkur er þróunarlína þessara mála lárétt, en ört stígandi hjá öðrum þjóðum. Þetta ástand er að mínum dómi alvarlegt. Ég er ekki fær um að dæma um framboð og fjölda verkfræðinga og tæknimenntaðra manna og ástand þeirra mála. Okkur var sagt hér í gær, að 12 eða 13 nýir verkfræðingar bætist við hér á landi á ári hverju. Er þetta raunverulega nettó-tala? Mér hefur skilist, að um 15 verkfræðingar séu þegar fluttir af landi brott í ár. Hver er nettó-aukningin í ár? Þetta eru upplýsing- ar, sem þyrftu að koma hér fram og ráðstefnan ætti að íhuga áður en ályktun er skrifuð. Það mætti flytja langt mál um þessa þróun almennt, en til þess er ég ekki reiðubúinn, enda margt verið sagt hér áður. En í fáum orðum sagt, ég vil ítreka, ástandið er mjög alvarlegt. Ég tók með mér af skrifstofunni í morgun, þegar ég hafði lesið umræddar ályktanir, stutta fréttatilkynningu frá Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, en sú stofnun hef- ur látið sig mjög miklu máli skipta tækniþróun með- limaríkjanna. Meðal annars fékk hún fyrir tveimur eða þremur árum þekktan kanadiskan stjórnmálamann og hagfræðing, Mr. Wilgress, til þess að ferðast til allra þeirra meðlimaríkja, sem þess óskuðu, og gera yfirlit um athugun um tækniþróun þessara landa, ekki ein- göngu i rannsókna- og tilraunastarfsemi, heldur einnig menntun og framleiðni, enda helzt þetta allt í hendur, að mínum dómi. Allar þjóðir óskuðu eftir komu Mr. Wilgress nema við Islendingar. Hann skrifaði skýrslu um allar þjóðir nema okkur Islendinga, en engu að siður er þessi skýrsla afar lærdómsrík. Eftir að hafa athugað tækniþróun þessara þjóða vandlega, skrifar hann sin að- almeðmæli í örfáum orðum, sem ég ætla að leyfa mér að lesa. Hann segir: ,,The first thing should be for each country to draw up a national science policy. Inevitably this must mean the allocation of greater resources to science, so that there will be a gradual increase in the percentage of the gross national product devoted to scientfic research". Þetta finnst mér i raun og veru kjarni málsins á öll- um þeim sviðum, sem hér hafa verið rædd. Á Islandi er ekki til ein einasta „science policy", það er ekki til og fær engan hljómgrunn enn. Þetta findist mér, að ráð- stefnan ætti að íhuga og hún ætti að leggja fram í á- kveðnum orðum álit sitt á því ástandi, sem hér ríkir i dag og hún ætti að skora á yfirvöldin að hefja þegar almenna og allsherjar endurskoðun þessara mála í sam- vinnu við t. d. verkfræðinga o. f 1., og hún ætti að lýsa því yfir í áliti sínu, að hér þurfi að verða stöðug aukn- ing á þeim hluta þjóðarteknanna, sem varið er til tækniþróunar almennt. Svo þakka ég fyrir. Steingrímur Jónsson: Ég þakka Steingrími fyrir það, sem hann lagði til málanna, og ég held að maður verði að gera sér það ljóst, að svona ráðstefna, sem stendur stuttan tíma, hálf- an annan dag, getur ekki krufið mál til mergjar. En það, sem við höfum gert, við höfum lagt fram erindi, sem mér finnst hafa verið ágæt, hvert öðru betra, og í því eru lagðar fram tölur, sem sýna þessa þróun og vöntun á því, sem okkur þykir áfátt. Þessar tölur geta verið ónákvæmar, en þetta er í fyrsta skipti, sem þær koma fram til sýnis og hljóta því þeir, sem aðallega hafa talað, að halda málinu áfram. Er nauðsynlegt að unnið verði að því, að kryfja þessi mál til mergjar. Þegar við völdum verkefnin og ákváðum, að meðlim- irnir skyldu skila sínum ritgerðum og miða allt verð- lag við 1958, þá fáum við væntanlega í þær ritgerðir mynd af ástandinu 1958, en hitt var okkur ljóst, að æskilegt var að fá sams konar mynd af ástandinu 1948. Þær tölur voru ekki til. En ég vona það, að þessar töl- ur geti gert sitt gagn. Þær verða væntanlega til réttar á næstu árum og síðar, þá getum við séð mismun. Ég er alveg sammála síðasta ræðumanni um það, að það er mikið rannsóknarefni og þarf miklu meiri rannsóknir. Nú held ég, að stjórnarvöldin liti svo á, að þau leggi mikið af mörkum til rannsókna hér. Mér skilst í sam- tali við þau, að þau viðurkenna, að okkar vísindamenn, sem fást við rannsóknir, hafi ónóga aðstoð, en að öðru leyti leggi ríkið fram töluverðan skerf, þó sé búið að sýna það, að það sé aldeilis ónóg. En það er eitt í þessu, sem munar, að fyrirtækin, atvinnuvegirnir sjálfir, þeir þurfa iíka að efla sínar rannsóknir, og í þvi sambandi langaði mig til að skjóta inn í, af því ég er I aðstöðunni að vera hérna fundarstjóri, dálitlu erindi um rannsókn á rafmagnsverðinu. Það er eitt atriði, sem ég vil vekja athygli á, við vitum ekki hvaða verðlag á að vera á rafmagni. Það hefur þróast hérna þannig, þessi markaður, sem aðal- lega er nú á Suðurvesturlandi. Erlendis er það iðnað- urinn, sem hefur gengið á undan og skapað orkuvinnsl- una. En það er öfugt hjá okkur. Atvinnuvegirnir hafa komið á eftir. Þegar við byrjuðum í Reykjavík 1921, voru 90 hestöfl í vélum í Reykjavík og 250 hestöfl tveim- ur árum seinna. Og upp úr því að rafmagnið kom, kom þróunin í þessum atvinnuvegum. Þessu er öfugt farið með erlendum þjóðum, það er iðnaðurinn og verzlunin, sem hafa byggt upp rafmagnsnotkunina og það er víða þannig, að það er ekki enn farið að koma rafmagni í heimili manna meðal iðnaðarþjóðanna. Til þess að tefja ekki um of, þá vildi ég lesa dálitla klausu um verð- lagsrannsóknir á raforku. Ég get ekki talað um vél- væðingu eða vinnuhagræðingu í atvinnuvegum, eða mannvirkjagerð hér á landi almennt. Mitt verksvið hef- ur verið þröngt, vel afmarkað við öflun, vinnslu og dreif- ingu raforku, og þetta svið er að verða æ meir und- irstaða athafnaiífsins, eigi aðeins í atvinnuvegum og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.